Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1999, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.07.1999, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 635 Um hóptryggingu lækna Nýlega hefur verið vakin athygli á því, að í gildi er samningur milli Læknafélags fslands og tiltekins trygginga- félags um hóptryggingu lækna, sem meðal annars felur í sér, að tryggingafélaginu er heimilt að neita þeim um tryggingu, sem taldir eru í of mikilli heilsufarslegri áhættu að mati tryggingafélagsins. Læknasamtökin hafa með öðrum orðum samið um hóp- tryggingu fyrir hönd stéttar- innar með þeim hætti, að þeir sem tryggingafélagið telur sér óhagkvæmt að tryggja eru valdir úr og þeim er neitað um tryggingu. Vitneskjan um þessa skil- mála komu mér verulega á óvart. Ég minnist þess að fyrir allmörgum árum var talað um það í hópi lækna, að ráðlegt væri fyrir Læknafélag íslands að beita sér fyrir hóptyggingu lækna og voru færð fyrir því þau rök, að læknar gætu sem hópur í krafti samtaka sinna náð betri kjörum hjá trygg- ingafélögum en ef þeir tryggðu sig sem einstaklingar. Með því móti gætu læknar stutt hver annan og læknasam- tökin verið skjól og skjöldur félaganna. En ég skildi um- ræðuna þannig, að þarna væri verið að tala um tryggingu fyrir alla lækna sem þess ósk- uðu, að allir meðlimir L.í hefðu þarna jafnan rétt. En nú kemur það í ljós, að L.í. hefur bara samið um réttindi fyrir suma. Félagið er einungis skjól og skjöldur hinna ffl- hraustu, en skilur þá eftir úti í kuldanum sem standa höllum fæti vegna meintrar heilsu- farsáhættu. Mér er tjáð, að hjá verka- lýðsfélögum sé hóptrygging á vegum félaganna með þeim hætti, að hópurinn sé skil- greindur sem ein heild og allir félagarnir séu tryggðir, áhætt- unni sé jafnað út og sama gjald sé fyrir alla. I fljótu bragði virðist þetta vera eðli- legur framgangsmáti fyrir fé- lagslega hóptryggingu. Svo virðist, sem þetta mál hafi ekki verið mikið kynnt meðal lækna, fáir virðast kunna skil á því, og á það einkum við um ákvæðið um brottkast lækna með aukna áhættu. Það verður að teljast óvið- unandi frammistaða hjá Læknafélagi Islands að standa að málurn með þessum hætti. Allir læknar á íslandi eiga aðild að L.í. Það er í krafti þessarar aðildar sem félagið getur fengið lækkun á iðgjöld- um. Allir félagarnir eiga þar jafnan hlut og því jafnan rétt. Það má margt um þetta mál segja. Að þessu sinni minni ég aðeins á aldagamla hug- myndafræði læknastéttarinnar um bræðralag lækna, þetta, sem kallast collegialitet og er einn af hornsteinunum undir siðfræði læknastéttarinnar. Ég heiti á alla lækna, sem vilja halda við siðgæði og rétt- læti innan læknastéttarinnar, að beita sér fyrir því, að þessi samningur verði endurskoð- aður með það fyrir augum, að allir læknar fái sama rétt. Guðmundur Helgi Þórðarson Læknablaðið á netinu: http://www.icemed.is/ laeknabladid Hvað eru LÆKNADAGAR?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.