Fréttatíminn - 05.11.2010, Side 60
60 bíó Helgin 5.-7. nóvember 2010
frumsýningar
Ástríður og ótti
Græna ljósið frumsýnir nýjustu
mynd Woodys Allen, You Will Meet
a Tall Dark Stranger, á föstudag.
Samkvæmt venju veltir Allen sér
upp úr tilfinningaflækjum fólks sem
glímir við sjálft sig og umhverfi sitt
af veikum mætti. Anthony Hopk-
ins og Gemma Jones leika hjón
sem eru komin í öngstræti. Kallinn
yfirgefur kerlu til þess að eltast við
glataða æsku sína og símavændis-
konu. Frúin missir tökin á tilver-
unni og setur allt sitt traust á spá-
kerlingu. Dóttir hjónanna, Naomi
Watts, er ekki síður óhamingjusöm
í hjónabandi sínu með eiginmann-
inum, sem Josh Brolin leikur, og
fellur fyrir fjallmyndarlegum yfir-
manni sínum sem Antonio Bande-
ras leikur. Sem sagt ekta Woody
Allen með öllum þeim sálarflækjum
sem honum fylgja.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,8/10, Rotten
Tomatoes: 48%, Metacritic: 51/100
f rank Moses (Bruce Will is) l i f ir f rekar óspennandi lífi og hund-
leiðist eftir að hann hætti hjá
leyniþjónustunni og settist
í helgan stein. Þegar hópur
þjálfaðra morðingja veitist að
honum hrekkur hann í gamla
formið og snýr vörn í sókn.
Hann smalar saman nokkrum
gömlum félögum, sem allir
eru komnir af léttasta skeiði,
og þegar gamlingjarnir fá að
spreyta sig á ný sýna þeir að
þeir hafa engu gleymt.
Frank dregur Joe ( Morg-
an Freeman) út af elliheimili,
John Malcovich leikur Mar-
vin, sem er snargeðbilaður
og heldur sig á Flórída, og
hin virðulega leikkona Helen
Mirren leikur Victoriu, fyrrum
leigumorðingja, sem rekur
gistiheimili. Þegar þessi und-
arlegi hópur er samankominn
eiga vondu kallarnir ekki von
á góðu þar sem öll kunna þau
enn sitt fag þótt þau séu orðin
svolítið stirð og roskin. Enda
kemur á daginn að fátt kemur
í staðinn fyrir reynslu og and-
legan þroska þeirra sem muna
tímana tvenna.
Þessi frábæri hópur leikara
fær dyggan stuðning frá ekki
síðri spámönnum í smærri
hlutverkum. Sjálfur Brian
Cox dúkkar til dæmis upp sem
gömul, rússnesk kaldastríðs-
grýla sem tókst á við vinahóp-
inn þegar þau voru öll yngri
og sprækari. Meistari Rich-
ard Dreyfuss er svo líka með
í fjörinu og eldgamla kempan
Ernest Borgnine (The Dirty
Dozen, The Wild Bunch,The
Poseidon Adventure, Escape
from New York) tekur slaginn
eina ferðina enn. Kallinn er
orðinn 93 ára og sjaldséður á
hvíta tjaldinu síðustu áratugi
og sjálfsagt hafa einhverjir ver-
ið búnir að telja hann af. Mary-
Louise Parker (The West
Wing) og Julian McMahon,
sem er þekktastur fyrir túlkun
sína á siðlausa lýtalækninum
Christian Troy í Nip/Tuck eru
fremst í flokki yngri deildar-
innar í þessum ellismelli.
Dómar í öðrum miðlum:
Imdb: 7,3/10, Rotten Tomatoes: 70%,
61/100
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
f yrrum tukthúslimurinn Danny Trejo er illilegur og ógnvekjandi náungi sem
smellpassar í hlutverk hins grjót-
harða Machete enda persónan
hönnuð utan um leikarann. Mac-
hete er brjálæðislega klár lögga
sem mætir ofjarli sínum í dópkóngi
sem frekar klístraður Steven Sea-
gal leikur. Viðskiptum þeirra lýkur
með því að fjölskylda Machete er
drepin og hann sleppur nær dauða
en lífi úr klóm illmennisins.
Þremur árum síðar dregst Mac-
hete inn í flókinn svikavef sem
gengur út á að tryggja snældu-
vitlausum rasista endurkjör til
setu á þingi. Robert DeNiro sýnir
skemmtilega takta í hlutverki þess
skítalabba sem hefur hinn mjög
svo sjaldséða Jeff Fahey og eitís-
hetjuna Don Johnson sér til halds
og trausts í illvirkjum sínum.
Þegar þessir kónar reyna að
drepa Machete snýst hann gegn
þeim af fullri hörku og fær um
leið tækifæri til þess að hefna fjöl-
skyldu sinnar. Gellurnar Jessica
Alba og Michelle Rodriguez styðja
Machete í stríðinu við vondu kall-
ana. Alba er jafn sæt og venjulega
en heldur bitlaus, sérstaklega í
samanburði við Rodriguez sem
hefur blessunarlega fundið töffið
sitt aftur.
