Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 66

Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 66
66 dægurmál Helgin 5.-7. nóvember 2010 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Viltu ná kjörþyngd og komast í form? TT námskeiðin okkar sívinsælu, frá toppi til táar, miðast við að veita konum leiðsögn um lífshætti sem skila árangri. Þau byggjast á áralangri reynslu og fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsbeitingu, fundi, vigtun og mælingar. TT námskeiðin standa yfir í sex vikur. Þrjá tíma í viku er stunduð markviss líkamsrækt sem eflir þol og styrk og tekur mið af einstaklingsbundinni getu. Vigtað er í hverjum tíma og mælingar gerðar þrisvar á tímabilinu. Fundur er haldinn einu sinni í viku. Við veitum persónulega þjónustu í notalegu umhverfi þar sem algjör trúnaður ríkir. Velkomin í okkar hóp!EFLIR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í sk h ö n n u n Innritun hafin á síðustu TT-námskeið fyrir jól í síma 581 3730 telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun 18:40 J mánud, - miðvikud 19:25 og lau 8:30 18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára) NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 14. nóvember kl. 17:00 Námskeið hefjast 14. nóvember Hiti í Halloween- partíi Heidi Klum Ofurfyrirsætan Heidi Klum hélt árlegt Halloween-partí sitt á Lavo-veitingastaðnum í New York á sunnudagskvöldið. Mikið var um dýrðir en Klum og eiginmaður hennar Seal stálu senunni með frumlegum búningum. Klum var klædd sem ofurhetja og gnæfði yfir alla gestina á 60 sentimetra háum hælum. Seal var í silfurbúningi og sagði Klum að hann væri „Silver Surfer“ úr myndinni Fantastic Four. Þokkadísin Kim Kardashian mætti á svæðið í gervi Rauðhettu litlu. Aðalástæða veru hennar í New York var þó að vera viðstödd opnun á fataversluninni Dash, sem hún á með systrum sínum. Rapparinn Ice-T kom með íturvaxna eig- inkonu sína Coco í partíið. Coco var klædd í hjúkkubúning og sagði við fjölmiðla að hún hefði keypt búninginn sérstaklega fyrir kvöldið. Gestgjafinn sjálfur, hin glæsilega Heidi Klum, var óþekkjanleg. Ximena Navarrete, handhafi titlisins Miss Universe, var sjóðandi heit í partíinu. Hjónakornin Ice-T og Coco með söngvarann Seal, eiginmann Heidi Klum, á milli sín. Þokkadísin Kim Kardashian var Rauðhetta fyrir fullorðna. Söngkonan Ashanti faldi ná- kvæmlega ekki neitt í partíinu. L eikhúsgestum gefst tækifæri til þess að taka þátt í hinum bráðskemmtilega útvarps- þætti Orð skulu standa í Borgarleik- húsinu. Á Litla sviðinu er útvarps- forminu blandað við uppistand, tónlist og umræðuþátt þar sem ís- lenska tungumálið er sem fyrr kruf- ið og greint. Þátturinn, sem Karl Th. Birgisson hafði umsjón með á Rás 1 í ein átta ár, er jafnan hin besta skemmtun. Þar spreyta fjór- ir gestir sig á þrautum sem minna okkur öll á fjölbreytileika tungu- málsins (og sér í lagi hliðar þess sem við veltum sjaldnast fyrir okk- ur). Tveir þeirra eru fararstjórar/ gestgjafar en svo bætast við tveir nýliðar í hverjum þætti. Á sviðinu á dögunum voru Andrea Gylfadóttir söngkona og stjórnmálamaðurinn Guðmundur Steingrímsson, gestir liðstjóranna Davíðs Þórs Jónsson- ar og Sólveigar Arnarsdóttur auk Karls Th. spyrils sem ferðaðist vítt og breitt um salinn. Það er vandasamt að ætla sér að leggja leikhúsmælistiku á frammi- stöðu keppenda því þátturinn er klárlega ekki sýning. Nær væri að kenna uppákomu af þessu tagi við kvöldvöku. Vissulega voru þar sýnd ákveðin dramatísk tilþrif en eðli málsins samkvæmt voru þátttak- endur þarna í sínum eigin hlutverk- um og mjög sjarmerandi sem slíkir. Efnistökin gera þeim einnig kleift að sýna sínar bestu hliðar, þarna skapast fróðlegar og skemmtilegar umræður út frá spurningunum og dagskráin er síðan brotin upp með tónlistaratriðum og annars konar sprelli. Af því leiðir að skemmt- anagildi þáttarins er mjög háð því hversu fjörugir og fróðir gestirnir eru. Svo heppilega vildi til að bæði Andrea og Guðmundur voru hvoru tveggja. Þáttur Pálma Sigurhjartasonar tónlistarstjóra er afar mikilvægur. Hann er stemmningsvakinn sem styður allt sem fram fer á sviðinu. Hann mætti jafnvel láta meira til sín taka. Þó allir ættu að hafa áhuga og ást á íslensku máli er það ekki raunin. Upplifunin á Litla sviðinu er vel til þess fallin að vekja áhuga og við- halda honum en heimsókn þangað hentar þó ekki öllum ég er hrædd um að yngri kynslóðum finnist þetta full lágstemmt. En ég vil sér- staklega hnippa í íslenskukennara landsins og hvetja þá til að sjá þátt- inn sem og fjölmiðlafólk sem hefur metnað til þess að auðga mál sitt. Persónulega hef ég virkilega gaman af þættinum, hvort heldur í útvarpi eða á sviði. Ég vil gjarnan leggja það til að RÚV taki við hon- um aftur og setji hann á dagskrá í staðinn fyrir hringavitleysuna á laugardagskvöldum. Kristrún Heiða Hauksdóttir  Dómur Orð skuLu stanDa 3 stjörnur Íslenskan í aðalhlutverkinu  Orð skulu standa Borgarleikhúsið Umsjónarmaður: Karl Th. Birgisson

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.