Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 58
766 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Torfí Magnússon formaður læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur Óráð að sameina sjúkrahús nema að undangenginni rækilegri úttekt í athugasemdum læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur um skipulagsathugun á sjúkrahús- unum segir meðal annars að ráðið hafi gert sér vonir um að úttekt, mat á valkostum og til- lögugerð sem VSÓ var í upphafi falið að framkvæma yrði vel unnið og stutt rökum. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Torfi Magnússon, formaður læknaráðs, er spurður nánara álits á VSÓ-skýrsIunni: „Ég tel að þessi ómarkvissu vinnubrögð við gerð skýrslunn- ar hafi komið sjúkrahúsarekstri í Reykjavík í uppnám og að nauðsynlegt sé að leiða umræð- una til lykta ef ekki á að hljótast skaði af. Umræðan nú er í raun hin sama og verið hefur síðustu 20 árin. Settar eru fram hug- myndir um sameiningu sjúkra- húsanna en ekkert fjallað um það hvernig sú sameining gæti orðið,“ segir Torfi. Hann sagði það álit meiri- hluta lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að sameining sé óráð nema að undangenginni rækilegri úttekt. „Ég tel að eigi að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík verði að sameina meginhluta starfseminnar undir sama þaki og það er erfitt að sjá hvernig hægt er að skipta bráða- starfseminni milli staða nema með talsverðri tvöföldun ann- arra deild. í raun eru tveir val- kostir fyrir hendi. Annars vegar áframhaldandi uppbygging tveggja sjúkrahúsa í Reykjavík og hins vegar sameining sem grundvallast á uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss með meg- inþunga starfseminnar á einum stað.“ í athugasemdum sem lækna- ráð gerði við skýrslu VSÓ eru settir fram nokkrir valkostir sem skoða þarf, svo sem: a) Áframhaldandi samvinna sjúkrahúsanna í Reykjavík en aðskilinn rekstur þeirra eins og verið hefur. b) Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík. c) Sameining einhverra sjúkrahúsa á Suðvesturlandi án þess að þau verði öll sameinuð undir eina stjórn. d) Pátttaka læknadeildar Há- skóla íslands í stjórnun sjúkra- húsanna í Reykjavík eða allra sjúkrahúsanna á Suðvestur- landi. Setja verður fram nákvæma áætlun „Áður en sameiningarferli hefst verður að liggja fyrir ná- kvæm áætlun um hvernig hugs- anleg sameining getur orðið,“ segir Torfi ennfremur. „Það var gert áður en ákvörðun var tekin um sameiningu Landakotsspít- ala og Borgarspítala og þær áætlanir hafa sýnt sig vera ná- lægt lagi. Margan vanda Sjúkra- húss Reykjavíkur nú má hins vegar rekja til þess að ekki var staðið við nauðsynlegar fjár- veitingar sem áætlanirnar gerðu ráð fyrir. Breytingarnar höfðu til dæmis í för með sér mikinn tilflutning á starfsfólki og var ráðgert að reisa sérstaka skrif- stofubyggingu sem átti að kosta kringum 250 milljónir króna. Við töldum liggja fyrir sam- komulag um að fjárveitingar fengjust til verksins og treystum því þrátt fyrir að ekki lægju fyrir skriflegir samningar. Ekkert fé hefur enn verið ætlað til þessar- ar byggingar og hún hefur því ekki risið enn og það háir starf- semi sjúkrahússins mjög. Það er því mjög áríðandi að menn leggi svona hugmyndir vel niður fyrir sér áður en ákvarðanir eru tekn- ar og að skriflegt samkomulag, meðal annars um fjárveitingar, liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast." Torfi minnir einnig á sameig- inlega yfirlýsingu læknaráða og starfsmannaráða Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans vegna VSÓ skýrslunnar en þar segir meðal annars, að forsend- ur um sparnað séu reistar á veikum grunni, bornir séu sam- an ólíkir hlutir og ekki sé gerð tilraun til að meta þá vinnu sem fari í vísindastörf og kennslu. Þá segir að sameining kunni að leiða til sparnaðar í framtíðinni en hún skili ekki ávinningi nema fjármunum sé í upphafi varið til nauðsynlegra breytinga. „Stjórn læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur er sammála um að rétt sé að kanna nú samstarf Reykjavíkursjúkrahúsanna ræki- lega og læknaráðið er tilbúið að taka fullan þátt í þeirri um- ræðu,“ segir Torfi Magnússon að lokum. -jt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.