Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 67

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 773 hagvaxtarins eru miklar fram- kvæmdir í höfuðborginni en gagnrýnisraddir segja uppbygg- inguna alltof öra. Þeir óttast að gamli bærinn í Tallinn hverfi í skugga háhýsa og neonljósa framtíðarinnar. Þá óttast þeir að Eistlendingar gleymi arfleifð sinni, tapi auðkennum sfnum og nýfengnu sjálfstæði með því að selja sig menningu hins vest- ræna heims. Eitt fyrsta merki þess er nýlegur McDonald’s veitingastaður í gamla bænum. Auðkenni Tallinn er gamli bærinn en hann hefur yfir sér ævintýralegan blæ evrópskra miðaldarbæja. Einkennandi eru aldagömul steinhús með rauð leirplötuþök, steinlögð öng- stræti, háar og lágar turnspírur, gamlar steinkirkjur og höll með virkisvegg sem enn afmarkar gamla bæinn að hluta. PWG ráðstefna Ráðstefnan fór fram á 26 hæða glæsihóteli með útsýni yfir höfnina og gamla bæinn. Þegar við komum seint um kvöld voru nokkrir ráðstefnugestir komnir og kynnti Páll mig fyrir fulltrú- um helstu vinaþjóða okkar og forkólfum Evrópusamtakanna. Samkoman fór vel af stað en þar voru litríkir fulltrúar Danmerk- ur og Bretlands áberandi. Tók- um við Páll þegar þátt í gleðinni með því að skipta með okkur einum öl. Fimmtudagurinn 1. maí Um morguninn hófst ráð- stefnan fyrir alvöru með vinnu- fundum nefnda. Lunginn úr deginum fór í fund nefndar um „future medical work“ sem er stefnumótunarvinna á vegum samtakanna um allt sem við- kemur læknisstarfinu sjálfu. í stefnumótunargrein nefndar- innar segir að til að bæta núver- andi ástand, sem í sumum aðild- arlöndum er slæmt, verði að endurskoða læknisstarfið í heild sinni. Hér á eftir fjalla ég laus- lega um stefnu samtakanna en hún verður tekin til ítarlegri umfjöllunar að lokinni ráð- stefnu um „future medical work“ sem haldin var í Köln í október 1997. í stefnunni er fyrst lögð áhersla á að skilgreina læknis- vinnu og aðgreina hana frá öðr- um störfum sem oft lenda á ung- um læknum. Þá greina þeir hvernig vinnu lækna skuli hátt- að í framtíðinni með áherslu annars vegar á samband læknis og sjúklings og samfellu þess en hins vegar á tengsl læknis við framhaldsmenntun, símenntun og rannsóknir. Þá er lögð áhersla á starfsumhverfi, starfs- anda, samskipti lækna og stuðn- ing þeirra á milli. í öðru lagi er fjallað um skipulagningu daglegra verk- efna, gæðaeftirlits þeirra, sam- bland daglegrar vinnu við kennslu læknanema og eigin fræðslu auk skipulagningar fræðslufunda og starfsmanna- funda þannig að þeir falli sem best að vinnu læknisins. Vaktavinna lækna er þriðja umfjöllunarefnið en það tekur sérstaklega til mismunandi skil- greininga á vakt (on-call work). Þá er fjallað um skipulagningu vaktavinnunnar sjálfrar, það er að hafa hana markvissa en ekki láta hana ná yfir verkefni sem auðveldlega á að vera hægt að vinna í dagvinnu. Mikilvægi þessa liggur einnig í kennslu- gildi verkanna. Þá voru ýmsar leiðir ræddar varðandi þessa til- færslu, meðal annars bætt mönnun lækna síðdegis og bætt mönnun aðstoðarfólks allan sólarhringinn. Undirstrikað er mikilvægi gæða þjónustunnar og aðgengis að sérfræðingum allan sólahringinn. í fjórða lagi er lögð áhersla á að ná eðlilegri mönnun í lækna- stéttinni þannig að vinnutími lækna verði viðunandi. Því til grundvallar er lögð mannafla- spá samtakanna frá 1994 en stefnt er að endurnýjun hennar strax á næsta ári. I síðasta lagi eru niðurstöður teknar saman og ábendingar um úrbætur lagðar fram í tæpum 20 málsliðum. Eftir að stefnumótunin hafði verið yfirfarin og breytt var far- ið í skipulagningu ofangreindr- ar ráðstefnu um málefnið. Farið var yfir dagskrá ráðstefnunnar, fjárhagsáætlun og hverjum yrði boðið til þátttöku. í beinu framhaldi af ofan- greindum vinnufundi héldum við Páll á óformlegan fund nor- rænu unglæknasamtakanna til að undirbúa sameiginlegan fund í Osló í september 1997. Föstudagurinn 2. maí A föstudagsmorgun voru vinnufundir tveggja nefnda. Fyrst í framhaldsmenntunar- nefnd sem er enn að vinna úr niðurstöðum ráðstefnu um framhalds- og símenntun lækna (PMT og CME) sem haldin var fyrir tæpum tveimur árum. Síð- ari nefndarfundurinn fjallaði um samstarf og stöðu PWG inn- an Evrópusambandsins og stöðu Evrópusambandsmála. Helstu mál þar voru staða bresku stjórnarinnar með tilliti til komandi kosninga en þær gátu ráðið úrslitum um útgáfu sambandsins á svokallaðri hvít- bók (White paper) sem inni- heldur tilllögur að breytingu á vinnutímalöggjöf EES. Skemmst er frá því að segja að daginn eftir, 3 maí, gjörsigraði Verkamannaflokkurinn breska íhaldið og í framhaldi af því var lokið við hvítbókina og hún gef- in út 17. júlí 1997. Þar eru tillög- ur að breytingum á vinnutíma- löggjöfinni sem lúta að því að sem flestar starfsstéttir og þar á meðal læknar í sérþjálfun falli undir vinnutímalöggjöfina.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.