Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 32

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 32
744 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Ályktun: Bráð miðeyrabólga hjá börnum er meðal algengustu vandamála sem heilsugæslu- læknar fást við. Val á lyfjum við þessu vanda- máli virðist hafa verið í samræmi við almennar leiðbeiningar. Mikilvægt er að heilsugæslu- læknar þekki vel til greiningar og meðferðar á þessu algenga vandamáli. Inngangur Bráð miðeyrabólga hjá börnum er algengt vandamál hér á landi. Aður hafa verið birtar rannsóknir um tíðni bráðrar miðeyrabólgu hjá börnum á landsbyggðinni en ekki í þéttbýli (1,2). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 43-60% eins árs barna hafa fengið bráða mið- eyrabólgu einu sinni eða oftar (3-6). Mikil umræða hefur farið fram hér sem er- lendis um það hvernig æskilegast sé að með- höndla bráða miðeyrabólgu hjá börnum (7,8) og hefur þar einkum verið miðað við tíðni og næmi helstu sýkla sem orsaka hana (9). Und- anfarin ár hefur sú staðreynd verið að koma æ betur í ljós að nýgengishlutfall penicillín ónæmra pneumókokka hefur aukist en þeir voru óþekktir fram til ársloka 1988 (10). í framhaldi af umræðu um tíðni og með- höndlun á bráðri miðeyrabólgu og opinberum verðstýringaraðgerðum þótti áhugavert að kanna, annars vegar tíðni bráðrar miðeyra- bólgu hjá börnum í þéttbýli eins og Garðabæ og hins vegar hvernig sýklalyfjaávísunum gegn bráðri miðeyrabólgu væri háttað og hvort ávís- unarvenjur hefðu eitthvað breyst milli áranna 1990 og 1995. Efniviður og aðferðir Rannsóknin fór fram sumarið 1996 við Heilsugæsluna í Garðabæ, sem er eina heilsu- gæslustöðin í bænum. íbúar Garðabæjar voru 6.954 þann 1. desember 1990 og 7.801 fimm árum síðar. Bærinn verður að teljast til þéttbýl- is höfuðborgarsvæðisins. Við heilsugæslustöðina störfuðu fjórir lækn- ar bæði árin sem rannsóknin náði til, þar af voru þrír þeir sömu. Vaktir lækna eru sameig- inlegar með Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði og nær vaktsvæðið einnig yfir Bessastaðahrepp. Skráning samskipta sjúklinga við Heilsu- gæsluna í Garðabæ fór öll fram eftir svoköll- uðu Egilsstaðakerfi (11). Kerfið hefur verið notað frá 1985 og voru allir læknarnir vanir notkun þess. Við rannsóknina var leitað í tölvu stöðvar- innar að öllum, sem fengið höfðu greininguna bráð miðeyrabólga í tölvuskrá stofnunarinnar árin 1990 og 1995. Engar breytingar urðu á greiningar- eða skráningaraðferðum læknanna milli þessara ára. Greining byggðist á skoðun læknis á barni með eyrnaverk, þar sem staðfest var að um rauða og bólgna og frambungandi hljóðhimnu væri að ræða, með vökva í miðeyra samkvæmt hefðbundnum skilmerkjum (12). Efniviður og skilyrði rannsóknarinnar voru börn fimm ára og yngri, sem áttu lögheimili í Garðabæ á árunum 1990 og 1995 og höfðu greinst með bráða miðeyrabólgu af læknum á Heilsugæslunni í Garðabæ og vaktlæknum á svæðinu á þessum sama tíma. Byrjað var á því að kanna hve stórt hlutfall barnanna fékk greininguna bráða miðeyra- bólgu á tímabilinu. Fjöldi barna á þessu aldurs- bili, með lögheimili í Garðabæ, fékkst frá Hag- stofu íslands. Alls reyndust þau 639 árið 1990 en 727 árið 1995. Þannig var hægt að kanna raunverulega tíðni bráðrar miðeyrabólgu hvort ár fyrir sig og hvort tíðnin hefði aukist eða minnkað á þessu fimm ára tímbili. Valið var úrtak 134 sjúkraskráa frá hvoru ári, samtals 268 sjúkraskrár barna með grein- inguna bráða miðeyrabólgu, og athugaðar sýklalyfjaávísanir við miðeyrabólgu. Alls reyndust 76,6% sjúkraskráa frá árinu 1990 uppfylla skilyrði rannsóknarinnar og 56,5% frá árinu 1995. Úrtakið var valið eftir fjölskyldu- númerum sjúkraskránna sem gefur handahófs- kennt úrval barnanna. Tekinn var saman heild- arfjöldi sýklalyfjaávísana á hvoru ári fyrir sig. Að lokum var borið saman hlutfall ávísana frá Heilsugæslunni í Garðabæ annars vegar og vaktlæknum á svæðinu hins vegar. Niðurstöður Á mynd 1 kemur fram tíðni bráðrar miðeyra- bólgu hjá börnum fimm ára og yngri á árunum 1990 og 1995. Árið 1990 greindust 15% barna undir eins árs aldri með bráða miðeyrabólgu en 57,5% barna eins til tveggja ára. Árið 1995 voru tölurnar 22,4% barna yngri en 12 mánaða og 67,3% eins til tveggja ára. Tíðnin var mest á öðru aldursári barnanna. Sýkingar voru al- gengari hjá drengjum en stúlkum bæði árin. Á myndinni sést einnig að sýkingum fjölgaði í hverjum aldurshópi á þessu fimm ára tímabili. Mynd 2 sýnir samanburð á sýklalyfjaávísun- um við bráðri miðeyrabólgu á sömu tveimur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.