Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 12
602 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 og dánartíðni var skoðuð með aðhvarfsgrein- ingu (Poisson regression). Niðurstöður: Tíðni bráðaaðgerða og dánar- tíðni náði hámarki í hópum fæddum á fyrstu ár- um aldarinnar en var lægri hjá yngri og eldri fæðingarárgöngum. Tölfræðileg úrvinnsla sýndi marktæk áhrif fæðingarárganga (p<0,01) og engin áhrif tímabila á tíðnina. Ahrif fæð- ingarárganga fundust einnig í tíðni valaðgerða við ætisárum p<0,01, en tímabilsáhrif voru ríkjandi. íslendingar fæddir á fyrstu árum ald- arinnar báru með sér mjög háa tíðni ætisára í gegnum lífið og kom það fram í dauðsföllum, aðgerðum vegna fylgikvilla og valaðgerðunr við ætisárum. Hjá þessum fæðingarárgöngum mældist hæsta tíðni af H. pylori mótefnum í fyrri rannsókn. Þetta fólk upplifði á æskuárum búferlaflutninga úr dreifbýli í þéttbýli þar sem húsnæðisþrengsli og óhreinlæti stuðlaði að hárri tíðni H. pylori sýkinga. Inngangur Aukning og síðan minnkun á tíðni ætisára (ulcus pepticum) á 20. öldinni er enn ráðgáta, jafnvel þó skilningur á sjúkdómnum hafi aukist eftir að H. pylori sýkillinn fannst (1). Rann- sóknir á dánartíðni af völdum ætisára og tíðni rofsára (perforations) sýna mun milli fæðingar- árganga sem táknar að sumir fæðingarárgangar bera með sér áhættuþætti sjúkdómsins í gegn- um ævina (2-12). Það er hins vegar athyglisvert að dauðsföll og fylgikvillar af völdum ætisára koma aðeins fram hjá miklum minnihluta þeirra sem hafa sjúkdóminn. Þetta vekur spurningar um það hvort ætisár fylgi almennt ákveðnum fæðingarárgöngum, sem bendir til að sjúkdóm- urinn sé ákvarðaður á fyrstu árum ævinnar. Ef svo er þá er sérlega áhugavert að skoða hvaða þættir hafa verið ríkjandi á uppvaxtarárum hóp- anna sem eru í mestri hættu að fá sjúkdóminn. Til að reyna að finna svar við þessum spurn- ingum voru breytingar á tíðni ætisára skoðaðar á íslandi. ísland hentar mjög vel til faralds- fræðilegra rannsókna en landið var tiltölulega einangrað framan af öldinni og með vel skil- greint þýði. Heilbrigðisupplýsingar eru vel skráðar og varðveittar, einnig breytingar á þjóðfélagsháttum. Erfitt er að fá upplýsingar um ætisár í heild sinni, en ábendingar um breytingar á tíðni þeirra má fá með því að skoða fylgikvilla sem mælast í tíðni bráðaað- gerða, dánartíðni og svo valaðgerðir. Gögnin voru rannsökuð nteð tilliti til þess hvort ætisár kæmu fram oftar hjá ákveðnuin fæðingarár- göngum, eða hvort áhætta breyttist eftir tíma- bilum óháð fæðingarárum eins og áður hefur verið sýnt fram á með valaðgerðir (elective operations) (13,14). Rætt er um fæðingarár- gangaáhrif (cohort effect) þegar 10 ára árgang- ar bera með sér mismunandi tíðni sjúkdómsins í gegnum ævina og bendir það til að upplag sjúkdómsins ákvarðast af umhverfisþáttum á fyrstu árum ævinnar. Hins vegar er rætt um tímabilsáhrif (period effect) þegar utanaðkom- andi þættir hafa áhrif á ákveðnum tíma jafnt á alla árganga. Þetta bendir til að orsakaþættir séu meira tengdir tímabilum en árgöngum (15). Efniviður og aðferðir Gerð var skrá yfir alla einstaklinga sem fóru í eftirfarandi aðgerðir og var skráður aðgerðar- dagur, kyn og fæðingarár: 1. Bráðaaðgerðir vegna rofsára á tímabilinu 1962-1990. 2. Bráðaaðgerðir vegna blæðinga á tímabilinu 1971-1990. 3. Valgerðir vegna ætisára á tíma- bilinu 1971-1990. Greininga- og aðgerðaskrár á Landspítalan- um, Borgarspítala, Landakotsspítala og Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri voru skoðaðar. Alls voru skráðar 436 aðgerðir vegna rofsára, 178 vegna blæðinga og 863 vegna valaaðgerða. Upplýsingar um dánartíðni af völdum æti- sára fengust frá Hagstofu Islands. Dánartíðni af völdum rofsára og annarra ætisára var skráð fyrir tímabilið 1951-1989 og voru það alls 83 dauðsföll vegna rofsára en 182 dauðsföll vegna annarra fylgikvilla ætisára. Tölur um íbúa- fjölda samkvæmt kyni og aldri fengust frá Hagstofu íslands fyrir allt tímabilið. Staðtölulegar aðferðir: Aldursbundin dánar- og aðgerðatíðni var reiknuð og teiknuð sam- kvæmt fæðingarári og einnig eftir dánarári eða því ári sem aðgerð var gerð (tímabil). Áhrif aldurs, 10 ára tímabila á aðgerða- og dánartíðni voru skoðuð með staðtölulegum aðferðum sem byggðust á Poisson-dreifingu og framkvæmt í EGRET forriti (16). Þegar engar takmarkanir eru settar á aldurs- áhrif þá er ekki hægt að greina í sundur áhrif fæðingarárganga og tímabila. Ef aldursáhrifín eru hins vegar fastsett, annað hvort eftir fæð- ingarárgöngum eða þverskurði, þá er hægt að sundurgreina fæðingarárganga- og tímabils- áhrif með því að kanna hversu vel niðurstöður passa við mismunandi líkön. Breytingar sem eru línulegar yfir tíma (drift) er hvorki hægt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.