Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 70

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 70
776 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 ✓ Frá Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Islands Aðalfundur Svæfingalækna- félags íslands var haldinn 3. október síðastliðinn. Samþykkt var á fundinum að breyta nafni félagsins og heitir það nú Svæf- inga- og gjörgæslulæknafélag íslands. Norræna svæfingalæknafé- lagið (NAF) verður 50 ára 1999. Nú er einstaklingsbundin aðild að NAF. Á afmælinu er stefnt að því að sú breyting verði á aðild að meðlimir í norrænu svæfingalæknafélagi verði jafn- framt aðilar að NAF. Þessar breytingar voru samþykktar á aðalfundinum. Samsvarandi breytingar verða væntanlega samþykktar á hinum Norður- löndunum á næstu mánuðum. Umtalsverð breyting á stjórn- skipan og hlutverki NAF eru á döfinni. Aukið vægi verður lagt á menntunarmál, bæði endur- menntun og einnig framhalds- menntun. Ákveðið er að tveggja ára gjörgæslumenntun hefjist í byrjun næsta árs og munu íslendingar hafa rétt til að tilnefna tvo unga sérfræðinga til þessa náms. Nám þetta byggir á tillögum European Society of Intensive Care Medicine og lýk- ur með prófi. Núverandi aðal- ritari NAF er Þorsteinn Sv. Stefánsson. Framhalds- aðalfundur Framhaldsaðalfundur Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélags íslands verður haldinn miðvikudaginn 26. nóvember næstkomandi kl. 17:00 í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Sjúkrahótel við Bláa lónið Upphaf þess að menn fóru að skoða hugsanleg áhrif böðunar í Bláa lóninu á sóra er að árið 1981 gerðu sórasjúklingar til- raunir með að baða sig í lóninu og hafði það jákvæð áhrif á einkennin. Leiddi þessi árangur til þess að böð hófust í lóninu og skipulagðar rannsóknir hófust á lækningamætti þess. Rannsóknir undanfarin ár hafa einkum falist í að rannsaka áhrif böðunar í lóninu á sóra. Þessar rannsóknir hafa verið unnar af svokallaðri Bláalóns- nefnd heilbrigðisráðuneytisins. Göngudeild Göngudeild fyrir húðsjúk- linga við Bláa lónið var opnuð 1. janúar 1994. Síðan hafa hundr- uð íslenskra sjúklinga fengið þar meðferð við húðsjúkdóm- um, fyrst og fremst sóra. Einnig hefur nokkur fjöldi erlendra sjúklinga komið til meðferðar. Nýlega náðust samningar við færeysk heilbrigðisyfirvöld um að meðferð færeyskra sóra- sjúklinga fari fram við Bláa lón- ið. Við göngudeild fyrir húð- sjúklinga við Bláa lónið starfa húðsjúkdómalæknar og hjúkr- unarfræðingar auk aðstoðar- fólks. Rekstur sjúkrahótels Nýlega var endurnýjaður samningur við heilbrigðisyfir- völd um meðferð sóra- og ex- emsjúklinga við Bláa lónið. í honum er fólgin nýbreytni um rekstur sjúkrahótels fyrir þessa sjúklinga á Hótel Bláa lóninu. Að jafnaði verða fjögur rúm til ráðstöfunar fyrir sóra- og exem- sjúklinga. Allir læknar geta lagt inn beiðnir um vistun á sjúkrahót- eli. Þegar sjúklingur er útskrif- aður, er tilvísandi lækni send skýrsla um dvöl sjúklings og ár- angur meðferðar. Úr fréttatilkynningu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.