Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 613 fyrirferð í lungnarót eða hnút í lunga (76%). Ellefu af 21 sjúklingi, sem höfðu staðbundna íferð eða samfall, reyndust hafa illkynja æxli og var það hæsta hlutfall illkynja æxla í nokkr- um einstökum flokki röntgenbreytinga. Enginn af 15 sjúklingum með eðlilega röntgenmynd reyndist hafa illkynja æxli. Af 64 illkynja æxlum voru 58 frumæxli í lungum, 28 hjá konum og 30 hjá körlum. Þar af voru 29 kirtilmyndandi krabbamein (50%), 13 flögukrabbamein (22%), 10 smáfrumukrabba- mein (17%), tvö stórfrumukrabbamein (3%), eitt óflokkanlegt lungnakrabbamein, eitt krabbasarkmein (carcinosarcoma), eitt silfur- frumuæxli (carcinoid tumor) og eitt eitilfrumu- æxli. Að auki greindist einn sjúklingur með iðraþekjuæxli (mesothelioma) við aðgerð. I fimm tilvikum reyndist vera um að ræða mein- vörp til lungna, frá frumæxli í nýrum í tveimur tilvikum og í maga, brisi og ristli hvert í einu tilviki. Mjög vandlega var farið yfir vefjasýni og sjúkraskrár sjúklinga með kirtilmyndandi krabbamein til að ganga úr skugga um, að um frumæxli í lunga væri að ræða. Mynd 1 sýnir Kaplan-Meier lífslengdargraf fyrir þá 58 sjúklinga sem greindust með frum- æxli í lungum. Miðgildi lífslengdar sjúklinga með frumæxli í lungum var 29 vikur og 15,5% lifðu í fimm ár. Meðal þeirra 19 sjúklinga með frumæxli í lungum sem fóru í skurðaðgerð í lækningaskyni var fimm ára lifun 37%. Tveir sjúklingar af 39, sem ekki fóru í skurðaðgerð, voru lifandi eftir fimm ár (5%), einn með kirtil- myndandi krabbamein og einn með flögu- þekjukrabbamein. Umræða Rannsókn þessi var gerð til þess að kanna árangur við greiningu illkynja æxla með berkjuspeglun meðal sjúklinga sem grunaðir voru um illkynja sjúkdóm í lungum. Sérstak- lega var kannað næmi frumurannsóknar með burstatækni sem grunnaðferðar við sýnistöku og borið saman við vefjarannsókn. Þá var útlit röntgenbreytinga og sjáanlegra breytinga í berkjum flokkað til þess að rannsaka tengsl við greiningu illkynja æxla. I framskyggnum rannsóknum á greiningarár- angri við berkjuspeglun hefur skoðun vefjasýn- is úr sjáanlegum æxlum í lungum skilað 70- 100% árangri (2). Þá hefur frumurannsókn með burstatækni skilað um eða yfir 80% árangri í flestum framskyggnum rannsóknum þar sem Lifunarhlutfall % Mynd 1. Lifunfrá greiningu meðal 58 sjúklinga með frumœxli í lungum. æxli í berkju var sjáanlegt (4-7) og berkjuskol hefur ýmist gefið svipaðan árangur eða heldur lakari. Næmi þessara rannsóknaraðferða minnkar í 33-75% þegar þeim er beitt við æxli sem eru það langt úti í lunga að þau sjást ekki við speglun (10,12,16,17). Flestar rannsóknir benda til þess að sé skyggningu beitt í þeim tilfellum auki það verulega árangur speglunar við greiningu (16,17). I okkar sjúklingahópi var sjáanlegu æxli í berkju lýst hjá 20 og þar af reyndust 17 hafa ill- kynja æxli, en hjá þremur var illkynja sjúkdóm- ur afsannaður með annarri speglun eða við krufningu. Af 13 sjúklingum, sem höfðu ekkert óeðlilegt við útlit berkja, var tekið vefjasýni í gegnum berkju í skyggningu hjá 10 og greind- ust illkynja æxli hjá sjö (70%) þeirra en aðeins tveir af 13 (15%) höfðu jákvætt frumusýni með burstatækni. Til að bera saman næmi frumurannsóknar og vefjarannsóknar er gagnlegast að líta á þann hóp sjúklinga sem reyndist hafa illkynja æxli og báðum rannsóknunum var beitt hjá. Þar kemur í ljós að næmi vefjarannsóknar var tals- vert hærra, en 38 af 54 (70%) greindust með vefjarannsókn en aðeins 18 af 54 (33%) með frumurannsókn. I heild bættu rannsóknirnar þó hvora aðra upp, því að þrír sjúklingar höfðu já- kvæða frumurannsókn þrátt fyrir neikvæða vefjarannsókn, en 23 höfðu jákvæða vefjarann- sókn en neikvæða frumurannsókn og er þetta í samræmi við aðrar rannsóknir (13). Næmi frumurannsóknar með burstatækni er lægra í þessari rannsókn en flestum öðrum sem birst hafa erlendis. Mögulegt er að samsetning sjúklingahóps með talsvert af æxlum utarlega í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.