Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
635
Um hóptryggingu lækna
Nýlega hefur verið vakin
athygli á því, að í gildi er
samningur milli Læknafélags
fslands og tiltekins trygginga-
félags um hóptryggingu
lækna, sem meðal annars felur
í sér, að tryggingafélaginu er
heimilt að neita þeim um
tryggingu, sem taldir eru í of
mikilli heilsufarslegri áhættu
að mati tryggingafélagsins.
Læknasamtökin hafa með
öðrum orðum samið um hóp-
tryggingu fyrir hönd stéttar-
innar með þeim hætti, að þeir
sem tryggingafélagið telur sér
óhagkvæmt að tryggja eru
valdir úr og þeim er neitað um
tryggingu.
Vitneskjan um þessa skil-
mála komu mér verulega á
óvart. Ég minnist þess að fyrir
allmörgum árum var talað um
það í hópi lækna, að ráðlegt
væri fyrir Læknafélag íslands
að beita sér fyrir hóptyggingu
lækna og voru færð fyrir því
þau rök, að læknar gætu sem
hópur í krafti samtaka sinna
náð betri kjörum hjá trygg-
ingafélögum en ef þeir
tryggðu sig sem einstaklingar.
Með því móti gætu læknar
stutt hver annan og læknasam-
tökin verið skjól og skjöldur
félaganna. En ég skildi um-
ræðuna þannig, að þarna væri
verið að tala um tryggingu
fyrir alla lækna sem þess ósk-
uðu, að allir meðlimir L.í
hefðu þarna jafnan rétt. En nú
kemur það í ljós, að L.í. hefur
bara samið um réttindi fyrir
suma. Félagið er einungis
skjól og skjöldur hinna ffl-
hraustu, en skilur þá eftir úti í
kuldanum sem standa höllum
fæti vegna meintrar heilsu-
farsáhættu.
Mér er tjáð, að hjá verka-
lýðsfélögum sé hóptrygging á
vegum félaganna með þeim
hætti, að hópurinn sé skil-
greindur sem ein heild og allir
félagarnir séu tryggðir, áhætt-
unni sé jafnað út og sama
gjald sé fyrir alla. I fljótu
bragði virðist þetta vera eðli-
legur framgangsmáti fyrir fé-
lagslega hóptryggingu.
Svo virðist, sem þetta mál
hafi ekki verið mikið kynnt
meðal lækna, fáir virðast
kunna skil á því, og á það
einkum við um ákvæðið um
brottkast lækna með aukna
áhættu.
Það verður að teljast óvið-
unandi frammistaða hjá
Læknafélagi Islands að standa
að málurn með þessum hætti.
Allir læknar á íslandi eiga
aðild að L.í. Það er í krafti
þessarar aðildar sem félagið
getur fengið lækkun á iðgjöld-
um. Allir félagarnir eiga þar
jafnan hlut og því jafnan rétt.
Það má margt um þetta mál
segja. Að þessu sinni minni ég
aðeins á aldagamla hug-
myndafræði læknastéttarinnar
um bræðralag lækna, þetta,
sem kallast collegialitet og er
einn af hornsteinunum undir
siðfræði læknastéttarinnar.
Ég heiti á alla lækna, sem
vilja halda við siðgæði og rétt-
læti innan læknastéttarinnar,
að beita sér fyrir því, að þessi
samningur verði endurskoð-
aður með það fyrir augum, að
allir læknar fái sama rétt.
Guðmundur Helgi
Þórðarson
Læknablaðið
á netinu:
http://www.icemed.is/
laeknabladid
Hvað eru
LÆKNADAGAR?