Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 57

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 765 Tryggvi Ásmundsson formaður læknaráðs Landspítalans Verkinu verði haldið áfram en ég gagnrýni vinnubrögðin við skýrsluna „Við höfum kannski fyrst og fremst gagnrýnt vinnubrögðin við samantekt skýrslunnar og erum í rauninni ekki tilbúin að segja af eða á um sameiningu sjúkrahúsanna sem slíka. Til þess vantar meiri upplýsingar um hvernig standa ætti að verk- inu,“ sagði Tryggvi Ásmunds- son formaður læknaráðs Land- spítalans. „Þetta er upphafið og við telj- um rétt að halda þessu verki áfram," sagði Tryggvi ennfrem- ur og vísaði til sameiginlegrar yfirlýsingar stjórna læknaráða og starfsmannaráða Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans. Þar segir meðal annars að for- sendur fyrir sparnaði séu reistar á veikum grunni. „Okkur finnst líka of mikið einblínt á sparnað og minna litið á faglegu rökin og segjum í yfirlýsingu okkar að ekki sé tilraun gerð til að meta þá miklu vinnu sem fari í vís- indastörf og kennslu á sjúkra- húsunum. Það getur verið dýrt að spara í þeim efnum.“ í yfirlýsingunni segir einnig að auður sjúkrahúsanna felist að mestu leyti í þjálfuðu starfs- fólki og því þurfi að skapa við- unandi aðstöðu og gífurleg þrengsli og skortur á vinnuað- stöðu standi báðum sjúkrahús- unum fyrir þrifum. „Það fer í taugarnar á öllu starfsfólki, ekki aðeins læknum, að meðal nið- urstaðna skýrslunnar skuli vera hugmynd um fækkun um 500 störf og þótt skýrsluhöfundar hafi kannski eitthvað dregið í land með þetta álit eftir á þá vekja þessar óraunhæfu hug- myndir pirring og mönnum finnst ekki faglega að verki staðið." Tryggvi segir einnig að miðað við hvernig staðið hafi verið að sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala sé fordæmið ekki gott, ekki hafi verið staðið við nærri allt sem þar var lofað af ráðamönnum. „Og ég vil undirstrika sér- staklega þetta með starfsað- stöðuna og þrengslin. Þegar menn hafa starfað lengi við svo erfiðar aðstæður þá viljum við fá að sjá úrbætur í verki áður en hægt er að sannfæra okkur um hvað sé raunhæft í sameiningar- hugmyndum.“ -jt- þessu. Við getum bara tekið röntgendeildir sem dæmi. A sviði röntgenlækninga er sífellt að koma fram sérhæfðari tækni með sérhæfðari tækjum sem menn þurfa að geta nýtt sér. Til að standa undir vaxandi sérhæf- ingu þarf stórar einingar. Fyrir 20 árum kunni einn og sami læknirinn flest sem þurfti að vinna á röntgendeild en í dag er það útilokað. Tæki eru líka dýr og því mikilvægt að geta nýtt þau mun meira en unnt er af einum spítala í dag. Það er vax- andi sérhæfing í öllum greinum læknisfræðinnar og til þess að fylgjast með og geta fengið sér- fræðinga í framtíðinni til að starfa hér á landi verðum við að vinna sem ein heild. Ég tel líka að þótt sérhæfing spítalanna verði aukin og hægt að koma því svo fyrir að til dæmis taugalækningadeild yrði aðeins á öðrum þeirra þá þyrfti hinn spítalinn samt sem áður að hafa þjónustu taugalækna eða leita ráðgjafar hins spítalans. Reynslan er einfaldlega sú að slík ráðgjöf milli spítalanna gengur ekki nógu vel.“ Lækningaforstjórinn telur líka að fjárhagslegan ávinning megi hafa af sameiningu spítal- anna: „Þar á ég við hluti eins og tölvudeildir, innkaup, birgða- hald og tæknideildir. Með sífellt viðameiri tækjabúnaði vex þörf- in fyrir viðhalds- og viðgerðar- þjónustu sem krefst mikillar sérhæfingar tæknimanna. Sam- eining á því sviði mun auka gæði og styrkja þjónustuna.“ Og ekki hefur Þorvaldur Veigar áhyggjur af því að erfitt verði að koma sameiningu við þótt ekki verði öll starfsemin undir einu og sama þakinu. „Ég teldi best ef hægt væri að byggja nýjan spítala en er jafnframt þeirrar skoðunar að hægt sé að sameina við núverandi húsakost og ná fram bættu skipulagi og breyttu fyrirkomulagi á ýmsum sviðum. Akvörðun um samein- ingu verður alltaf pólitísk en það sem vantar á nú er að ræða nánar hvernig hún getur gengið fyrir sig og taka ákvörðun í framhaldi af því.“ -jt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.