Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 42
42 viðhorf Helgin 5.-7. nóvember 2010 Það getur verið gaman að velta því fyrir sér hvernig fólk velst saman. Kona mín er þeirr­ ar skoðunar að um svokallað náttúruval sé að ræða, að tiltölulega ólíkir einstaklingar velj­ ist saman svo að afkvæmi þeirra verði bæri­ lega gerð, taki til jafns frá foreldrum sínum útlit og innræti. Hún er dökk yfirlitum, jafn­ vel svo að sá grunur hlýtur að vakna að ein­ hver formóðir hennar hafi ornað skipreika Fransmanni. Hún segir mér að draumur sinn, sem ungrar stúlku, hafi einmitt verið að eignast brúneygan svartkoll sem föru­ naut. Suðræna útlitið heillaði augljóslega. Hún endaði hins vegar með hánorrænt kvikindi, ljóst yfirlitum á allan máta, hátt til klofs og handleggjalangt. Aðspurð segir hún að sér hafi hreinlega ekki verið sjálfrátt í því vali, öfl náttúrunnar sjálfrar hafi grip­ ið inn í. Ættmenni hennar verða seint talin sérlega hávaxin. Því hafi genin í sér greint kynbótarmöguleika, það mætti teygja aðeins á þessum stubbum. Ég er annarrar skoðunar, ekki með eins djúpar pælingar. Í meginatriðum lít ég svo á að þeir veljist saman sem hittast í fyllirís­ partíum skólanna þegar hormónarnir ólmast hvað ákafast. Líki viðkomandi þokkalega hvoru við annað þegar víman er af runnin, hafi bærilega nærveru og gott geðslag til sambúðar gangi hlutirnir upp. Ef annar að­ ilinn er styttri og hinn lengri er líklegt að afkvæmi þessara partípésa verði af skikkan­ legri lengd. Sama gildir um litaraftið. Dökkt og ljóst leiðir af sér góðan milliveg, drapplit­ an. Vísi nef annars upp og hins niður verður útkoman að öllum líkindum hið fullkomna nef næstu kynslóðar. Það er einmitt þessi líkamshluti í miðju andlitinu sem hefur komið konunni til að velta fyrir sér erfðum og umhverfi. Hinn lappalangi ljós­ víkingur sem hún valdi sem föður að börn­ um sínum er með uppbret t nef. „Þetta kemur að vestan,“ segir hún og vísar til breiðfirðsks uppruna eiginmanns­ ins. „Það er ekkert und­ irlendi þar sem forfeður þínir þvældust um hlíðar og fjöll. Þess vegna horfðu þeir stöðugt upp í loftið, skimandi eftir rollurössum, mann fram af manni. Nasirnar urðu því að snúa upp til þess að áar þínir fengju nægilegt súrefni á eilífum hlaupum sínum neðan við brekkurnar. Þetta hefur því verið hrein og klár aðlögun náttúrunnar – nema þið eigið einhvern óútskýrðan forföður sem var svona í framan.“ Hún horfði á sinn heittelskaða og lagði mat á sköpulag hans; sjálf með nasir sem snúa niður. „Það hlýtur að rigna upp í nefið á þeim sem eru svona skapaðir,“ hélt hún áfram, frekar eins og hún væri að tala við sjálfa sig en bóndann um leið og hún fletti Mogganum með morgunkaffinu. Hún lét vera að nefna þúfnagöngulagið sem hún er þó sannfærð um að sé aðlagaður fótaburður þeirra sem aldrei fengu að ganga á sléttlendi. Konan var komin aftarlega í erlendu frétt­ irnar þegar hún rak upp óp, lagði kaffiboll­ ann frá sér og sló sér á lær. „Þú ert kominn af apa, góði minn, um það þarf ekki að efast lengur. Þarna er hann kominn ljóslifandi, forfaðir þinn, týndi hlekkurinn.