Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 58
642
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
mars 1999 þar sem Guðmund-
ur Björnsson yfirlæknir og
formaður LI flutti erindi um
Jónas Kristjánsson lækni,
stofnanda Heilsuhælisins og
stofnunina í fortíð, nútíð og
framtíðarsýn hennar.
Ferðir þessar hafa undan-
tekningarlaust verið bæði fróð-
legar og skemmtilegar. Efnið
hefur verið margvíslegt, allt
frá náttúru- og fuglaskoðun
með sögu svæðisins fléttað
inn í, til ferða á ýmsar heil-
brigðisstofnanir og aðrar
þjóðþrifastofnanir eins og til
dæmis Vatnsveituna. Hvar-
vetna hafa verið flutt erindi
um staðinn og þátttakendur
fara heim fróðari um ýmsa
þætti lífsins í landinu. Jóla-
fagnaður var haldinn í Korn-
hlöðunni 17. desember 1998.
Þar fluttu tónlistarmennirnir
Björn Árnason, Kjartan Osk-
arsson og Snorri Örn Snorra-
son ásamt Bergþóri Pálssyni
söngvara Bellman söngva.
Milli laga flutti Árni Björns-
son skemmtilega frásögn um
Bellman. Fengu flytjendur frá-
bærar undirtektir. Ágætu hlað-
borði voru síðan gerð góð skil.
Störf Öldungadeildar
fyrir LÍ. Nýlunda í
starfl félagsins
Skömmu fyrir síðasta aðal-
fund fór Guðmundur Björns-
son formaður LÍ fram á það
við stjórn Öldungadeildar að
hún kannaði hvort meðlimir
Öldungadeildar myndu fáan-
legir til að sinna ýmsum mál-
efnum og pósti sem skrifstof-
unni berst. Þetta mun hafa
komið til tals í stjórn LI vegna
þess að hún gat engan veginn
sinnt svo vel væri öllum þeim
pósti sem félaginu barst svo
og ýmsunr verðugum mála-
flokkum hér innanlands og
ekki síður ýmsum samskipt-
um við erlend samtök lækna.
Þá má og ætla að ýmsir þeirra
sem hættir eru föstum störfum
hafi rýmri tíma og ef til vill
áhuga á að sinna einhverjum
slíkum málum. Eins er ljóst að
reynsla og þekking margra
„öldunganna“ kemur að góðu
gagni en innan Öldungadeild-
ar má finna marga sem hafa
verið virkir í félagsmálum
lækna. Eftirfarandi skrá eða
óskalisti um starf Öldunga-
deildar kom frá skrifstofu LI.
1. Samskipti við WMA.
2. Samskipti við CP (Comité
Permanent).
3. Stefnumótun LI, samantekt
á ályktunum aðalfunda,
fundunr og samskiptum við
stjórnvöld. Utgáfa á „hvítri
bók“.
4. Úrlausn á læknisfræðileg-
um spurningum sem berast
skrifstofu LI.
5. Upplýsingar um framhalds-
nám lækna.
6. Þátttaka og samskipti við
stuðningshópa lækna.
7. Samskipti við trúnaðar-
menn á vinnustöðum.
8. Skrá yfir virkni manna í fé-
lagsmálum.
Félaginu hafa nú þegar bor-
ist nokkur mál til umfjöllunar
þótt farvegur til að fjalla um
þessa málaflokka hafí enn
ekki verið mótaður. Sumir
þeirra tengjast Öldungadeild-
inni en aðrir síður og því álita-
mál hvort þeir eigi að vera á
verkefnaskrá deildarinnar
enda kom fram athugasemd
varðandi það atriði á aðal-
fundi.
Stjórn næsta kjör-
tímabil og lagabreyting
Stjórn félagsins næsta kjör-
tímabil er eins og segir hér að
ofan nema að Haukur Þórðar-
son kemur inn í Öldungaráð í
stað Bjarna Rafnar. Kjörtíma-
bil er tvö ár og er endurkjör
heimilt einu sinni. Á aðal-
fundi voru gerðar tvær laga-
breytingar. I 7. gr. var skotið
inn að endurkjör væri heimilt
einu sinni og dagskrá aðal-
fundar var sett inn sem 10. gr.
en fyrrum 10. gr. varð 11. gr.
Sigmundur Magnússon
formaður
Hörður Þorleifsson
ritari
Fræðsluvikan hefurfengið nafn
LÆKNADAGAR
verða 17.-21. janúar árið 2000
Fræðslustofnun lækna