Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 58

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 58
642 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 mars 1999 þar sem Guðmund- ur Björnsson yfirlæknir og formaður LI flutti erindi um Jónas Kristjánsson lækni, stofnanda Heilsuhælisins og stofnunina í fortíð, nútíð og framtíðarsýn hennar. Ferðir þessar hafa undan- tekningarlaust verið bæði fróð- legar og skemmtilegar. Efnið hefur verið margvíslegt, allt frá náttúru- og fuglaskoðun með sögu svæðisins fléttað inn í, til ferða á ýmsar heil- brigðisstofnanir og aðrar þjóðþrifastofnanir eins og til dæmis Vatnsveituna. Hvar- vetna hafa verið flutt erindi um staðinn og þátttakendur fara heim fróðari um ýmsa þætti lífsins í landinu. Jóla- fagnaður var haldinn í Korn- hlöðunni 17. desember 1998. Þar fluttu tónlistarmennirnir Björn Árnason, Kjartan Osk- arsson og Snorri Örn Snorra- son ásamt Bergþóri Pálssyni söngvara Bellman söngva. Milli laga flutti Árni Björns- son skemmtilega frásögn um Bellman. Fengu flytjendur frá- bærar undirtektir. Ágætu hlað- borði voru síðan gerð góð skil. Störf Öldungadeildar fyrir LÍ. Nýlunda í starfl félagsins Skömmu fyrir síðasta aðal- fund fór Guðmundur Björns- son formaður LÍ fram á það við stjórn Öldungadeildar að hún kannaði hvort meðlimir Öldungadeildar myndu fáan- legir til að sinna ýmsum mál- efnum og pósti sem skrifstof- unni berst. Þetta mun hafa komið til tals í stjórn LI vegna þess að hún gat engan veginn sinnt svo vel væri öllum þeim pósti sem félaginu barst svo og ýmsunr verðugum mála- flokkum hér innanlands og ekki síður ýmsum samskipt- um við erlend samtök lækna. Þá má og ætla að ýmsir þeirra sem hættir eru föstum störfum hafi rýmri tíma og ef til vill áhuga á að sinna einhverjum slíkum málum. Eins er ljóst að reynsla og þekking margra „öldunganna“ kemur að góðu gagni en innan Öldungadeild- ar má finna marga sem hafa verið virkir í félagsmálum lækna. Eftirfarandi skrá eða óskalisti um starf Öldunga- deildar kom frá skrifstofu LI. 1. Samskipti við WMA. 2. Samskipti við CP (Comité Permanent). 3. Stefnumótun LI, samantekt á ályktunum aðalfunda, fundunr og samskiptum við stjórnvöld. Utgáfa á „hvítri bók“. 4. Úrlausn á læknisfræðileg- um spurningum sem berast skrifstofu LI. 5. Upplýsingar um framhalds- nám lækna. 6. Þátttaka og samskipti við stuðningshópa lækna. 7. Samskipti við trúnaðar- menn á vinnustöðum. 8. Skrá yfir virkni manna í fé- lagsmálum. Félaginu hafa nú þegar bor- ist nokkur mál til umfjöllunar þótt farvegur til að fjalla um þessa málaflokka hafí enn ekki verið mótaður. Sumir þeirra tengjast Öldungadeild- inni en aðrir síður og því álita- mál hvort þeir eigi að vera á verkefnaskrá deildarinnar enda kom fram athugasemd varðandi það atriði á aðal- fundi. Stjórn næsta kjör- tímabil og lagabreyting Stjórn félagsins næsta kjör- tímabil er eins og segir hér að ofan nema að Haukur Þórðar- son kemur inn í Öldungaráð í stað Bjarna Rafnar. Kjörtíma- bil er tvö ár og er endurkjör heimilt einu sinni. Á aðal- fundi voru gerðar tvær laga- breytingar. I 7. gr. var skotið inn að endurkjör væri heimilt einu sinni og dagskrá aðal- fundar var sett inn sem 10. gr. en fyrrum 10. gr. varð 11. gr. Sigmundur Magnússon formaður Hörður Þorleifsson ritari Fræðsluvikan hefurfengið nafn LÆKNADAGAR verða 17.-21. janúar árið 2000 Fræðslustofnun lækna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.