Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 65

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 649 Farsóttarfréttir Iðrasýkingar af völdum kampýlóbakter Samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítalans hefur orðið umtalsverð aukn- ing á kampýlóbaktersýking- um sem stafar fyrst og fremst af innlendu smiti. Aukningar á kampýlóbaktersýkingum varð fyrst vart árið 1996 og náði fjöldi tilfella hámarki ár- ið 1998 (mynd 1). Ekkert lát er á þessari aukningu það sem af er árinu 1999. í flestum til- vikum er ekki um hópsýking- ar að ræða heldur stök tilfelli sem dreifast um landið. Það getur bent til þess að sýkillinn breiðist með menguðum mat- vælum sem dreift er í verslun- um landsins og valdi sýkingu þegar matvæli eru matreidd á ófullnægjandi hátt. Rannsókn- ir skortir þó mjög á þessu sviði til þess að skýra orsök þessa máls. Þó hefur verið bent á að aukningin á kamp- ýlóbaktersýkingum sé sam- hliða aukningu í sölu á fersk- um kjúklingum (sýkillin þolir illa frystingu). Einnig er vitað að hluti kjúklinganna er mengaður af kampýlóbakter. I skyndiúttekt heilbrigðiseftir- lits á höfuðborgarsvæðinu á ferskum kjúklingum síðastlið- ið haust kom í ljós að 64% (14/22) þeirra reyndust sýktir. Því hefur sóttvarnalæknir ásamt sýkladeild Landspítal- ans, Hollustuvernd og yfir- dýralækni lagt til að gerð verði umfangsmikil rannsókn á útbreiðslu iðrasýkinga og orsökum þeirra hér á landi og að staðið verði að fræðslu al- mennings um meðferð mat- væla. Kampýlóbakter eða Cam- pylobacter jejuni hefur nú náð þeim sessi að vera algengasta bakterían sem veldur sýking- um í mönnum á Islandi vegna mengaðra matvæla. Bakterían á uppruna sinn í meltingarfær- um dýra og getur valdið sýk- ingu í mönnum ef matvæli eru ekki soðin eða steikt með full- nægjandi hætti. Þá getur bakt- erían borist í yfirborðsvatn frá fuglum og dreifst með þeim hætti til dýra og manna. I þremur tilvikum hefur slikt mengað vatn orsakað hópsýk- ingar hér á landi svo vitað sé. Einkenni sýkingar geta ver- ið missvæsin. Bakterían veld- ur bólgu í þörmum með niður- gangi, kviðverkjum, hita, ógleði og uppköstum, en getur líka valdið einkennalausri sýk- ingu. Sýkingin gengur oftast yfir innan viku án meðferðar, en getur stundum valdið lang- varandi fylgikvillum eins og Fjöldi 250 200- 150- 100- 50- □ Uppruni erlendis eða óþekktur ■ Uppruni innanlands 24 1990 1991 I 1992 1993 40 49 26 48 44 22 i191 1994 1995 1996 1997 69 Ar Mynd 1. Fjöldi skráðra tilfella kampýlóbaktersýkinga á árunum 1990-1998.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.