Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 26
E f ég ætla að halda í við dóttur mína þýðir ekkert annað en að styrkja líkamann og komast í form,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir (28), leikkona og blaðamaður á Séð og heyrt. Hún mætir nú í ræktina þrisvar í viku, klukkan sjö að morgni, hittir Ólaf Ólafsson einkaþjálfara sem slær aldrei af: „Fyrsta æfingin var rosaleg, mér var óglatt – ég hélt ég myndi æla.“ Rótleysi, stefnuleysi og kæruleysi kvöddu Lilju Katrínu þegar hún fékk dóttur sína í hendur við fæðinguna fyrir tíu mánuðum. „Dóttir mín bjarg- aði lífi mínu, ég segi það hiklaust því að hún gefur mér innblástur og ég þakka henni fyrir það á hverjum degi. Ég held að æðri öfl hafi ákveðið að núna ætti ég að breyta lífi mínu til hins betra og að þessi litla stúlka væri leiðin til þess að gera það,“ segir Lilja enda óléttan fjarri því að vera plönuð. Fyrsti tíminn hjá einkaþjálfaranum Ólafi var ekkert ólíkur fyrstu mánuð- um meðgöngunnar hjá Lilju – tíminn einkenndist af ógleði. En tilgangurinn helgar meðalið: „Þessi litlu kríli geta allt. Hún sefur til dæmis í jógastelling- um sem ég kemst ekki einu sinni í og svo finnst mér – og það þekkja líklega allar konur sem hafa komið börnum út úr sér – að þau gefa manni tilgang í lífinu. Maður fær gríðarlega ábyrgðar- kennd og spark í rassinn að standa sig til þess að fæða og klæða þessi litlu börn og veita þeim sómasamlegt líf.“ Bústin í gaggó En vart plaga aukakílóin Lilju? „Ég komst nú að því eftir meðgönguna að ég hafði tekið það bókstaflega að borða fyrir tvo,“ segir hún. „En markmiðið núna er fyrst og fremst að styrkja mig.“ Hún veit þó hvernig það er að burðast með aukakíló: „Já, ég náði hátoppnum um fermingu,“ segir Lilja og hlær um leið og hún ræðir alvöru lífsins. „Ég átti í basli með aukakílóin sem barn en pældi ekkert í því fyrr en í gaggó. Þá vildi enginn koma í sleik! Strákarnir vildu bara vera vinir mínir. En auð- vitað verða feitar stelpur líka skotnar í strákum þótt þeir verði ekki skotnir í þeim,“ segir Lilja sposk. „Vandinn er þó að offita er ekki heilbrigð og maður verður að snúa þróuninni við. Það tókst mér í framhaldsskóla.“ Lilja segir hægara sagt en gert fyrir foreldra að takast á við þyngdarvanda unglinganna sinna. „Það væri því ákjósanlegt að þeir fengju hjálp frá skólanum sínum. Þeir fást við fíkn og því þurfa þeir hjálp þótt viljastyrkurinn verði að vera fyrir hendi. Því má heldur ekki gleyma að holdarfar getur leitt til öfga í báðar áttir. Það er alveg ljóst.“ Ástin færi vel á skjánum Hin hispurslausa Lilja hefur vakið athygli undanfarið fyrir einleikinn sinn Mamma, ég! sem hún sýndi fyrir Kvennafrídaginn, en ekki síður fyrir að segja frá því að dóttirin kom undir eftir einnar nætur gaman í Kaupmannahöfn. „Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar ég komst að því að ég væri ólétt; hvernig gat þetta komið fyrir mig? Komið fyrir! Ég gerði þetta bara, liggur við, upp á eigin spýtur.“ Hún tók upp samband við barnsföðurinn, sem flutti heim frá Danmörku þegar hún var komin um fjóra mánuði á leið. „Það var ást við fyrstu sýn þegar ég sá barnsföður minn og unnusta í fyrsta sinn,“ segir hún: „Söguþráður sambandsins er eins og í bíómynd.“ Einleikurinn sem fjallar um leyndar- dóma meðgöngunnar – gyllinæð, þvagleka, grátköstin og ósögðu hlut- ina um fæðinguna – hefur fengið svo frábærar viðtökur að hún ætlar að sýna hann aftur í nóvember og desember hér í borginni og einnig úti á landi. Hún hefur þegar bókað sýningu á Ísafirði og stefnir á að sýna á Akureyri og stærri stöðum landsbyggðarinnar. En meðfram sýningum, barnauppeldi og ástinni stefnir Lilja á að verja næsta mánuðunum samviskusamlega í rækt- inni: „Það þýðir ekkert annað. Nógu andskoti mikið kostar þetta!“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Einkaþjálfun lilja katrín Gunnarsdóttir ætlar Ekki að sitja Eftir þEGar dóttirin tEkur á rás Lilja Katrín Gunnarsdóttir ætlar að halda í við dóttur sína og slær því ekki slöku við í ræktinni. Hér tekur hún á því undir handleiðslu Ólafs Ólafssonar einkaþjálfara. Ljósmynd/Hari Lilja veit hvað það er að takast á við auka- kílóin, það gerði hún sem barn og hristi þau af sér í framhaldsskóla. Ljósmynd/úr einkasafni Já, ég átti í basli með auka- kílóin sem barn en pældi ekkert í því fyrr en í gaggó. Þá vildi enginn koma í sleik! Dóttir mín bjargaði lífi mínu Lífið tók nýja stefnu þegar Lilja Katrín eignaðist dóttur sína. Hún telur að æðri öfl hafi ákveðið að setja festu í líf hennar og nú, einu og hálfu ári seinna, er hún komin á fullt í ræktinni til að fylgja dóttur sinni eftir í lífinu. Bræðraborgarstíg 9 Tilkynnt var í vikunni að hið vinsæla spil Fimbulfamb væri loksins að koma út í nýrri útgáfu og með nýjum orðum. Hefur þú spilað Fimbulfamb? SPURNING VIKUNNAR Ásmundur Helgason Fimbulfamb er einfaldlega skemmtilegasta spil sem ég hef spilað! Katla Hreiðarsdóttir Algjör snilld! Örugg uppskrift að frábærum stundum með fjölskyldu og vinum. Finnbogi Einarsson Féll kylliflatur fyrir þessu spili á sínum tíma. Get varla beðið eftir nýju útgáfunni – spennandi tímar framundan! Hildur Sigurðardóttir Það eru allir að tala um hvað þetta Fimbulfamb sé skemmtilegt. Mun tryggja mér eintak um leið og spilið kemur í búðir. 26 fréttir Helgin 5.-7. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.