Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 47

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 755 Samþykktir aðalfundar Læknafélags íslands 1997 i Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi ályktar að: 1) Læknadeild HÍ tryggi nú þegar að kennsla í stjórnun verði fastur liður í grunn- menntun læknanema við HI. 2) Stjórnir sjúkrastofnana skipuleggi námskeið í stjórn- un fyrir lækna á kandídats- ári. 3) Fræðslustofnun LÍ verði fal- ið að skipuleggja stjórnunar- námskeið fyrir starfandi lækna. 4) Stjórn LÍ láti kanna hverjar kröfur ber að gera um stjórn- unarmenntun þeirra lækna sem í framtíðinni munu gegna stjórnunarstöðum í heilbrigðiskerfinu. II Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi skorar á yfirvöld heilbrigðis- og menntamála að tryggja betur framhaldsmenntun íslenskra lækna og að mótuð verði stefna varðandi framhaldsnám lækna, það eflt á íslandi og komið á föstu samstarfi við ákveðin há- skólasjúkrahús erlendis. Sérstaklega mikilvægt er nú, vegna breyttra aðstæðna, að tryggja aðgengi íslenskra lækna að sérfræðinámi í Bandaríkjun- um. Fundurinn felur stjórn LI að beita sér fyrir því að komið verði á samningaviðræðum milli íslenskra og bandarískra yfir- valda heilbrigðis- og mennta- mála til að leysa þetta brýna vandamál. III Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi hvetur læknadeild Háskóla Is- lands til að leggja aukna áherslu á verklega þjálfun læknisefna innan sem utan sjúkrahúsa. IV Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fjársveltis læknadeildar Háskóla Islands. V Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi tel- ur sérfræðiþjálfun íslenskra lækna vera nám og hvetur Lána- sjóð íslenskra námsmanna til að endurskoða afstöðu sína varð- andi lánshæfi sérnáms íslenskra lækna. VI Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 íBorgarnesi fel- ur stjórn félagsins að mynda samstarfshóp sem hefur það hlutverk að skipuleggja og koma á fót stuðningsneti fyrir lækna í vanda. VH Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september í Borgarnesi vekur athygli á þeirri uggvænlegu staðreynd að kjarasamningar allra lækna eru í uppnámi. Mikill seinagangur í viðræð- um og tafir á afgreiðslu kjara- nefndar valda atgervisflótta, bæði af landsbyggðinni og til út- landa. Fundurinn leggur áherslu á kröfu lausráðinna sjúkrahús- lækna um verulega hækkun grunnlauna. Nauðsynlegt er einnig að setja skorður við óhóf- lega löngum vinnutíma lækna. VIII Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi ályktar að fela stjórn LÍ að láta gera heildarathugun á skipulagi vinnutíma, tekjuþróun, ævi- tekjum og vinnuaðstöðu lækna, sem kynnt verði á kjaramála- ráðstefnu. IX Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi lýsir yfir áhyggjum sínum af slæmum framtíðarhorfum varð- andi nýliðun skurðlækna á Is- landi. Orsakir þessa eru slæm starfskjör, vinnuaðstaða og af- skiptaleysi heilbrigðisyfirvalda. Fundurinn beinir eindregið þeim tilmælum til ráðamanna að gerðar verði tafarlausar úr- bætur sem forði atgervisflótta úr greininni. Það er einnig áhyggjuefni að starfsævi skurð- lækna er stutt og mun styttast.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.