Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 603 Inc. per 100,000 inhab/year 80-i 70- 60- 50- 40- 30- 20- 10- 0-- 1962-65 1966-70 1971-75 1976-80 1981-85 1986-90 Year of operation Ulcer perforation - men Ulcer perforation - women -*- Ulcer bleeding - women — Ulcer bleeding - men -B- Elective surgery - women -e- Elective surgery - men Fig. 1. Incidence of peptic ulcer surgery in men and women in Iceland (perforations 1962-1990; bleedings 1971-1990; elective surgery 1971-1990). túlka sem kynslóða- eða tímabilsáhrif. Frávik frá þessari línulegu tilfærslu er hins vegar hægt að túlka sem breytingar tengdar ákveðnum kynslóðum eða tímabilum. Með því að nota að- ferðir þróaðar af Clayton og Schiffler var fyrst athugað hvernig niðurstöður pössuðu við líkan fæðingarárganga og tímabila borið saman við grundvallaraldurstilfærslu og síðan haldið áfram yfir í flóknari líkön aldurs, tímabila og fæðingarárganga (17,18). Mismunurinn á því hversu vel líkönin pössuðu fyrir gögnin var metinn með því að skoða breytingar á frávika- einingum samanborið við breytingar á frímörk- um. Gert var ráð fyrir föstum aldursáhrifum þannig að ekki voru leyfðar neinar milliverkan- ir milli aldurs og tímabila eða aldurs og fæð- ingarárganga. Niðurstöður Tíðni bráðaaðgerða vegna rofsára var stöðug frá 1962-1990 eða um það bil 11 á ári fyrir 100.000 íbúa (mynd 1). Tíðni var mjög svipuð hjá körlum og konum á öllu tímabilinu. Tíðni bráðaaðgerða vegna blæðinga var stöðug fyrir tímabilið 1971-1990 með um sex aðgerðir að jafnaði á 100.000 íbúa árlega. Tíðnin var mjög svipuð fyrir karla og konur allt tímabilið. Val- aðgerðum fækkaði mikið á sama tímabili eða frá 75 niður í níu aðgerðir hjá körlum og frá 38 niður í átta aðgerðir hjá konum fyrir 100.000 íbúa árlega. Þar sem breytingamar vom svipað- ar hjá körlum og konum var báðum kynjunum slegið saman í eftirfarandi útreikningum. Þegar litið er á aldursbundna tíðni á aðgerð- arári, jókst tíðni aðgerða vegna rofsára í eldri fæðingarárgöngum (60-89 ára) og minnkaði hjá þeim yngri (mynd 2a). Þannig fannst engin tímabreyting sem náði yfir alla fæðingarár- ganga samkvæmt aðgerðarári, sem táknar að engin tímabilsáhrif fundust í þessum gögnum. Þegar litið var á fæðingarár jókst hins vegar tíðni í öllum aldursflokkum þangað til hámarki var náð hjá einstaklingum sem voru fæddir 1920-1929 en fór síðan minnkandi þegar leið á öldina (mynd 2b). Línuritin sýndu þannig greinileg mynstur fæðingarárganga. Innan hvers fæðingarárgangs jókst tíðni rofsára með aldri og minniháttar toppur fannst um miðbik æviskeiðsins (mynd 2c). Tíðnitölur fyrir rofsár voru skoðaðar með grunnlíkani sem tók til kynferðis, aldurs og línulegrar tilfærslu (tafla I). Fæðingarárgangar voru síðan teknir inn í og passaði þá líkanið mun betur við gögnin. Þetta leiddi í ljós að fæðingarár skýrði best breytileikann í tíðni að- gerða vegna rofsára á öllum tímabilum. Tíma- bil voru síðan tekin inn í grunnlíkanið, en lík- anið passaði ekki betur og gat því ekki skýrt neitt af tímatengdum breytileika í gögnunum. Líkan sem náði til aldurs, fæðingarárganga og tímabila skýrði gögnin ekki betur heldur en einfalt aldurs/fæðingarárganga líkan. Staðtölu- leg úrvinnsla á þessum gögnum sýndi þess vegna mjög marktæk fæðingarárgangaáhrif og alls engin tímabilsáhrif (tafla I). Aðgerðir vegna blæðinga sýndu svipaða mynd eins og kom fram fyrir rofsársaðgerðir. Miðað við aðgerðarár jókst tíðni meðal eldri einstaklinga en minnkaði meðal yngri, aftur á móti sást skýr aukning og síðan minnkun á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.