Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 24

Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 24
D emókratar guldu á þriðju-daginn versta afhroð í bandarískum flokkastjórn- málum síðan á millistríðsárunum. Það eina sem bjargaði meirihluta flokksins í öldungadeildinni voru innbyrðis átök repúblikana, milli hóf- samra og grasrótarinnar í Teboðs- hreyfingunni. Sérfræðingar spá þvermóðskulegum rimmum í Wash- ington næstu tvö árin. Það gæti hins vegar auðveldað Obama að ná endur- kjöri í næstu forsetakosningum. Mesta fylgistap í 72 ár Til að finna viðlíka fylgistap í banda- rískri flokkapólitík verður að leita aftur til ársins 1938. Það vill svo til að ástæðurnar fyrir afhroði demó- krata þá voru mjög svipaðar nú- verandi aðstæðum. Árið 1937 hafði efnahagsástandið hríðversnað. At- vinnuleysi hafði aukist um fimm pró- sentustig frá kosningunum tveim- ur árum áður. Efnahagsumbætur Roosevelts forseta glötuðu öllum trú- verðugleika þegar ástandið versnaði í stað þess að batna. En gríðarlegt fylgistapið má líka útskýra á þá leið að demókratar höfðu í nokkurn tíma notið óvenjulega góðs fylgis. Þegar á bjátaði reyndist erfitt að halda þing- sætum í þeim kjördæmum þar sem kjósendur höfðu áður verið hallir undir repúblikana. Efnahagurinn batnar lítið Á þriðjudaginn var töpuðu demó- kratar rúmlega 60 sætum af þeim 255 sem þeir höfðu í fulltrúadeild þingsins á síðasta kjörtímabili. Það var enn verið að telja og endurtelja atkvæði þegar blaðið fór í prentun, það tekur sinn tíma að fá lokaúrslit. Það eitt er víst að tapið var stórt. Líkt og árið 1938, þegar demókratar töp- uðu 72 þingsætum, er aðalástæðan sú að efnahagsumbætur hafa ekki skilað sér til bandarísks almennings, nema síður sé. Demókratar hafa haft meirihluta í báðum deildum þingsins auk þess að ráða í Hvíta húsinu und- anfarin tvö ár. Þrátt fyrir þetta eru enn um 10 prósent Bandaríkjamanna án atvinnu og nauðungaruppboðum hefur lítið fækkað frá því þau náðu hámarki 2009. Það verður hins vegar að mæla fylgistapið í samhengi við hinn gríð- armikla meirihluta sem demókratar höfðu í fulltrúadeildinni á síðasta kjörtímabili. Jafnvel sá fjöldi sæta sem repúblikanar bættu við sig núna dugði ekki til að þeir næðu jafnstór- um meirihluta og demókratar hafa haft. Teboðið skaðaði repúblikana Magnús Sveinn Helgason sagnfræð- ingur, sem lengi hefur fylgst grannt með og bloggað um bandarísk stjór- nmál, bendir þó á að niðurstöðurn- ar hafi ekki verið jafn ótvíræður og sögulegur sigur og repúblikanar höfðu vonað. Þvert á margar skoð- anakannanir hafi repúblikanar ekki náð að sölsa undir sig meirihlutann í öldungadeildinni. Magnús segir að Teboðshreyfing repúblikana, sem margir hafi spáð miklum vinsæld- um, hafi endað með því að skaða Repúblikanaflokkinn. „Teboðshreyf- ingin beinlínis tapaði tveimur sætum sem Repúblikanar hefðu með réttu átt að geta unnið. Þeir hefðu getað tekið Delaware með því að tefla fram hófsamari frambjóðanda en Christine O’Donnell og sömu sögu er að segja af Nevada.