Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 78
660 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Iðorðasafn lækna 113 Á erlendri grundu Það er sunnudagsmorgunn í Suður-Svíþjóð. Kyrrðin ríkir og vissri angurværð bregður fyrir þegar litið er til veðurs að gömlum íslenskum sið. Himinninn er grár, flatt landið er sveipað móðu og hvorki sér til sjávar né fjalla. Hvar er góða veðrið sem lofað hafði verið? Litfögur blómin á brúnum sólpallinum tárast til samlætis og svartur köttur sit- ur hryggur og starir út um gluggann. Þá bylur óþyrmi- lega í þakinu og í hugann kemur hending úr ljóði eftir einmana íslenskt skáld á er- lendri grundu: „Af hússins upsum drýpur erlent regn“. Hér er þó ekki ástæða til að vera einmana. Ljúftr tónar hljóma úr dönsku sjónvarps- tæki og fyrir augun ber blakt- andi kertaljós sem tendrað hefur verið hjá stórum hópi trúariðkenda í Taizé-klaustr- inu í Frakklandi. Lofgjörðar- söngur þessa dags er fjölþjóð- legur, ýmist sunginn á latínu, frönsku eða þýsku, og beðið er á ensku, spænsku, norsku, sænsku og finnsku fyrir þeim meðbræðrum sem búa við hörmungar, allt frá Kólumbíu í vestri til Kambódíu í austri, allt frá Irlandi í norðri að Súd- an í suðri. Alþjóðlegt umhverfí Afram má lýsa hinu alþjóð- lega umhverti. Undirritaður situr í þægilegum þýskum íþróttabúningi, við öfluga am- eríska tölvu og reynir að koma sænskri útgáfu ritvinnslukerf- isins til að birta bókstafi síns ástkæra, ylhýra máls. Ætlunin er svo að senda pistilinn óbrenglaðan um sænska sím- kerfið, inn á hið alþjóðlega Alnet, síðan um íslenska sím- kerftð og loks beint inn í tölvu Læknablaðsins. Og allt í einu tekst það. Komman límist við sérhljóðana á réttan hátt og þ, æ, ö og ð hoppa inn á skjáinn eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það skilst í einu vetfangi hversu mikilvæg sjálfstæðis- baráttan er okkur. Hvort sem það er barátta við norska kónga, danska höndlara, alþjóðlegar tákna- töflur eða voldug amerísk stýrikerfi verða grunnhug- myndirnar alltaf þær sömu: Is- lendingar viljum við vera og íslensku viljum við tala og skrifa. Baráttan er ekki ein- göngu byggð á íhaldssemi og sérvisku. Baráttan snýst um það að viðhalda íslenskri auð- legð og byggja upp íslenska framtíðarsýn. Auðlegðin er tungan, sem tjáir hugsun okk- ar og viðheldur íslenskri menningu. Framtíðarsýnin er fullgild menningarleg og hug- myndafræðileg þátttaka í hinu fjölþjóðlega samfélagi. Ný tækni Hugsunin þarfnast tjáningar, tjáningin tungumáls og tungu- málið endurnýjunar. Ný þekking og tækni kalla á ný heiti, skiljanleg orð sem fljótt gefa til kynna hvað um er rætt. Þegar þekkingin verður til í er- lendum húsum er ekki von annars en að erlent regn drjúpi. Mjálmið í kettinum hljómar þó eins og hann hugsi á íslensku. Hann skynjar brátt að íslenskar vögguvísur og barnagælur geyma alla þá huggun sem þarf til að sænskur köttur gleymi rigningunni og geti horft með virðulegri ró á íslenskan texta birtast á amer- ískum tölvuskjá. Hann hefur engar áhyggj- ur af íslensk- um íðorðum eða útlendu tækni- máli. Hann trúir því ekki að ensk heiti séu nákvæmari eða hafi aðra og dýpri merkingu en þau íslensku. Það er eins og hann hafi fyrir löngu orðið fullviss um þá hugmynd skáldsins að íslenskan muni eiga sér orð „um allt sem er hugsað á jörðu“. Enginn getur séð fyrir hvert tæknin muni leiða okkur eða hverjar verði kröfur um mála- kunnáttu framtíðarkynslóð- anna. Draumurinn um eitt samskiptatungumál (esper- antó!) hefur ekki orðið að veruleika, en tölvu- og upplýs- ingatæknin opnar nýjar dyr. Fram eru komin forrit sem þýða einfaldan ritaðan texta af einu tungumáli á annað. Fyrst í stað frá orði til orðs og megináherslan verður lögð á að ný fræðiorð séu jafnóðum fyrir hendi. Gera má svo ráð fyrir að smáþjóðimar muni ekki lengi sætta sig við að þiggja fræðslu- og upplýsinga- efni á erlendu tungumáli. Þá koma kröfur um rétt textaskil úr vélrænum þýðingum, fullt samhengi og eðlilega upp- byggingu setninga. Líta má enn lengra og sjá fyrir sér forrit sem þýði talað mál á sama hátt. Samskiptunum verða þá engin önnur takmörk sett en þau sem hrein hugsun, skýr tjáning, orðaforði og þekking hvers einstaklings á blæbrigðum málsins setja þeim. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.