Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 649 Farsóttarfréttir Iðrasýkingar af völdum kampýlóbakter Samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítalans hefur orðið umtalsverð aukn- ing á kampýlóbaktersýking- um sem stafar fyrst og fremst af innlendu smiti. Aukningar á kampýlóbaktersýkingum varð fyrst vart árið 1996 og náði fjöldi tilfella hámarki ár- ið 1998 (mynd 1). Ekkert lát er á þessari aukningu það sem af er árinu 1999. í flestum til- vikum er ekki um hópsýking- ar að ræða heldur stök tilfelli sem dreifast um landið. Það getur bent til þess að sýkillinn breiðist með menguðum mat- vælum sem dreift er í verslun- um landsins og valdi sýkingu þegar matvæli eru matreidd á ófullnægjandi hátt. Rannsókn- ir skortir þó mjög á þessu sviði til þess að skýra orsök þessa máls. Þó hefur verið bent á að aukningin á kamp- ýlóbaktersýkingum sé sam- hliða aukningu í sölu á fersk- um kjúklingum (sýkillin þolir illa frystingu). Einnig er vitað að hluti kjúklinganna er mengaður af kampýlóbakter. I skyndiúttekt heilbrigðiseftir- lits á höfuðborgarsvæðinu á ferskum kjúklingum síðastlið- ið haust kom í ljós að 64% (14/22) þeirra reyndust sýktir. Því hefur sóttvarnalæknir ásamt sýkladeild Landspítal- ans, Hollustuvernd og yfir- dýralækni lagt til að gerð verði umfangsmikil rannsókn á útbreiðslu iðrasýkinga og orsökum þeirra hér á landi og að staðið verði að fræðslu al- mennings um meðferð mat- væla. Kampýlóbakter eða Cam- pylobacter jejuni hefur nú náð þeim sessi að vera algengasta bakterían sem veldur sýking- um í mönnum á Islandi vegna mengaðra matvæla. Bakterían á uppruna sinn í meltingarfær- um dýra og getur valdið sýk- ingu í mönnum ef matvæli eru ekki soðin eða steikt með full- nægjandi hætti. Þá getur bakt- erían borist í yfirborðsvatn frá fuglum og dreifst með þeim hætti til dýra og manna. I þremur tilvikum hefur slikt mengað vatn orsakað hópsýk- ingar hér á landi svo vitað sé. Einkenni sýkingar geta ver- ið missvæsin. Bakterían veld- ur bólgu í þörmum með niður- gangi, kviðverkjum, hita, ógleði og uppköstum, en getur líka valdið einkennalausri sýk- ingu. Sýkingin gengur oftast yfir innan viku án meðferðar, en getur stundum valdið lang- varandi fylgikvillum eins og Fjöldi 250 200- 150- 100- 50- □ Uppruni erlendis eða óþekktur ■ Uppruni innanlands 24 1990 1991 I 1992 1993 40 49 26 48 44 22 i191 1994 1995 1996 1997 69 Ar Mynd 1. Fjöldi skráðra tilfella kampýlóbaktersýkinga á árunum 1990-1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.