Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 54
762 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Sameining sjúkrahúsa Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur Dregið getur úr þjónustuvilja ef stofnunin verður aðeins ein Áfram verður haldið að fjalla um þá framtíðarsýn sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrannabæjum sem fram kom í skýrslu VSÓ og Ernst og Young í ágúst. Leitað verður að þessu sinni álits formanna læknaráða Sjúkra- húss Reykjavíkur og Landspítalans svo og lækninga- forstjóra spítalanna. Jóhannes Gunnarsson lækn- ingaforstjóri Sjúkrahúss Reykja- víkur var spurður hvaða helstu kosti og galla hann sæi við hugs- anlega sameiningu Landspítal- ans og Sjúkrahúss Reykjavíkur ásamt sjúkrahúsununi fjórum í nágrenni Reykjavíkur. „Meðal kostanna við það að hafa einn spítala er að dreifa ekki minnstu sérgreinunum og að fagleg þekking nýtist betur. Þetta á við allra minnstu sér- greinarnar eins og handaskurð- lækningar og augnlækningar svo dæmi séu tekin. Þetta á einnig við það sem er dýrast í sjúkrahúsrekstrinum svo sem hjartaskurðlækningar eða slysa- deild. Það þarf samt sem áður ekki endilega að sameina spítal- ana til að ná þessum kostum, það væri áreiðanlega hægt með núverandi verkaskiptingu og nánari útfærslu á henni. Gallarnir eru hins vegar margir að mínu viti. Ein stofnun sem þessi yrði mjög stór, ekki bara á íslenskan mælikvarða, og því myndu fylgja allir ókostir stærðarinnar hvað varðar til dæmis alla stjórnun. Ég held líka að sameining sem þessi sé vart framkvæmanleg nema að allt verði undir sama þaki.“ Jóhannes segir að ýmis al- menn atriði mæli gegn því að aðeins eitt sjúkrahús sinni nán- ast öllum landsmönnum, þar gildi sömu lögmál og í ýmsum öðrum starfsgreinum: „Menn þekkja dæmi úr verslun, þjón- ustu og samgöngum að þar sem aðilar eru einir í sinni grein er hætta á að dragi úr þjónustu- vilja. Ég tel að þessi lögmál gildi ekki síður í sjúkrahúsþjónustu og að hætta verði á að ekki tak- ist að bjóða eins góða þjónustu ef þessi eini stóri spítali verður ríkjandi. Þetta drepur einnig niður fagleg skoðanaskipti og þann áherslumun sem alltaf er milli spítala. Ég minni á að þegar geðdeild var stofnuð við Borgarspítalann var allmikill áherslumunur, stefnulegur munur, milli geðdeildanna sem þá voru og verði spítalinn einn er hætta á faglegri einhæfni.“ Lækningaforstjórinn bendir líka á að þessi galli geti bæði komið niður á sjúklingum og starfsfólki: „Ef kemur til árekstra eða ágreinings milli sjúklings og lækna og annarra sem veita honum meðferð, eins og má alltaf búast við og er í hæsta máta eðlilegt, á sjúkling- urinn naumast nokkra undan- komuleið. Hann getur ekki far- ið á annan hliðstæðan spítala og leitað meðferðar þar - sá réttur hefur verið tekinn af honum. Það sama á við starfsfólk ef það lendir upp á kant við yfirstjórn- ina eða hefur aðrar grundvall- arskoðanir á starfinu á deildinni sinni og vill flytja sig til í starfi, þá er varla annað að gera en flytjast til útlanda.“ Verður að fá almennan stuðning Jóhannes Gunnarsson segir að hugmynd um sameiningu sem þessa verði að fá mjög breiðan og almennan stuðning eigi hún að geta náð fram að ganga. Hann segir að bent hafi verið á að auðveldara geti verið að stunda fræðilegar rannsóknir ef allt væri undir sama hatti en líka megi benda á að til dæmis tíðkist það víða erlendis að há- skólar semji við fleiri en einn og fleiri en tvo spítala um kennslu og rannsóknir og það hafi verið gert hér. Sjúkrahús Reykjavík- ur hafi ekki síður sinnt kennslu- skyldu en Landspítalinn. „En þessi mál verður að skoða rækilega ofan í kjölinn bæði fjárhagslega og faglega. Það þarf að vega og meta kosti og galla við báðar hugmyndir, eitt eða tvö stór sjúkrahús, og mér finnst vanta í skýrslu VSO og Ernst og Young að athugað- ar séu allar hliðar málsins áður en niðurstaðan er fengin og að ekki hafi verið gerðar allar þær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.