Læknablaðið - 15.11.1997, Side 51
LÆKN ABLAÐIÐ 1997; 83
759
Unglæknar á aðalfundi LÍ. Frá vinstri Guðrún Bragadóttir, Stein-
gerður A. Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Tryggvi
Helgason, Helgi H. Helgason, Þórhallur Agústsson og Anna Gunn-
arsdóttir. Ljósm.: Lbl.
mánuði eins og Guðrún gerði
fyrr á þessu ári segir hún ekki
mikið þrek eftir til að takast á
við krefjandi störf, hvað þá að
sinna fjölskyldu og frístundum.
„í Reykjavík eru til svona lang-
ar vaktir, til dæmis á barna-
deild, en yfirleitt eru vaktir þar
ekki lengri en 26 tíma.“
Guðrún segir að fyrir ríflega
tveimur árum hafi verið farið að
ræða nauðsynlegar úrbætur í
samræmi við EES-tilskipunina.
Viðbrögð hafa engin orðið og
langlundargeðið er einfaldlega
þrotið. „Eftirl. desember næst-
komandi munu unglæknar ekki
vinna lengri vinnudag en EES-
tilskipunin segir til um, það er
48 stunda vinnuvika, vaktir fara
ekki yfir 16 tíma og 11 tíma hvfld
verður eftir vaktir, þetta eru
mikilvægustu atriðin. Við gáf-
um stjórnendum spítalanna og
heilbrigðisyfirvöldum tveggja
mánaða frest til að uppfylla
þessi skilyrði, við buðum einnig
fram okkar aðstoð til að skipu-
lagsbreytingar næðu fram að
ganga. Nú er mánuður liðinn án
þess að nokkuð hafi gerst. Að
vísu hafa einstaka sviðsstjórar
rætt við deildarlækna, en ég
sakna viðbragða frá ráðu-
neytinu. Spítalarnir geta ekki
leyst þetta mál einhliða og heil-
brigðisyfirvöld verða að grípa
• _ ' u
mn í.
„Álag á spítölunum er ekki
nýtilkomið“ segir Guðrún „en
með þeim niðurskurði sem átt
hefur sér stað inni á sjúkrastofn-
unum hefur það aukist til muna.
Starfsfólki hefur fækkað, veik-
ari sjúklingar eru lagðir inn,
hraðinn er meiri og kröfur hafa
aukist, þó svo að vaktir séu jafn-
langar.“
Unglæknar hafa ítrekað bent
á, og reyndar ekki einungis ung-
læknar, að vinnumarkaður
heimsins hefur skroppið saman
og það er átaksminni ákvörðun
en oftast áður að flytjast búferl-
um til annarra landa. Koma
unglæknar til með að hverfa úr
landi, alfarnir?
„Verði engar úrbætur í þess-
um málum get ég ekki séð að
margir verði eftir. Undanfarið
hafa streymt til okkar gylliboð
frá Noregi og víðar og unglækn-
ar væru einfaldlega kjánar ef
þeir skoðuðu tilboðin ekki af al-
vöru. Við verðum að sjá
ákveðnar úrbætur varðandi
vinnutíma, álag og grunnlaun
og við viljum hafa möguleika til
einkalífs“, segir Guðrún. „En
við viljum ekki síður sjá bætta
starfsaðstöðu á spítölunum og
sjá í verki heildstæða stefnu í
heilbrigðismálum án þeirra
sviptivinda sem brostið hafa á
árlega.“
-bþ-
Minning
Svo fenguð þið hvíld og hinn blíðasta blund.
Búnir að lækna og gleðja.
Mörg er í geymdinni stórbrotin stund.
Starfsbræður allir kveðja.
Og minningabrot um hvern fagnaðarfund
fylgja nú sendingu vorri,
með djúpri þökk fyrir drengskaparlund,
Daníel, Ólafur, Snorri.
Brynjólfur Ingvarsson, júlí 1997