Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 42

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 42
630 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Umræða og fréttir Sautjándi fundur norrænu læknablaðanna haldinn á Islandi Gagnagrunnurinn og aðsteðjandi samkeppni aðalmálin Norramu gestirnir fylgdust af atliygli með fyrirlestrum um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Ritstjórnir og starfsmenn norrænu læknablaðanna hafa þann sið að hittast til skrafs og ráðagerða á tveggja ára fresti til skiptis í löndunum fimm. I ár var komin röðin að Læknablað- inu að halda slíkan fund og fór hann fram í byrjun júní. Er skemmst frá því að segja að fundurinn, sem er sá sautjándi í röðinni, tókst hið besta og allir fóru heim ánægðir með árangurinn. Á þessum fundum er van- inn að gestgjafarnir ráði dag- skránni og leggi til eitthvert umræðuefni sem snertir þá sérstaklega. Að mati ritstjórn- ar Læknablaðsins kom vart annað til greina en gagna- grunnsmálið og fékk hún þrjá lækna til að hafa framsögu urn það, þá Gísla Einarsson, Har- ald Briem og Einar Oddsson. Miklar umræður urðu í fram- haldi af málflutningi þeirra og kom hinum norrænu gestum ýmislegt á óvart í allri með- ferð gagnagrunnslaganna. Ekki síst fannst þeim einkennilegt að Alþingi íslendinga skuli vera búið að setja lög sem heimila gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði án þess að ljóst sé hvaða upplýsingar eigi að setja í hann, hver ráði því í raun hvaða upplýsingar fara þangað inn, hver sé hin raun- verulega viðskiptahugmynd að baki grunninum og hvernig haga skuli eftirliti með starf- rækslu hans. Dagens Medicin Auk gagnagrunnsins ræddu fundarmenn stöðu læknablað- anna á Norðurlöndum en þar eins og á fleiri sviðum mann- lífsins eiga sér stað miklar breytingar og gerjun. I Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa á undanförnum fimm árum komið fram á sjónarsviðið ný blöð sem nefnast Dagens Medicin og hafa valið sér starfsfólk heil- brigðiskerfisins sem viðfang og markhóp. Þessi blöð eru að hluta í eigu sænska útgáfufyrirtækis- ins Bonniers en afganginn eiga fyrirtæki í hverju landi. Þau eiga það sameiginlegt að keppa af fullri hörku á auglýs- ingamarkaði og hafa valið sér læknablöðin sem helstu keppinauta. Misjafnt er eftir löndum hversu vel þeim verð- ur ágengt en til dæmis í Dan- mörku hefur málgagn lækna- samtakanna, Ugeskrift for læger, fundið fyrir talsverðum samdrætti í auglýsingum eftir að Dagens Medicin hóf göngu sína. I Danmörku hafði Uge- skrift for læger einkarétt á birtingu stöðuauglýsinga þar sem auglýst var eftir læknum en útgefendur Dagens Medi- cin kærðu það einkaleyfi fyrir samkeppnisyfirvöldum og höfðu betur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.