Læknablaðið - 15.11.1997, Side 58
766
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Torfí Magnússon formaður læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur
Óráð að sameina sjúkrahús nema að
undangenginni rækilegri úttekt
í athugasemdum læknaráðs
Sjúkrahúss Reykjavíkur um
skipulagsathugun á sjúkrahús-
unum segir meðal annars að
ráðið hafi gert sér vonir um að
úttekt, mat á valkostum og til-
lögugerð sem VSÓ var í upphafi
falið að framkvæma yrði vel
unnið og stutt rökum. Sú hafi
hins vegar ekki orðið raunin.
Torfi Magnússon, formaður
læknaráðs, er spurður nánara
álits á VSÓ-skýrsIunni:
„Ég tel að þessi ómarkvissu
vinnubrögð við gerð skýrslunn-
ar hafi komið sjúkrahúsarekstri
í Reykjavík í uppnám og að
nauðsynlegt sé að leiða umræð-
una til lykta ef ekki á að hljótast
skaði af. Umræðan nú er í raun
hin sama og verið hefur síðustu
20 árin. Settar eru fram hug-
myndir um sameiningu sjúkra-
húsanna en ekkert fjallað um
það hvernig sú sameining gæti
orðið,“ segir Torfi.
Hann sagði það álit meiri-
hluta lækna á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur að sameining sé
óráð nema að undangenginni
rækilegri úttekt. „Ég tel að eigi
að sameina sjúkrahúsin í
Reykjavík verði að sameina
meginhluta starfseminnar undir
sama þaki og það er erfitt að sjá
hvernig hægt er að skipta bráða-
starfseminni milli staða nema
með talsverðri tvöföldun ann-
arra deild. í raun eru tveir val-
kostir fyrir hendi. Annars vegar
áframhaldandi uppbygging
tveggja sjúkrahúsa í Reykjavík
og hins vegar sameining sem
grundvallast á uppbyggingu
sameinaðs sjúkrahúss með meg-
inþunga starfseminnar á einum
stað.“
í athugasemdum sem lækna-
ráð gerði við skýrslu VSÓ eru
settir fram nokkrir valkostir
sem skoða þarf, svo sem:
a) Áframhaldandi samvinna
sjúkrahúsanna í Reykjavík en
aðskilinn rekstur þeirra eins og
verið hefur.
b) Sameining sjúkrahúsanna
í Reykjavík.
c) Sameining einhverra
sjúkrahúsa á Suðvesturlandi án
þess að þau verði öll sameinuð
undir eina stjórn.
d) Pátttaka læknadeildar Há-
skóla íslands í stjórnun sjúkra-
húsanna í Reykjavík eða allra
sjúkrahúsanna á Suðvestur-
landi.
Setja verður fram
nákvæma áætlun
„Áður en sameiningarferli
hefst verður að liggja fyrir ná-
kvæm áætlun um hvernig hugs-
anleg sameining getur orðið,“
segir Torfi ennfremur. „Það var
gert áður en ákvörðun var tekin
um sameiningu Landakotsspít-
ala og Borgarspítala og þær
áætlanir hafa sýnt sig vera ná-
lægt lagi. Margan vanda Sjúkra-
húss Reykjavíkur nú má hins
vegar rekja til þess að ekki var
staðið við nauðsynlegar fjár-
veitingar sem áætlanirnar gerðu
ráð fyrir. Breytingarnar höfðu
til dæmis í för með sér mikinn
tilflutning á starfsfólki og var
ráðgert að reisa sérstaka skrif-
stofubyggingu sem átti að kosta
kringum 250 milljónir króna.
Við töldum liggja fyrir sam-
komulag um að fjárveitingar
fengjust til verksins og treystum
því þrátt fyrir að ekki lægju fyrir
skriflegir samningar. Ekkert fé
hefur enn verið ætlað til þessar-
ar byggingar og hún hefur því
ekki risið enn og það háir starf-
semi sjúkrahússins mjög. Það er
því mjög áríðandi að menn leggi
svona hugmyndir vel niður fyrir
sér áður en ákvarðanir eru tekn-
ar og að skriflegt samkomulag,
meðal annars um fjárveitingar,
liggi fyrir áður en framkvæmdir
hefjast."
Torfi minnir einnig á sameig-
inlega yfirlýsingu læknaráða og
starfsmannaráða Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Landspítalans
vegna VSÓ skýrslunnar en þar
segir meðal annars, að forsend-
ur um sparnað séu reistar á
veikum grunni, bornir séu sam-
an ólíkir hlutir og ekki sé gerð
tilraun til að meta þá vinnu sem
fari í vísindastörf og kennslu. Þá
segir að sameining kunni að
leiða til sparnaðar í framtíðinni
en hún skili ekki ávinningi nema
fjármunum sé í upphafi varið til
nauðsynlegra breytinga.
„Stjórn læknaráðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur er sammála um að
rétt sé að kanna nú samstarf
Reykjavíkursjúkrahúsanna ræki-
lega og læknaráðið er tilbúið að
taka fullan þátt í þeirri um-
ræðu,“ segir Torfi Magnússon
að lokum.
-jt-