Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 755 Samþykktir aðalfundar Læknafélags íslands 1997 i Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi ályktar að: 1) Læknadeild HÍ tryggi nú þegar að kennsla í stjórnun verði fastur liður í grunn- menntun læknanema við HI. 2) Stjórnir sjúkrastofnana skipuleggi námskeið í stjórn- un fyrir lækna á kandídats- ári. 3) Fræðslustofnun LÍ verði fal- ið að skipuleggja stjórnunar- námskeið fyrir starfandi lækna. 4) Stjórn LÍ láti kanna hverjar kröfur ber að gera um stjórn- unarmenntun þeirra lækna sem í framtíðinni munu gegna stjórnunarstöðum í heilbrigðiskerfinu. II Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi skorar á yfirvöld heilbrigðis- og menntamála að tryggja betur framhaldsmenntun íslenskra lækna og að mótuð verði stefna varðandi framhaldsnám lækna, það eflt á íslandi og komið á föstu samstarfi við ákveðin há- skólasjúkrahús erlendis. Sérstaklega mikilvægt er nú, vegna breyttra aðstæðna, að tryggja aðgengi íslenskra lækna að sérfræðinámi í Bandaríkjun- um. Fundurinn felur stjórn LI að beita sér fyrir því að komið verði á samningaviðræðum milli íslenskra og bandarískra yfir- valda heilbrigðis- og mennta- mála til að leysa þetta brýna vandamál. III Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi hvetur læknadeild Háskóla Is- lands til að leggja aukna áherslu á verklega þjálfun læknisefna innan sem utan sjúkrahúsa. IV Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fjársveltis læknadeildar Háskóla Islands. V Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi tel- ur sérfræðiþjálfun íslenskra lækna vera nám og hvetur Lána- sjóð íslenskra námsmanna til að endurskoða afstöðu sína varð- andi lánshæfi sérnáms íslenskra lækna. VI Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 íBorgarnesi fel- ur stjórn félagsins að mynda samstarfshóp sem hefur það hlutverk að skipuleggja og koma á fót stuðningsneti fyrir lækna í vanda. VH Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september í Borgarnesi vekur athygli á þeirri uggvænlegu staðreynd að kjarasamningar allra lækna eru í uppnámi. Mikill seinagangur í viðræð- um og tafir á afgreiðslu kjara- nefndar valda atgervisflótta, bæði af landsbyggðinni og til út- landa. Fundurinn leggur áherslu á kröfu lausráðinna sjúkrahús- lækna um verulega hækkun grunnlauna. Nauðsynlegt er einnig að setja skorður við óhóf- lega löngum vinnutíma lækna. VIII Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi ályktar að fela stjórn LÍ að láta gera heildarathugun á skipulagi vinnutíma, tekjuþróun, ævi- tekjum og vinnuaðstöðu lækna, sem kynnt verði á kjaramála- ráðstefnu. IX Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi lýsir yfir áhyggjum sínum af slæmum framtíðarhorfum varð- andi nýliðun skurðlækna á Is- landi. Orsakir þessa eru slæm starfskjör, vinnuaðstaða og af- skiptaleysi heilbrigðisyfirvalda. Fundurinn beinir eindregið þeim tilmælum til ráðamanna að gerðar verði tafarlausar úr- bætur sem forði atgervisflótta úr greininni. Það er einnig áhyggjuefni að starfsævi skurð- lækna er stutt og mun styttast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.