Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 659 ar hún var að lýsa allsleysi á jólum - „það var nú auman, ekki gátu krakkarnir einu sinni fengið skitu“. í svörum við spurningaskrá nr. 75 um strandnytjar á þjóð- háttadeild og öðrum heimild- um þar kemur fram að hákarl var notaður við fleiru en melt- ingartruflunum. Vel þótti til dæmis gefast að bera hákarls- gall á mar. Því var almennt trúað að hákarlalýsi væri hollt og fyrirbyggjandi gegn hvers konar veikindum. Menn áttu að verða sterkir af því og sér- staklega var sælst til þess að gefa það börnum og ungling- um sem ódöngun var í. Kona úr Norður-Múlasýslu fædd 1907 skrifar: „A næsta bæ var lítill dreng- ur svo yfirkominn af kirtla- veiki að allir kirtlar voru bólgnir, sumir með sárum og fæturnir bognir. Þrautaráðið var að reyna að koma í hann hákarlalýsi. Amma sá um það. Honum batnaði og fór að stunda íþróttir. Er hann hafði aldur til fór hann suður og hélt áfram með íþróttir. Lærði og hefur verið íþróttakennari við skóla í Reykjavík og er ný- hættur ef hann er það ekki enn.“ Margar sögur voru um há- karlslýsistunnu á bæjarhlað- inu með ausu eða öðuskel hjá sem allir fengu sér af daglega sér til hressingar og heilsubót- ar. Það var hitagæft sögðu menn, sjómenn drukku til dæmis hákarlalýsi við kulda. Hákarl þótti ágætt gigtarmeð- al. Hann átti að vera góður fyrir þungaðar konur og auka mjólk brjóstmæðra. Reyndar var það líka þekkt fyrir vestan að gefa kúm hákarl til að hækka nyt. Við ígerðir og áverka þótti gott að leggja há- karlsflís: „Ég hef sannreynt það við ígerð sem oft kom rétt utan við nögl á hendi, kallað hunds-hland. Þá var tekin svo- lítil sneið af skyrhákarli lögð á ígerðina og bundið utanum og þegar fór að svíða þó nokkuð var bindið tekið og allur gröftur farinn og sárið hreint,“ skrifar einn heimildarmanna. Og í þjóðsögunum kemur víða fram að gamall hákarl, 9- 15 ára hákarl er þar nefndur til sögu, átti að ráða bót á hvers kyns veikindum. Það var almenn trú að ef menn ætu nógan hákarl þegar þeir sátu að brennivínsdrykkju yrðu þeir ekki illa drukknir - „vera má að þessi eitur dragi eitthvað hvort úr öðru“ - sagði einn af heimildarmönnum sem greinilega var lítill vinur þessara efna. Úr annarri átt kom þessi vísa þar sem sjá má vestfirska framburðinn á orð- inu hákarl, það er hákal: Þó að eðli þyki svíns og þegna hafi lagt í val ber ég ást til brennivíns og blessa yfir skyrhákal. Har du glömt bort Ásas forskningsledighet eller att Preben skall pá kurs? ' * \\jLdxt~J^ÁuJL^—■ Vikariatsakuten för korttidsvikariat - nu pá Internet Ett hastigt uppkommet behov av vikarie kan fyllas med en annons i Sylfs och Lákartidningens vikariatsakut pá Lákartidningen pá Internet - www.lakartidningen.se/html/vikariatsakuten.htm Erbjudandet gáller hela Norden. Annonsen kostar 100 kronor. Uppge din postadress sá sánder vi inbetalningskort. Válkommen!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.