Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 62

Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 62
Þörfin á að lykta vel Ég stóð lengi í snyrtivörudeild Hag- kaupa um helgina. Var farin að fæla frá mér aðra viðskiptavini sem tóku á sig stóran krók til að komast hjá því að ganga fram hjá mér. Handahófskennt tók ég fram hvert ilmvatnið af öðru í von um að finna það eina rétta. Var farin að lykta eins og risavaxið ilmvatnsglas. Valkvíðinn var í hámarki og ég gat ekki fundið réttu lyktina. Of sæt eða of sterk. Þurfti að vanda valið því yfirleitt fæ ég fljótlega leiða á því ilmvatni sem ég geng með. Á endanum gekk ég út. Var búin að eyða hátt í klukkutíma í að finna réttu lyktina. Gafst upp. Blandaður ilmur af öllum þeim tegundum sem ég hafði prófað höfðu fest í vitunum og allt lyktaði eins. Þetta skiptir okkur máli. Hver kona hefur þörf fyrir að lykta vel og það tekur langan tíma að finna rétta ilminn sem hentar þeim. Leitin getur endað í mörgum ferðum í næstu snyrtivöru- verslun. Aðeins til að leita að því eina rétta. Ilmurinn skiptir okkur máli og þetta er mjög persónubundið. Oftar en ekki endurspeglast lyktin í persónuleika okkar svo við þurfum að vanda valið. Þegar konur hafa fundið það ilmvatn sem hentar þeim best og eru loksins ánægðar með valið, halda þær yfirleitt í það í mörg ár. Eltast við það til annarra landa ef þörf krefur. Það gerist oft. En þetta er ilmvatnið þeirra og þær eru tilbúnar að ganga langt til að verða sér úti um það. 62 tíska Helgin 5.-7. nóvember 2010 F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 www.gabor.is Sérverslun með HEILSUSKÓR St. 35-44 Verð 7.495.- Fyrsta flokks innlegg tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Mánudagur Skór: Sneaky Steve í Svíþjóð Buxur: G-star Bolur: Suit-Imperium, Smáralind Jakki: Suit-Imperium, Smáralind Húfa: Amma prjónaði hana Þriðjudagur Skór: Sneaky Steve í Svíþjóð Buxur: Levi’s Skyrta: Levi’s Úr: Dolce&Gabbana Miðvikudagur Skór: Kolaportið Bolur: Suit-Imperium, Smáralind Buxur: G-star Armbönd: Spúútnik, Laugavegi. CHeryl Cole notAr: Blautan kinnalit frá nars. Veitir húðinni mikinn gljáa, undirstrikar há kinnbein hennar og rjóðar kinnar. Vinsæla Juicy tubes glossið frá lancome. Gerir varirnar kirsuberjarauðar. ljósan augnskugga frá Chanel. Skyggir augun á áberandi hátt. Boss orange ilmvatn. Hún leggur áherslu á að lykta alltaf vel og segir að Boss Orange sé það sem hún gæti síst verið án. Cheryl notar einnig gerviaugnhár við öll tækifæri. Þau lengja og þykkja hennar eigin augnhár og setja sterkan svip á andlitið.  snyrtivörur Cheryl Cole Með einstakt útlit Cheryl Cole, sem nýlega hefur stigið sín fyrstu skref sem söngkona utan stúlknahljóm- sveitarinnar Girls Aloud, er talin vera ein allra fegursta kona heims. Hún er þekkt fyrir bros sitt sem bræðir nærstadda og spékoppana sem ljá henni einstakt útlit. En spékopparnir eru ekki lengur einstakir því mörg hundruð lýtaaðgerðir hafa verið gerðar í Bretlandi á konum sem hafa viljað verða sér úti um sams konar spékoppa og söngkonan. Hún er mjög framarlega í flokki þegar kem- ur að fegurð og tísku og víða eltist kvenfólk við þær snyrtivörur sem hún notar. Hún gefur góð fegrunarráð og segir að lykillinn sé ekki að nota dýrar snyrtivörur, heldur að nota þær snyrtivörur sem henta manni best!  vara vikunnar Blandaði saman og bjó til Lengi vel hafði verðlaunaleikkonan Halle Berry verið í miklum vandræðum með að velja sér ilmvatn sem hentaði hennar persónuleika. Hún byrjaði að blanda saman nokkrum tegundum og endaði með því að búa til ilm sem henni þótti fullkominn fyrir sig. Hún var svo ánægð með útkomuna að hún ákvað að fram- leiða þennan ilm til þess að aðrir fengju að njóta hans. Þessi blanda hennar kom á markað árið 2009 undir hennar nafni og hefur rokið út. Vinsælli hefði hún ekki getað orðið. Hér á landi fæst ilmvatnið í verslunum Hagkaupa og Flugstöð Leifs Pub í miklu uppáhaldi Kristján Karl Þórðarson, 21 árs áhugamaður um tónlist, tísku, snjóbretti og trommur. „Ef ég ætti að lýsa stílnum mínum í einu orði, þá væri það Russel Brand,“ segir Kristján og hlær. Mest kaupir hann af fötum í G-star og Imperium hér á Íslandi. „Ég vinn í G-star, svo fötin mín eru mikið þaðan. Annars er Imperium líka rosalega svöl búð. Svo er verslunin Pub í Svíþjóð í miklu uppáhaldi. Frekar óþekkt búð á hliðargötu sem selur fatnað frá óþekktum hönnuðum.“ Innblásturinn fær hann alls staðar að í kringum sig og kaupir helst föt sem honum finnst henta sínum stíl best. „Ég held að ég eigi enga fyrirmynd í sambandi við tísku, en eins og ég sagði þá er leikarinn Russel Brand án efa langsvalasti gaur í heimi. Engin spurning!“ 5 dagar dress Fimmtudagur Skór: Converse, Deres Buxur: G-Star Skyrta: Levi’s Sólgleraugu: Optical Studio. Föstudagur: Buxur: Levi’s Bolur: Suit Skór: Pub, Stokkhólmi Jakki: G-star

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.