Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 48

Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 48
GERÐU VERÐSAMANBURÐ LÆGRA LYFJAVERÐ Í 14 ÁR –einfalt og ódýrt Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Ef þú kemur að borða á Saffran á sunnudögum með mömmu eða pabba þá máttu velja þér rétt af matseðli litla fólksins og færð hann frítt! Gildir fyrir börn 10 ára og yngri, til 15. des. og eingöngu ef borðað er á staðnum með fullorðnum. Og munið: Skrímsli borða ekki krakka sem borða hollan mat! Helgin 5.-7. nóvember 2010  breytingaaldurinn M a rga r konur f inna fyrir ýmsum óþægindum þegar þær komast á brey- tingaaldurinn. Má þar nefna hita- og svitakóf og þurrk í slímhúð leggan- ga og þvagfæra sem getur, að sögn Sigrúnar Arnardóttur kvensjúk- dómalæknis, valdið ertingu og endurteknum sýkingum, svo sem sveppasýkingu og þvagfærasýkin- gu. Þá finna sumar konur fyrir and- legum einkennum svo sem kvíða, depurð og svefntruflunum. „Aðaláhættan við það að taka hormón er hætta á brjóstakrabba- meini sem eykst að litlu leyti við langtímanotkun hormóna,“ segir Sigrún en auk þess er hætta á blóð- tappa hjá ákveðnum hópi kvenna sem taka hormón. „Sumar konur taka hormón tíma- bundið, oft í 5-10 ár, eftir tíðahvörf til að líða betur en sumar velja að taka ekki hormón og svo eru aðr- ar konur sem geta alls ekki tekið hormón. Þar á meðal eru konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein eða blóðtappa. Konur á frjósemisskeiði sem fá brjóstakrabbamein fara oft í tíðahvörf eftir lyfjameðferðina. Lyf í flokki þunglyndislyfja sem nefnd eru SSRI-lyf geta hjálpað þessum hópi kvenna þar sem sýnt hefur ver- ið fram á að þau dragi verulega út hita- og svitakófum. Til eru mörg lausasölulyf í apó- tekum og heilsubúðum ætluð kon- um á breytingaaldrinum. Flest þessi lyf innihalda vítamín, kalk, snefilefni – til dæmis magnesíum, sínk og selen – og jafnvel soja og hvannarót. Sojavörur geta valdið estrogenlíkum áhrifum á líkamann og hafa verið notuð til að minnka hitakóf.“ Mataræði og hreyfing Sigrún bendir á að beinmassinn minnki með árunum og að allar kon- ur ættu að taka kalk og D-vítamín eftir tíðahvörf til að styrkja beinin. „Konur byrja að tapa beinmassa eft- ir tíðahvörf þegar estrogen-styrkur í blóðinu lækkar.“ Útivist og líkamsrækt er ráðlögð en Sigrún nefnir að slíkt styrki bein- in, hjarta- og æðakerfið og andlega líðan. „Það er mikilvægt fyrir konur á miðjum aldri að huga vel að mat- aræðinu því það hægir á brennslu- kerfi líkamans með aldrinum og konur finna að þær þurfa oft að borða minna, þær fitna auðveldar og eiga erfiðara með að ná aukakíló- unum af sér.“ Sigrún ráðleggur konum á breyt- ingaaldri að fara í kólesterólmæling- ar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að kólesteról getur verið hátt þótt konur séu grannar. „Eftir tíðahvörf er algengt að kon- ur finni fyrir óþægindum í slímhúð í leggöngum og þvagfærum. Margar konur vita ekki að það er til horm- ónameðferð sem er notuð stað- bundið í leggöngin. Þessi meðferð viðheldur eðlilegri starfsemi slím- húðarinnar og kemur í veg fyrir að hún þorni og verði viðkvæm. Þessi meðferð er án áhættu fyrir konur og meira að segja konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein geta nýtt sér þessa staðbundnu meðferð.“ Ýmis ráð önnur en hormón Ekki kjósa allar konur sem finna fyrir óþægindum vegna breytinga- aldursins að taka hormón. Þeim standa ýmsar aðrar leiðir til boða. Sigrún Arnardóttir kvensjúkdómalæknir. Ljósmynd/Hari Þessi meðferð er án áhættu fyrir konur og meira að segja kon- ur sem fengið hafa brjóstakrabbamein geta nýtt sér þessa staðbundnu meðferð.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.