Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 34

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 34
746 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 árum. Kemur þar greinilega í ljós að amoxicill- íni var mest ávísað bæði árin. Hins vegar var meiri notkun breiðvirkra sýklalyfja eins og am- oxicillíns/klavúlansýru árið 1995 en 1990. Hlut- fall erýtrómýcíns og súlfalyfja hefur minnkað. Kannað var hve stóru hlutfalli lyfjanna var ávísað af læknum Heilsugæslunnar í Garðabæ og vaktlæknum á svæðinu á hvoru ári fyrir sig. I ljós kom að hlutfallið var mjög svipað bæði árin, árið 1990 var 74,8% ávísað af læknum heilsugæslunnar en 79,7% árið 1995, afgangn- um var ávísað af vaktlæknum svæðisins. Umræða Rannsókn okkar leiðir í ljós að tíðni bráðrar miðeyrabólgu er há og virðist sem hún hafi hækkað milli áranna 1990 og 1995, en fyrra árið greindust 15% barnanna með þessa sýkingu en 22,4% seinna árið. Þessar tölur eru lægri en komu fram í rannsókn sent gerð var í Borgar- nesi á árunum 1988-1989 (1), en svipaðar og fram hafa komið í ýmsum erlendum rannsókn- um (3,13). Rannsóknin sýnir að bráð miðeyra- bólga er algengust á öðru aldursári barnanna, er það í samræmi við niðurstöður flestra ann- arra rannsókna (3,4). Ekki var unnt að kanna hvort meðferð hafði átt sér stað annars staðar, svo sem á öðrum heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum eða stofum barnalækna. Ekki er hægt að útiloka að leitað hafi verið á þessa staði með einhver börn úr Garðabæ, en við teljum að slík tilvik hafi verið fá vegna þess að í sjúkraskrá barnsins eru skráðar greiningar sem koma frá öðrum aðila. Það er því líklegt að fá tilvik geti leynst án vitundar heilsugæslulæknanna, sem einnig annast ungbarnaeftirlit stöðvarinnar. Árstíðasveiflur eru þekktar í tíðni bráðrar miðeyrabólgu, en þar sem rannsókn okkar nær yfir heil ár, ættu slíkar sveiflur ekki að hafa áhrif á niðurstöðurnar. Rannsóknin beindist einkum að þeim börn- um sem fengu sýklalyfjameðferð við bráðri miðeyrabólgu. Ekki voru tekin með tilvik þar sem læknirinn taldi rétt að bíða og sjá til. Hefð er fyrir því á heilsugæslustöðinni að gefa ekki greininguna bráð miðeyrabólga, sé um vægara ástand að ræða sem ekki er talið krefjast með- ferðar, heldur er beðið og séð til. Þeirri afstöðu hefur vaxið fylgi. Rannsóknir hafa verið gerðar á afleiðingum þess að meðhöndla ekki börn með bráða miðeyrabólgu með sýklalyfjum (5,14) og bendir margt til þess að sú venja fari Fig. 1. Prevalence ofacute otitis media in children in Garda- bœr 1990 and 1995. Fig. 2. Prescriptions of antibiotics against acute otitis media in children in Garðabœr 1990 and 1995. vaxandi, einkum hjá börnum eldri en tveggja ára. Ávísanavenjur íslenskra heimilislækna á sýklalyf hafa reynst breytilegar (15). Langal- gengasta ástæða sýklalyfjanotkunar barna er bráð miðeyrabólga. Rannsókn á íslenskum börnum sýndi að í 70% tilvika var bráð mið- eyrabólga ástæða fyrir notkun sýklalyfja (16). Rannsóknin sýnir að amoxicillín er algeng- asta lyfið sem læknarnir notuðu gegn bráðri miðeyrabólgu bæði árin. Skoðanir hafa verið nokkuð skiptar um hvaða lyf skuli valið fyrst við þessar sýkingar og hafa Svíar lengst af mælt með notkun penicillíns en notkun breiðvirkari lyfja hefur verið algengari vestan hafs. Þessi skoðanamunur hefur meðal annars byggst á umræðu um hlutfall þeirra sýkla, sem þekktir eru sent orsakavaldar, og þörf fyrir mismun- andi breiða verkun lyfjanna. Hætta á ofnæmi hefur haft áhrif, einnig verð og bragð lyfjanna en ekki síst ógnvekjandi aukning ónæmis með- al þeirra sýkla, sem valda bráðri miðeyrabólgu (6,8,12,17-22).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.