Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 68
652 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Ný sóttvarnalög, skráning farsótta og framkvæmd sóttvarna Þann 1. janúar 1998 tóku gildi ný sóttvarnalög á Islandi. Með löguin þessum voru end- urskoðuð og sameinuð í ein lög fleiri eldri lög um sótt- varnir og skyld efni svo sem berklavarnalögin frá 1939, lög um ráðstafanir til varnar gegn fýlasótt frá 1940, sóttvarna- lögin frá 1954, farsóttalögin frá 1958 og lögin um varnir gegn kynsjúkdómum frá 1978 með breytingu frá 1986. Almennt um lögin Hin nýju sóttvarnalög fjalla ekki um einstaka smitsjúk- dóma eins og áður tíðkaðist enda hefur reynslan sýnt að eðli sjúkdómsvalda og far- aldra sem þeir valda tekur breytingum í tímans rás. Því fjalla lögin fyrst og fremst al- mennt um viðbúnað gegn far- sóttum og viðbrögð sem nauð- synlegt er talið að grípa til við sóttvarnir. Lögunum er skipt í almennar sóttvarnir og opin- berar sóttvarnir. I kaflanum um almennar sóttvarnaráð- stafanir er fjallað um skyldur einstaklinga, lækna og ann- arra heilbrigðisstarfsmanna, heilbrigðisfulltrúa, heilbrigð- isnefnda og dýralækna. í kafl- anum um opinberar sóttvarna- ráðstafanir er fjallað um ráð- stafanir vegna hættu á far- sóttum innanlands, til eða frá landinu og um aðgerðir vegna hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Það er ráð- herra sem ákveður, að tillögu sóttvarnaráðs, hvort grípa skuli til opinberra sóttvarna- ráðstafana svo sem ónæmis- aðgerða, einangrunar smit- aðra, sótthreinsunar og afkví- unar byggðarlaga svo dæmi séu nefnd. I lögunum eru smitsjúk- dómar skilgreindir. Athyglis- verð nýmæli eru að sjúkdóm- ar, sem orsakast af smitefnum án kjarnasýru (og eru þar með ekki örverur eða eiturefni þeirra), eru flokkaðir sem smitsjúkdómar samkvæmt lögunum. Þekkt dæmi um slík smitefni eru príón sem valda riðu. Önnur nýmæli er einnig að finna í lögunum. Þau gera ráð fyrir að settar verði reglugerð- ir um skráningar- og tilkynn- ingaskylda sjúkdóma (saman- ber reglugerð nr. 129/1999) og um göngudeildir vegna til- kynningaskyldra smitsjúk- dóma og um undanþágu frá greiðsluhlutdeild sjúklinga (samanber reglugerð nr. 131/ 1999). A tilteknum sjúkrahús- um skal vera aðstaða til ein- angrunar sjúklinga með hættu- lega smitsjúkdóma. Einnig er ákvæði um að heilbrigðisráð- herra geti falið ákveðnum rann- sóknarstofum að ábyrgjast greiningu örvera eða sníkju- dýra úr sýnum frá sjúklingum með smitsjúkdóma og fylgjast með ónæmisástandi einstak- linga gegn þýðingarmiklum smitnæmum sjúkdómum. Telji sóttvamalæknir, er hon- um berst tilkynning um smit- sjúkdóm, að grípa þurfi til frekari ráðstafana en læknir hefur þegar gert til þess að fyrirbyggja eða hefta út- breiðslu smitunar sem ógnað getur almannaheill, skal hann í samráði við héraðslækni sjá til þess að til slíkra aðgerða sé gripið. Takist ekki samstarf við viðkomandi aðila getur sóttvamalæknir, ef þurfa þyk- ir, leitað aðstoðar lögreglu- yfirvalda vegna aðgerða til varnar smiti. Héraðslæknir getur einnig gripið til slíkra aðgerða í forföllum sóttvarna- læknis. Með aðgerðum er átt við læknisrannsókn, einangr- un hins smitaða á sjúkrahúsi og aðrar nauðsynlegar ráðstaf- anir. Ætíð skal þó reynt að leysa mál með öðrum hætti áður en gripið er til þvingun- araðgerða. Ákvörðun sótt- varnalæknis eða héraðslæknis um aðgerðir af þessu tagi má kæra til Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis. Kæra frestar hins vegar ekki fram- kvæmd. Réttarstaða smitaðra hefur einnig verið bætt. Fallist mað- ur, sem haldinn er smitsjúk- dómi, ekki á að fylgja reglum um umgengni við aðra eða rökstuddur grunur er um að hann hafi ekki fylgt slíkum reglum getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli lagður inn á sjúkrahús í einangrun eða að hann skuli einangraður með öðrum hætti. Sé fram- kvæmdin í andstöðu við hinn smitaða skal sóttvarnalæknir svo fljótt sem verða má bera ákvörðunina skriflega undir héraðsdóm. Dómari skal taka málið fyrir án tafar og skipa þeim er sætir einangrun tals- mann, ef hann óskar þess, samkvæmt ákvæðum laga um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.