Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 623-6 623 Sjúkratilfelli mánaðarins Fyrirferð í kinnholu Erlingur H. Kristvinsson', Hannes Petersen', Sævar Pétursson', Kristbjörn Reynisson2, Örn Thorstensen2 Sjúklingi, 21 árs konu, var vísað á háls-, nef- og eymadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur af kjálka- sérfræðingi vegna vandamála er upp komu við aðgerð á tönnum og tannberandi beini í efra gómi hægra megin. Við meðhöndlun hjá tann- lækni vegna skakkra tanna kom í ljós að aftari forjaxla vantaði í efra góm báðum megin. Vegna þessarar tannvöntunar var sjúklingi vís- að til kjálkasérfræðingsins til ísetningar á tann- plöntum en við undirbúning þess, sem fólst meðal annars í því að fjarlægja öftustu barna- jaxla, kom í ljós misbygging á beini aftan við aftasta jaxl í efra gómi hægra megin. Þegar hreinsa átti hið misbyggða bein kom í ljós veiklun á beinskilum tannberandi beins og hægri kinnholu ásamt því að þrálátrar blæðing- ar varð vart frá aðgerðarsvæði. Vakti þetta grun um fyrirferð í kinnholu. Síðastliðið ár hafði sjúklingur verið kvef- sækinn ásamt því að hann fann fyrir viðvarandi óþægindium frá hægri kinnholu. Að auki hafði sjúklingur verið með óþægindi frá aftasta jaxli í efra gómi hægra megin, sem við skoðun hjá tannlækni, reyndist vera vegna graftrarsöfnun- ar við tannrætur jaxlsins. Eftir hreinsun og við- eigandi sýklalyfjameðferð gengu einkenni til baka. Að öðru leyti var sjúklingur hraustur, hann hafði ekki legið á sjúkrahúsi áður, notaði engin lyf að staðaldri, hafði ekkert þekkt of- næmi né sögu um ættgenga sjúkdóma. Ekki var saga um áverka á höfði eða tannsvæði. Við skoðun á háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur kom sjúklingur eðli- Frá ’háls-, nef og eyrnadeild og zröntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fossvogi, 108 Reykjavík. lega fyrir og ekki var að sjá neina áberandi galla eða útlitslýti. í munnholi mátti sjá ástand eftir tannaðgerð svarandi til aftari forjaxls í efra gómi hægra megin ásamt því að hægri kinn var bólgin. Við nefholsspeglun á hægri nös kom í ljós að neðsta nefskelin (chonca in- ferior) var þrútin og í neðsta loftgangi (meatus nasi inferior) mátti greina innbungun í nefhol frá kinnholu. Vinstri nösin var eðlileg. Háls og brjóstkassi voru eðlileg við skoðun, hjarta- og lungnahlustun án athugasemda og voru blóð- þrýstingur og púls innan viðmiðunarmarka. Kviður var mjúkur og eymslalaus og engar líf- færastækkanir eða æxli þreifuðust. Taugaskoð- un var eðlileg. Við komu lá fyrir kjálkayfirlitsmynd (ortho- pantomogram) ásamt tölvusneiðmyndum af nefholi og afholum nefs. Þessar rannsóknir leiddu í ljós fyrirferð í hægri kinnholu og var greinileg beineyðing umhverfis fyrirferðina hliðlægt í kinnholuveggnum og náði beineyð- ingin niður í tannberandi bein umhverfis öft- ustu jaxla í efra gómi hægra megin (myndir 1 og 2). Til ítarlegri greiningar var fengin segul- ómun með æðarannsókn af þessu svæði, sem sýndi að fyrirferð var æðarík en þó var ekki álitið að um æðagúl væri að ræða. Þegar þessar rannsóknir lágu fyrir var ákveð- in aðgerð í svæfingu, speglun á nefholi og kinnholu (sinoscopy) hægra megin ásamt því að taka vefjabita frá fyrirferðinni til ítarlegri greiningar. Við speglun inn í hægri kinnholu kom í ljós slímhúðarklædd fyrirferð sem fyllti nánast alla kinnholuna. Tekið var sýni frá fyrirferðinni sem orsakaði gríðalega blæðingu frá báðum nösum og munni sjúklings. Svo stöðva mætti blæðinguna varð að leggja aftara tróð í báðar nasir ásamt því að pakka nefhol og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.