Sagan er þvæld moðsuða með
þann eina tilgang að gefa skemmti-
legum leikurum tækifæri til þess
að vera voða svalir og drepa fólk
með miklum og blóðugum tilþrif-
um. Veikleikarnir í sögunni skipta
nákvæmlega engu máli og myndin
gengur vel upp sem fín skemmtun
hjá leikstjóranum og handritshöf-
undinum Robert Rodriguez.
Hann gerir myndina blygðunar-
laust í B-mynda stíl og er með alla
grunnþættina á hreinu; töffara-
skap, grafískt ofbeldi, kynþokka
og nekt í hæfilegu magni. Þeir sem
kunna að meta rusl af þessu tagi
vita nákvæmlega að hverju þeir
ganga og verða ekki sviknir. Hin-
um er ráðlagt að halda sig fjarri.
Þórarinn Þórarinsson
Due Date
Juliette Lewis, Robert
Downey Jr. og Zach Ga-
lifianakis leiða hér saman
hesta sína í gamanmynd um
geðvondan stressbolta sem
á von á sínu fyrsta barni og
liggur því lífið á að komast heim
áður en frumburðurinn kemur
í heiminn. Hann missir illu heilli
af flugvél og neyðist því til að
ferðast þvert yfir Bandaríkin
ásamt undarlegum fábjána
þannig að ferðin verður vægast
sagt taugatrekkjandi.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,5/10,
Rotten Tomatoes: 40%,
Metacritic: 59/100
Sammy’s Adventures
Þrívíddarteiknimynd um
skjaldbökuna Sammy. Hann
er klófestur af mávi um leið
og hann skríður úr eggi. Hann
sleppur frá illfyglinu en er þá
orðinn strandaglópur úti á miðju
hafi. Hann hittir aðra skjaldböku
og saman ákveða þau að leita
að skjaldbökuparadísinni
Lapagos.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,4/10,
Rotten Tomatoes: -, Metacritic: -
Klassadama
Helen Mirren á, að körlunum
sem deila Red með henni ólöst-
uðum, ansi hreint glæsilegan
feril sem einkennist af miklum
metnaði og djörfung til að
takast á við umdeild verkefni
með undarlegum leikstjórum
sem fara ótroðnar slóðir.
Mirren, sem hét Ilyena Lydia
Vasilievna Mironov áður en
hún fann sér þjálla nafn, er
orðin 65 ára. Hún nýtur mikillar
virðingar og skyggir á flestar
konur í sínum aldursflokki. Hún
á að baki umdeildar myndir á
borð við Caligula, The Cook,
The Thief, His Wife & Her Lover
eftir rugludallinn Peter Gree-
naway en sú mynd gekk fram
af mörgum árið 1989. Mirren
setti einnig sterkan svip á The
Long Good Friday, Excalibur,
The Comfort of Strangers og
var alveg hreint frábær í hlut-
verki lögregluforingjans Jane
Tennison í bresku sakamála-
þáttunum Prime Suspect.
Mirren hlaut Óskarsverðlaunin
árið 2006 fyrir aðalhlut-
verkið í The Queen þar sem
hún bókstaflega breytti sér
í Elísabetu Bretadrottningu.
Þá hefur hún verið tilnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir bestan
leik í aukahlutverki fyrir The
Madness of King George árið
1994 og Gosford Park 2001.
Helen Mirren ber aldurinn
vel og sveiflar vélbyssum
eins og ekkert sé í Red.
Alvöru B-mynd
Anthony Hopkins leikur mann sem fær gráa fiðringinn á efri árum.
bruce Willis: Kominn á eftirlaun og enn að drepa
Myndin um
hrunið
Í Inside Job kafar Charles
Ferguson ofan í ástæður
stóra efnahagshrunsins
árið 2008. Hann talar
við fjölda fólks sem kom
að málum úr ýmsum
áttum, gefur engum grið
og fær ekki betur séð en
fjármálakerfi heimsins
hafi verið ein risastór
svikamilla. Hann hefur yfirreið
sína um heiminn á Íslandi sem
hlýtur að teljast ákaflega við-
eigandi.
Aðrir miðlar: 7,7/10, Rotten
Tomatoes: 95%, Metacritic:
87/100
Efnahags-
hrunið
sem skók
heims-
byggðina
er skoðað
í Inside
Job.
Malcovich, Freeman og Willis eru komnir af léttasta skeiði en láta það ekki draga úr sér kjark þegar fortíðin eltir þá uppi og líf
þeirra hangir á bláþræði.
Hættuleg gamalmenni
Bruce Willis fer fyrir glæsilegum hópi leikara sem komnir eru af léttasta skeiði í spennumyndinni
Red. Hann leikur gamalt hörkutól á eftirlaunum hjá CIA sem þarf að smala saman gamla genginu
sínu og rifja upp gamla drápstakta þegar sérþjálfaðir morðingjar ógna lífi hans.
Machete sendir fjendur sína til heljar
með skemmtilegum tilþrifum.
bíódómur: machete