Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 653 meðferð opinberra mála um verjendur og skal gefa honum kost á að bera fram ósk um hver verði skipaður. Máls- meðferð fyrir dómi frestar hins vegar ekki framkvæmd einangrunar. Skráning farsótta í lögunum er gert ráð fyrir að öflun upplýsinga um út- breiðslu smitsjúkdóma fari fram með tvennum hætti: Annars vegar með skráningu, það er talningu á fjölda srnit- aðra án persónuauðkenna og hins vegar með tilkynningu nteð persónuauðkennunt hins smitaða með upplýsingum um smitleiðir. Skráning og tilkynning smitsjúkdóma með reglu- bundnum og kerfisbundnum hætti þjónar þeim tilgangi að afla upplýsinga um feril þeirra á hverjum tíma þannig að unnt sé að skipuleggja og grípa til vamaraðgerða gegn þeim og til þess að hægt sé að fylgjast með árangri ónæmisaðgerða og annarra forvama gegn smit- sjúkdómum. Upplýsingaöfl- unin hefur einnig þýðingu við faraldsfræðirannsónir svo sem að fylgjast með langtíma- breytingu, nýgengi og algengi smitsjúkdóma. Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að haldin sé smit- sjúkdómaskrá sem einnig tek- ur til ónæmisaðgerða. Gæta skal fyllsta trúnaðar um allar einkaupplýsingar sem fram koma í smitsjúkdómaskrá og gilda um skrána sömu reglur og uin aðrar sjúkraskrár. I samræmi við sóttvarna- lögin hefur ráðherra sett reglugerð samkvæmt tillögum sóttvarnaráðs um skýrslugerð vegna smitsjúkdóma þar sem skráningar- og tilkynninga- skyldir sjúkdómar eru tilgreind- ir (reglugerð nr. 129/1999, sjá Viðauka 1 og II). Um skráningarskylda sjúkdóma Tilgangur skráningar á heildarfjölda smitaðra ein- staklinga án persónuupplýs- inga er sá að fá faraldsfræði- lega yfirsýn yfir þýðingar- mikla smitsjúkdóma þar sem það hefur ekki hagnýta þýð- ingu að þekkja til einstakling- anna við sóttvarnir. Þar er meðal annars að finna smit- sjúkdóma sem ástæða er til að fylgjast með til þess að meta árangur ónæmisaðgerða. Þar er einnig að finna ýmsa sjúk- dóma sem ekki eru landlægir á Islandi en gætu borist til landsins og náð útbreiðslu hér. Sumir sjúkdómar geta augljós- lega ekki náð að breiðast út hér á landi, til dæmis malaría, en mikilsvert er að fá upplýs- ingar um gagnsemi forvarnar- aðgerða gegn slíkum sjúk- dómum á meðal ferðalanga. Um tilkvnningaskylda sjúkdóma Tilgangur tilkynningar um smitsjúkdóm með persónu- auðkennum hins smitaða er sá að hindra útbreiðslu smits með aðgerðum sem beinast að honum, til dæmis með ein- angrun, meðferð og rakningu smits á milli einstaklinga eða frá menguðum matvælum, vatni eða öðrum efnum. Til þess að fullnægja þessum skil- yrðum verða að fylgja til- kynningum upplýsingar um líklegan smitunarstað, smitun- artíma og einkenni til að tengja smitaða einstaklinga með faraldsfræðilegum hætti og meta áhrif smitsins. Tilkynningaskyldir sjúk- dómar eru þeir sem náð geta mikilli útbreiðslu í samfélag- inu og jafnframt ógnað al- mannaheill og þar sem vitn- eskjan um smitaðan einstak- ling hefur þýðingu fyrir upp- rætingu smits. I þessum flokki er einnig gert ráð fyrir að alvarlegir smitsjúkdómar sem ekki munu ná mikilli útbreiðslu verði tilkynntir þegar ekki er hægt að hindra útbreiðslu þeirra með öðrum hætti en að þekkja til smitaðra einstak- linga. Þá skal vakin athygli á því að príón sjúkdómarnir Creutzfeldt Jakob (CJD) og afbrigði hans (nvCJD) eru til- kynningaskyldir enda þótt gera megi ráð fyrir að þeir séu afar fátíðir. Þetta er gert til að tryggja skráningu þeirra og finna megi breytingar á ný- gengi. Yfirstjórn sóttvarna Embætti landlæknis ber samkvæmt lögunum ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra. Við embættið ber sóttvarna- læknir ábyrgð sóttvörnunum og er verksvið hans skilgreint í lögunum. Héraðslæknar eru ábyrgir fyrir sóttvörnum, hver í sínu héraði, undir stjórn sótt- varnalæknis. Þá er kveðið á um að ráð- herra skuli skipa sjö manna sóttvarnaráð sem mótar stefnu í sóttvömum og skal vera ráð- herra til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúk- dórna. Skal ráðið hafa aðsetur hjá embætti landlæknis og skal sóttvarnalæknir vera rit- ari þess. Haraldur Briem sóttvarnalæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.