“ Með þessum tveimur sætum hefðu repúblikanar verið með 49 öldungadeildarþing- menn og hefðu þannig aðeins þurft tvö atkvæði íhaldssamra demókrata til að koma lögum í gegnum efri deild þingsins. Rimmur fram undan Líkt og margir stjórnmálaskýrendur dregur Magnús afdráttarlausar línur fyrir framtíðina: „Obama nær varla að koma neinum málum í gegnum þingið næstu tvö árin.“ Hann spáir þrátefli milli neðri og efri deildar þingsins. Einnig geti sú pattstaða komið upp, ef repúblikanar ná frum- varpi í gegnum efri deildina, að for- setinn neiti að skrifa undir. John Boehner, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur þegar lýst því yfir að hann muni leiða flokks- bræður sína í kröftugri mótspyrnu gegn umbótum Obamas á heil- brigðistryggingakerfinu. Magnús telur líklegt að repúblikanar muni í raun kæfa umbætur Obamas með því að taka slík verkefni af fjárlögum. Þeir þingmenn sem tilheyra Teboðs- hreyfingunni séu sérstaklega líkleg- ir til óbilgirni þar sem þeir vilji vart að ríkið veiti nokkra þjónustu sem einkaaðilar geti innt af hendi. Gæti auðveldað endurkjör Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, bendir hins vegar á að Boehner sé sáttfúsari en demókratinn Nancy Pe- losi, sem hefur verið forseti þings- ins. Hann geri sér að auki grein fyr- ir því að repúblikanar verði að reiða fram lausnir á efnahagsvandanum; það verði erfitt nema með samstarfi við demókrata. Fordæmið sem repú- blikanar óttast er þegar flokkurinn náði meirihluta í millikosningum 1994 undir forystu Newts Gingrich. Hann stýrði þingmeirihlutanum út í mjög þvermóðskulega andstöðu við Bill Clinton í Hvíta húsinu. Gingrich og þingmenn repúblikana gengu svo langt að neita að samþykkja fjárlög, sem varð til þess að bandaríska alríkið varð að loka allri þjónustu nema því allra nauðsynlegasta. Þær óvinsældir sem Gingrich bakaði sér og repúblikönum urðu til þess að Clinton náði endurkjöri árið 1996. Silja Bára segir að Obama hafi átt erfitt með að yfirgnæfa neikvæða orðræðu repúblikana um skatta- og efnahagsmál í aðdraganda þessara kosninga. „Ráðandi orðræða repú- blikana er sú að skattar hafi hækk- að. Obama hefur ekki náð að koma því á framfæri að skattar hafa í raun lækkað hjá meirihluta fólksins í landinu.“ Hún segir að í könn- unum hafi fjórðungur kjósenda kennt forsetanum um efnahags- ástandið, litlu færri en skella skuldinni á forvera hans, Ge- orge Bush. „Persónulega hef ég alltaf talið ólíklegt að hann myndi ná endurkjöri,“ segir Silja Bára, „sérstaklega ef demókratar hafa stjórn á „öllu“ kerfinu, með meiri- hluta í báðum deildum þingsins. En með því að deila ábyrgðinni á ástandinu næstu tvö árin er mögu- leiki á því að honum verði ekki kennt jafn mikið um og hann komi betur út að tveimur árum liðnum.