Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 26
614 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 lungum eigi hlut að máli svo og að fjöldi sýna hafi verið ónógur. f framvirkum rannsóknum þar sem kanna á næmi þessara rannsóknaað- ferða er sýnum líklega safnað með kerfis- bundnari hætti. Blæðingar frá sjáanlegum æxl- um geta átt sér stað eftir að burstasýni eru tekin og kann það að hafa valdið því að varlega var farið í töku burstasýna þegar líklegt þótti að greining fengist úr vefjasýni. Þar sem árangur úr berkjuskoli er mjög sambærilegur við bursta- sýni er skynsamlegt að beita berkjuskoli einu þegar um er að ræða greinilegt æxli sem góðar líkur eru á að greinist við töku vefjasýnis (18). Lifun sjúklinga með frumæxli í lungum var mjög í samræmi við nýlegar niðurstöður úr er- lendum rannsóknum. Af 58 sjúklingum með frumæxli í lungum fóru 19 í aðgerð í lækninga- skyni og meðal þeirra var miðgildi lifunar 141 vika og 37% lifðu í fimm ár. Einn sjúklingur greindist með silfurfrumuæxli sem var fjarlægt með aðgerð og annar með eitilfrumuæxli sem var einnig fjarlægt og hlaut sá sjúklingur síðan lyfjameðferð og voru báðir lifandi fimm árum eftir greiningu. Meðal þeirra 39 sem ekki fóru í aðgerð voru tveir (5%) á lífi eftir fimm ár. I heild var fimm ára lifun sjúklinga með frum- æxli í lungum 15,5%. Skipting æxlanna í vefjaflokka var með tals- vert öðrum hætti en þegar síðast birtust um það íslenskar tölur. Á árunum 1955-1974 greinust 355 frumæxli í lungum á Islandi og var um þriðjungur þeirra smáfrumukrabbamein, þriðj- ungur kritilmyndandi krabbamein og um fjórð- ungur flöguþekjukrabbamein (14). I núverandi rannsókn var kirtilmyndandi krabbamein lang- algengasti vefjaflokkur með 29 af 58 (50%) frumæxlum. Flöguþekjukrabbamein greindist hjá 13 (22%) sjúklingum og smáfrumukrabba- mein hjá 10 (17%) og sex (11%) höfðu sjald- gæfari tegundir frumæxla. Hér virtist í öllum tilfellum vera um frumæxli að ræða samkvæmt bestu mögulegu athugun á vefjasneiðum með sérlitunum og vandlegri skoðun klínískra upp- lýsinga. Svipaðri aukningu á kirtilmyndandi krabbameinum hefur verið lýst víða í hinum vestræna heimi og eru orsakir þessa óþekktar (19,20). Kenningar um að breytingar á reyk- ingavenjum með tilkomu síuvindlinga hafa verið settar fram svo og að vaxandi hlutfall kvenna meðal sjúklinga með lungnakrabba- mein geti átt hlut að máli. Þá er líklegt að meiri notkun sýnatöku í gegnum berkju í skyggningu leiði til þess að fleiri kirtilmyndandi æxli grein- ist, en þau eru oft utarlega í lungum. Hér er aðeins um takmarkaðan fjölda sjúk- linga að ræða af einu sjúkrahúsi og nauðsynlegt er að skoða faraldsfræðilegar upplýsingar fyrir allt landið til að öðlast gleggri mynd af þróun vefjaflokka lungnaæxla og árangri meðferðar hér á landi, en þessi rannsókn bendir þó til að þróun vefjaflokka og árangur meðferðar sé með svipuðu móti og í nágrannalöndunum. Þakkir Höfundar þakka Magnúsi Jóhannssyni fyrir aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu og Maríu Henley og Dagnýju Baldvinsdóttur fyrir aðstoð við ritvinnslu. HEIMILDIR 1. Skýrsla 1998. Ársskýrsla Krabbameinsfélags íslands, lögð fram á aðalfundi 8. maí 1998. Reykjavík: Krabbameinsfé- lagið 1998. 2. Zavala DC. Diagnostic Fiberoptic Bronchoscopy: Tech- niques and Results of Biopsy in 600 Patients. Chest 1975; 68: 12-9. 3. Shure D. Fiberoptic Bronchoscopy-Diagnostic Applica- tions. Clin Chest Med 1987; 8: 1-13. 4. Kvale PA, Bode FR, Kini S. Diagnostic Accuracy in Lung Cancer. Comparison of Techniques Used in Association with Flexible Fiberoptic Bronchoscopy. Chest 1976; 69: 752-7. 5. Popp W, Rauscher H, Ritschka L, Redtenbacher S, Zwick H, Dutz W. Diagnostic Sensitivity of Different Techniques in the Diagnosis of Lung Tumors with the Flexible Fiber- optic Bronchoscope. Comparison of Brush Biopsy, Imprint Cytology of Forceps Biopsy, and Histology of Forceps Biopsy. Cancer 1991; 67: 72-5. 6. Popp W, Merkle M, Schreiber B, Rauscher H, Ritschka L, Zwick H. How much Brushing is enough for the Diagnosis of Lung Tumors? Cancer 1992; 70: 2278-80. 7. Muers MF, Boddington MM, Cole M, Murphy D, Spriggs AI. Cytological sampling at fibreoptic bronchoscopy: com- parison of catheter aspirates and brush biopsies. Thorax 1982; 37: 457-61. 8. Bhat N, Bhagat P, Pearlman ES, Kane G, Figueroa W, Kannan V, et al. Transbronchial Needle Aspiration Biopsy in the Diagnosis of Pulmonary Neoplasms. Diagn Cyto- pathol 1990; 6: 14-7. 9. Ellis JH. Transbronchial Lung Biopsy via the Fiberoptic Bronchoscope. Experience with 107 Consecutive Cases and Comparison with Bronchial Brushing. Chest 1975; 68: 524- 32. 10. Cortese DA, McDougall JC. Bronchoscopic Biopsy and Brushing with Fluoroscopic Guidance in Nodular Metasta- tic Lung Cancer. Chest 1981; 79: 610-1. 11. Chechani V. Bronchoscopic Diagnosis of Solitary Pulmo- nary Nodules and Lung Masses in the Absence of Endo- bronchial Abnormality. Chest 1996; 109: 620-5. 12. Teirstein AS, Chuang MT, Choy AR, Miller A, Nieburgs HE. Flexible Bronchoscopy in Nonvisualized Carcinoma of the Lung. Ann Otol 1978; 87: 318-21. 13. Naryshkin S, Daniels J, Young NA. Diagnostic Correlation of Fiberoptic Bronchoscopic Biopsy and Bronchoscopic Cytology Performed Simultaneously. Diagn Cytopathol 1992; 8: 119-23. 14. Hallgrímsson J, Thórarinsson H, Tulinius H. Tumors in
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.