“ Hún lyfti blaðinu. „Sjáðu,“ sagði hún um leið og hún rak blaðsíðuna framan í mig. Fyrirsögnin blasti við: „Apinn með upp­ bretta nefið“. Ég kíkti á blaðið og gat ómögulega séð sjálfan mig í þeirri mynd sem þar gaf að líta, né heldur glæsilega forfeður mína að vest­ an, tindilfætta og smáfríða. „Það er ekkert að marka myndina,“ sagði konan, „hún er fótósjoppuð út frá skyldri tegund því engar myndir hafa náðst af apanum enda er hann í útrýmingarhættu á afskekktu og skógi vöxnu svæði í norðurhluta Búrma. „Lands­ lagið þarna hlýtur að vera svipað og á þess­ um eyðikjálka þínum fyrir vestan, skóg­ og fjalllendi, þótt hríslurnar séu kannski eitt­ hvað hærri í Búrma en við Breiðafjörðinn.“ Konan las upphátt og með tilþrifum. „Þetta ert þú, það er engum blöðum um það að fletta,“ sagði hún í miðri lýsingu á þessari nýju apategund sem var að uppgötvast og er í útrýmingarhættu, „hvítt skegg, uppbrett nasahol, gjarnir á að hnerra þegar það rignir og vatn lekur inn í nef þeirra, auk þess sem þeir eru með hvítan hárbrúsk í eyrunum.“ „Ég rakaði af mér skeggið fyrir tuttugu árum,“ sagði ég í veikri vörn, „og er ekki með meiri hárbrúska í eyrunum en gengur og gerist. Svo hnerra ég bara eins og aðrir.“ „Ef það heyrist hnísuhljóð í apanum þegar hann hnerrar, svona eins og í þér, þá þarf ekki frekari vitnanna við,“ sagði konan og leit á mann sinn. „Hann er sagður í útrýmingarhættu, greyið. Ættum við að skreppa til Búrma, áður en það verður of seint, og tékka á þess­ um afa þínum?“ Apinn með uppbretta nefið Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Fræðsla fyrir þig Reykjavík – 10. nóv. Fjármál hemilanna Borgartún 19 Fyrirlesari Breki Karlsson Kópavogur – 16. nóv. Greiðslur úr lífeyrissparnaði, hvað ber að hafa í huga? Turninn Smáratorgi Fyrirlesari eódór Friðbertsson Reykjavík – 24. nóv. Lærðu á netbankann þinn Borgartún 19 Fyrirlesari Kristjana Emma Kristjánsdóttir Skráðu þig á arionbanki.is. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur. Fundirnir hefjast kl. 17:30 og standa yfir í 90 mínútur. Boðið er upp á táknmálstúlkun  VIkAn SEm VAR Ris og fall Rómaveldis „Árni M. Mathiesen til starfa hjá FAO í Róm“ Fyrrverandi fjármálaráðherra Íslands var ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Hann mun stýra sviði sjávarútvegs og fiskeldis hjá stofnuninni, sem hefur höfuðstöðvar í Róm. Stórborg við ysta haf „Fjölbýlishús á Raufarhöfn óselt“ Þetta eru ellefu íbúðir og allur pakkinn til sölu í einu lagi, segir talsmaður fast- eignasölu en uppsett verð er 55 milljónir. Formleg tilboð hafa ekki borist. Það er gott að búa í Kópavogi „Bæjarfulltrúar sýknaðir í meiðyrða- máli“ Héraðsdómur Reykjaness sýknaði þrjá bæjarfulltrúa Kópavogs af kröfu fyrirtækis dóttur Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, um ómerkingu ummæla sem birtust í grein þremenn- inganna í Morgunblaðinu í fyrra. Hvað má þá þjóðin segja? „Björgvin sér eftir því að hafa ekki hætt fyrr“ Fyrrverandi við- skipta- og banka- málaráðherra sér ennþá eftir því að hafa ekki sagt af sér sem ráðherra áður en kom að þjóðnýtingu Glitnis. Stál og hnífur er merki mitt „Bubbi á leynifundi með Baugsfeðgum“ Bubbi Morthens vildi ekkert við DV tala þegar blaðið leitaði viðbragða hans við mynd sem Eiríkur Jónsson birti á blogg- síðu sinni þar sem Bubbi fundar með feðgunum Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Flísin og bjálkinn „Steingrímur gagnrýnir fjölmiðla“ Fjármálaráðherra segir lítinn stuðning við ríkisstjórnina ekki koma á óvart enda „tali fjölmiðlar hlutina niður úr gólfinu“. Haldið um eyrun „Mike Tyson