“ Í aðdraganda kosninganna fór Sarah Palin að ýja að því í orði og æði að hún hefði hug á að verða forsetaframbjóðandi repú- blikana 2012. Þegar teboðsæðið reis sem hæst hugsaði hún sér gott til glóðarinnar og ruglaði saman reytum við grasrótina í Teboðshreyfingunni. Hún lýsti yfir opinberum stuðningi við þrjá teboðsframbjóðendur til öld- ungadeildarinnar. Enginn þeirra hafði hins vegar erindi sem erfiði. Christine O’Donnell tapaði nær öruggu repúblikanasæti í Dela- ware og viðskiptakonan Carly Fiorina tapaði í Kaliforníu, þrátt fyrir gegndarlausan fjáraustur í kynningarmál. Vandræðalegast var hins vegar að Joe Miller skyldi tapa í heimaríki Palin, Alaska. Hann hafði, með stuðningi Palin, slegið út sitjandi öldungadeildar- þingmann repúblikana, Lisu Mur- kowski, í forkosningunum. Hún bauð þá fram sjálfstætt og náði þannig að verja þingsætið fyrir flokksbróður sínum. Táknrænn ósigur teboðsins Magnús Sveinn Helgason sagn- fræðingur, sem er sérfróður um stjórnmál Bandaríkjanna, segir að þrátt fyrir að Teboðshreyfingin geti státað af nokkrum sigrum, þá séu ósigrar hennar meira slá- andi. Hann nefnir Nevada sem eitt skýrasta dæmið. Sitjandi öld- ungadeildarþingmaður fylkisins, demókratinn Harry Reid, var svo óvin- sæll að í byrjun þessa árs var gert ráð fyrir að hann myndi tapa með 10-15 prósentna mun, nán- ast óháð því hvaða frambjóðanda repúblikanar myndu tefla fram. Efnahagurinn í fylkinu, sem m.a. hýsir spilaborgina Las Vegas, er bágborinn. Þar er einna mest at- vinnuleysi í Bandaríkjunum og nauðungaruppboð eru tíðari þar en annars staðar. „Að auki hrapaði fylgi Reids með Demókrataflokknum því hann er leiðtogi demókrata í öld- ungadeildinni,“ segir Magnús. „Svo vann Sharron Angle forkosn- ingarnar. Hún er mjög róttækur teboðsframbjóðandi og varð fljótt mjög áberandi fulltrúi hreyfingar- innar. Fljótlega upp úr því jókst fylgi Reids og svo fór að hann vann með miklum mun. Þetta þóttu mjög skýr skilaboð um að kjósendur hefðu hafnað teboðs- stefnunni, fyrst Angle gat ekki einu sinni tekið þennan slag.“ Reyna að bola Palin út Magnús segir að stuðningur Pal- in við Teboðshreyfinguna hafi frekar veikt hana en styrkt inn- an flokksins. Undanfarnar vikur hafi verið skýr merki á lofti um að leiðtogar flokksins vilji losna við hana og grafi því mark- visst undan henni sem frambjóðanda. „Það er grunsamlegt hversu margt virðist leka frá innanflokksmönnum í Repúblikanaflokknum um Palin. Flestir repúblik- anar virðast telja að bjóði hún sig fram geti Obama sigrað; hún sé of auðveldur mótframbjóðandi.“ Misheppnað teboð Söru Palin Sarah Palin tók nokkra frambjóðendur Teboðshreyfingarinnar upp á sína arma en ósigur þeirra gæti haft neikvæð áhrif á möguleika hennar til forsetaframboðs 2012. Magnús Sveinn Helgason sagn- fræðingur. Afhroð demókrata gæti bjargað Obama Repúblikanar unnu stórsigur í kosningum í Bandaríkjunum í vikunni. Herdís Sigurgrímsdóttir rýnir hér í úrslitin sem þrátt fyrir allt geta komið Obama vel þegar til lengri tíma er litið. TÖPUÐU Á TEBOÐINU Stuðningur Söru Palin dugði ekki til að tryggja áberandi teboðsfram- bjóðendum sigur. Hún gæti sjálf hafa borið skarðan hlut frá borði. GÆTI HJÁLPAÐ OBAMA Afhroð demókrata er til marks um óánægju kjósenda með árangur Obamas og flokksins hans í efnahagsmálum. Með meirihluta í fulltrúadeild- inni taka repúblikanar mun meiri ábyrgð á ástandinu og ekki verður hægt að skella skuldinni allri á demókrata. Þetta gæti skipt sköpum í forsetakosningunum eftir tvö ár. 24 fréttaskýring Helgin 5.-7. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.