Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 42
630 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Umræða og fréttir Sautjándi fundur norrænu læknablaðanna haldinn á Islandi Gagnagrunnurinn og aðsteðjandi samkeppni aðalmálin Norramu gestirnir fylgdust af atliygli með fyrirlestrum um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Ritstjórnir og starfsmenn norrænu læknablaðanna hafa þann sið að hittast til skrafs og ráðagerða á tveggja ára fresti til skiptis í löndunum fimm. I ár var komin röðin að Læknablað- inu að halda slíkan fund og fór hann fram í byrjun júní. Er skemmst frá því að segja að fundurinn, sem er sá sautjándi í röðinni, tókst hið besta og allir fóru heim ánægðir með árangurinn. Á þessum fundum er van- inn að gestgjafarnir ráði dag- skránni og leggi til eitthvert umræðuefni sem snertir þá sérstaklega. Að mati ritstjórn- ar Læknablaðsins kom vart annað til greina en gagna- grunnsmálið og fékk hún þrjá lækna til að hafa framsögu urn það, þá Gísla Einarsson, Har- ald Briem og Einar Oddsson. Miklar umræður urðu í fram- haldi af málflutningi þeirra og kom hinum norrænu gestum ýmislegt á óvart í allri með- ferð gagnagrunnslaganna. Ekki síst fannst þeim einkennilegt að Alþingi íslendinga skuli vera búið að setja lög sem heimila gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði án þess að ljóst sé hvaða upplýsingar eigi að setja í hann, hver ráði því í raun hvaða upplýsingar fara þangað inn, hver sé hin raun- verulega viðskiptahugmynd að baki grunninum og hvernig haga skuli eftirliti með starf- rækslu hans. Dagens Medicin Auk gagnagrunnsins ræddu fundarmenn stöðu læknablað- anna á Norðurlöndum en þar eins og á fleiri sviðum mann- lífsins eiga sér stað miklar breytingar og gerjun. I Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa á undanförnum fimm árum komið fram á sjónarsviðið ný blöð sem nefnast Dagens Medicin og hafa valið sér starfsfólk heil- brigðiskerfisins sem viðfang og markhóp. Þessi blöð eru að hluta í eigu sænska útgáfufyrirtækis- ins Bonniers en afganginn eiga fyrirtæki í hverju landi. Þau eiga það sameiginlegt að keppa af fullri hörku á auglýs- ingamarkaði og hafa valið sér læknablöðin sem helstu keppinauta. Misjafnt er eftir löndum hversu vel þeim verð- ur ágengt en til dæmis í Dan- mörku hefur málgagn lækna- samtakanna, Ugeskrift for læger, fundið fyrir talsverðum samdrætti í auglýsingum eftir að Dagens Medicin hóf göngu sína. I Danmörku hafði Uge- skrift for læger einkarétt á birtingu stöðuauglýsinga þar sem auglýst var eftir læknum en útgefendur Dagens Medi- cin kærðu það einkaleyfi fyrir samkeppnisyfirvöldum og höfðu betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.