millilenti á Íslandi“ Ferðalangar um borð í þotu Icelandair ráku upp stór augu og eyru þegar upp- götvaðist að Mike Tyson, einn mesti boxari allra tíma, var á meðal farþega um borð í vél félagsins. Hnefaleikarinn var á hátindi ferilsins þegar hann beit eyrað af keppinauti sínum, Evander Holyfield. Má ekki brúka rússnesku ECA- þoturnar sem Möller leyfði? „Áhersla á aukna samvinnu í öryggis- málum“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á aukna samvinnu Norður- landanna, m.a. í öryggismálum, á fundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór samhliða þingi Norðurlandaráðs. Nýtum almenningssamgöng- urnar „Handteknir í strætó“ Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Selfossi, að því er Sunnlenska frétta- blaðið greinir frá, en mennirnir voru handteknir í strætisvagni milli Selfoss og Hveragerðis, grunaðir um innbrot í síðarnefnda bænum. F lest eigum við okkur drauma um eitthvað sem okkur langar til að gera. Sumt af því langar okkur mikið til að gera en annað er okkur meira sama um. Sumt er okkur búið að dreyma lengi um en annað ekki. Sumt vitum við að verður aldrei annað en draumur, annað er raunhæft en samt gerum við ekki meira í því. Hvað er það sem stöðvar okkur? Stundum göngum við skrefinu lengra og við kynnum okkur það sem okkur langar til að gera betur, ræðum um það við okkar nánustu en við stígum ekki skrefið til fulls. Það vantar eitthvað upp á. Á því stigi er stundum eins og við reynum að finna því eitt­ hvað til foráttu og við hættum við. Við getum verið föst í því ferli árum saman. Auðvitað er skynsamlegt að velta hlutunum fyrir sér og vega og meta kosti þeirra og galla. Það er nauðsyn­ legt til að ana ekki út í einhverja vitleysu. Staðreyndin er bara sú að oft eru þetta hlutir sem við höfum alla burði til að gera og gætu vel orðið að veruleika, en við bara treystum okkur ekki til að gera þá nægilega vel. Við þorum ekki að taka áhættuna og höldum að við munum klúðra þeim á einhvern hátt. Ef okkur langar nægilega mikið til að gera eitt­ hvað og vitum innst inni að við getum gert það, er þá eftir nokkru að bíða? Þrá okkar til að láta drauminn rætast verður að vera það sterk að hún yfirstígi allar hindranir á leiðinni, því þær verða margar í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Það er áskorun að takast á við öll verkefni. Með því að gera eitthvað sem gengur lengra en það sem sem við þorum venju­ lega að gera, byggjum við smám saman upp aukið sjálfstraust. Með góðu sjálfs­ trausti getum við tekist á við öll verkefni lífsins, hver svo sem þau kunna að verða. Við getum oftast meira en við höldum. Það er betra að láta drauma okkar rætast, þótt þeir verði ekki fullkomnir, heldur en að hugsa stöðugt um eitthvað en þora aldrei að taka stökkið. Látum það ekki stöðva okkur. Reynum ekki að vera fullkomin. Byrjum, undirbúum okkur eins vel og við getum og gerum það svo. Treystum sjálfum okkur fyrir því að það verði nægilega vel gert þegar að því kemur. Það verður kannski ekki eins frábært í byrjun og við óskum okkur en með þrautseigju og þolinmæði verður það betra. Allt tekur sinn tíma og þjálfun. Það mikilvægasta er að þora að láta verða af því sem okkur dreymir um. Aukið sjálfstraust Þorum við að láta drauma okkar rætast? Hrefna Guðmundsdóttir jógakennari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.