Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 38

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 38
750 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 fjallað um, ef sambærilegum útilokunarreglum vegna þyngdar væri beitt. Það er ljóst að skjaldkirtill í Islendingum hefur stækkað mikið síðustu áratugi. Baldur Johnsen veltir nokkuð fyrir sér orsökum stækkunar skjaldkirtils í íslendingum og ræðir einkum þrjá þætti; breytingu á neyslu joðríkrar fæðu, breytingu á hæð og þyngd hjá þjóðinni og annars sem einkum tekur til kvenna svo sem barneignir og hormónalyf (3). Baldur bendir á að samkvæmt neyslukönnun hafi fiskneysla minnkað um 60-70% og ætla mætti að joðmagn fæðu hafi minnkað samsvar- andi en rannsókn Gunnars Sigurðssonar og Leifs Franzsonar frá 1985 sýnir að þrátt fyrir minnkandi joðinntöku í fiskmeti er mikið joð- innihald í fæðu íslendinga sem kemur fram í miklu joði í þvagútskilnaði. Telja þeir að rekja megi það til mikils joðmagns í íslenskri mjólk og þá líklega vegna fiskimjöls í kúafóðri (4). Baldur vísar í Potter (5) og segir „Almennt er reiknað með að stœrð skjöldungs sé ákveðið hlutfall af líkamshœð ogleða þyngd, sem ncest 0,046%“ (3). Baldur kannaði því hæðar- og þyngdarmælingar Guðmundar Hannessonar 1920-1929, Manneldisráðs 1939-1940 og Hjartaverndar 1967-1968 og 1968-1969. Þó að fram kæmi hæðar- og þyngdaraukning þá taldi hann það ekki skýra nema lítinn hluta þyngd- araukningar skjaldkirtils sem hann taldi vera 20-30% í körlum og konurn á tímabilinu 1967- 1978. Skýring á stækkun skjaldkirtils í íslending- um er ekki augljós og sjálfsagt margþætt. í rannsókninni sem hér er greint frá hefur ekki verið gerð tilraun til þess að meta þessa þætti. Gerð var leit að hæðar- og þyngdarmælingum hinna látnu sem rannsókn þessi er byggð á, slíkar mælingar eru ekki hluti venjulegrar rétt- arkrufningar og leit hjá Hjartavernd bar ekki árangur. HEIMILDIR 1. Johnston TB. Grays Anatomy. 31st ed. London: Long- mans, 1954. 2. Sigurjónsson J. Studies of the human thyroid in Iceland (dissertation). Reykjavík, 1940. 3. Johnsen B. Þyngd skjöldungs í íslendingum. Læknablað- ið 1986; 72: 300-6. 4. Sigurðsson G, Franzson L. Joðútskilnaður í þvagi ís- lenskra karla og kvenna. Læknablaðið 1988; 74: 179-81. 5. Potter L, Craig JM. Pathology of the foetus and infant. London, 1976: 21. Cited in Johnsen B (3).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.