Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 51

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 51
LÆKN ABLAÐIÐ 1997; 83 759 Unglæknar á aðalfundi LÍ. Frá vinstri Guðrún Bragadóttir, Stein- gerður A. Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Tryggvi Helgason, Helgi H. Helgason, Þórhallur Agústsson og Anna Gunn- arsdóttir. Ljósm.: Lbl. mánuði eins og Guðrún gerði fyrr á þessu ári segir hún ekki mikið þrek eftir til að takast á við krefjandi störf, hvað þá að sinna fjölskyldu og frístundum. „í Reykjavík eru til svona lang- ar vaktir, til dæmis á barna- deild, en yfirleitt eru vaktir þar ekki lengri en 26 tíma.“ Guðrún segir að fyrir ríflega tveimur árum hafi verið farið að ræða nauðsynlegar úrbætur í samræmi við EES-tilskipunina. Viðbrögð hafa engin orðið og langlundargeðið er einfaldlega þrotið. „Eftirl. desember næst- komandi munu unglæknar ekki vinna lengri vinnudag en EES- tilskipunin segir til um, það er 48 stunda vinnuvika, vaktir fara ekki yfir 16 tíma og 11 tíma hvfld verður eftir vaktir, þetta eru mikilvægustu atriðin. Við gáf- um stjórnendum spítalanna og heilbrigðisyfirvöldum tveggja mánaða frest til að uppfylla þessi skilyrði, við buðum einnig fram okkar aðstoð til að skipu- lagsbreytingar næðu fram að ganga. Nú er mánuður liðinn án þess að nokkuð hafi gerst. Að vísu hafa einstaka sviðsstjórar rætt við deildarlækna, en ég sakna viðbragða frá ráðu- neytinu. Spítalarnir geta ekki leyst þetta mál einhliða og heil- brigðisyfirvöld verða að grípa • _ ' u mn í. „Álag á spítölunum er ekki nýtilkomið“ segir Guðrún „en með þeim niðurskurði sem átt hefur sér stað inni á sjúkrastofn- unum hefur það aukist til muna. Starfsfólki hefur fækkað, veik- ari sjúklingar eru lagðir inn, hraðinn er meiri og kröfur hafa aukist, þó svo að vaktir séu jafn- langar.“ Unglæknar hafa ítrekað bent á, og reyndar ekki einungis ung- læknar, að vinnumarkaður heimsins hefur skroppið saman og það er átaksminni ákvörðun en oftast áður að flytjast búferl- um til annarra landa. Koma unglæknar til með að hverfa úr landi, alfarnir? „Verði engar úrbætur í þess- um málum get ég ekki séð að margir verði eftir. Undanfarið hafa streymt til okkar gylliboð frá Noregi og víðar og unglækn- ar væru einfaldlega kjánar ef þeir skoðuðu tilboðin ekki af al- vöru. Við verðum að sjá ákveðnar úrbætur varðandi vinnutíma, álag og grunnlaun og við viljum hafa möguleika til einkalífs“, segir Guðrún. „En við viljum ekki síður sjá bætta starfsaðstöðu á spítölunum og sjá í verki heildstæða stefnu í heilbrigðismálum án þeirra sviptivinda sem brostið hafa á árlega.“ -bþ- Minning Svo fenguð þið hvíld og hinn blíðasta blund. Búnir að lækna og gleðja. Mörg er í geymdinni stórbrotin stund. Starfsbræður allir kveðja. Og minningabrot um hvern fagnaðarfund fylgja nú sendingu vorri, með djúpri þökk fyrir drengskaparlund, Daníel, Ólafur, Snorri. Brynjólfur Ingvarsson, júlí 1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.