Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 67

Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 67
dægurmál 67Helgin 5.-7. nóvember 2010  Dómur Orð skulu stanDa 3 stjörnur Íslenskan í aðalhlutverkinu Þær eru skap- andi og það er skemmtilegt að vinna með þeim eins og öllu þessu fólki sem skipar hljómsveitina.  rúnar ÞórissOn: Fylgir Falli eFtir Dæturnar syngja með Rúnar Þórisson tónlistarmaður og gítarleikari hljómsveitarinnar Grafik sendi nýlega frá sér hljómplötuna Fall og blæs af því tilefni til útgáfutónleika í Tjarnarbíói á þriðjudagkvöld klukkan 20.30. Tólf manna hljómsveit stígur á stokk með Rúnari og í þeim hópi eru dætur hans tvær, þær Lára og Mar- grét, sem sjálfar hafa skapað sér nafn í tónlistarbransanum. „Það eru þrjú ár síðan ég byrjaði á plötunni þegar ég lagði grunninn að þeim hugmyndum sem allt annað byggist á. Ég vinn yfirleitt þannig að ég geng út frá einhverri lítilli hugmynd sem hleður utan á sig og fleiri hug- myndir bætast við þangað til komið er lag,” segir Rúnar. Rúnar er þekktastur sem gítarleikari en er allt í öllu á Falli og vann hana sem alhliða tónlistarmaður og lagði tölu- verða vinnu í útsetningar fyrir strengi, blásturshljóðfæri og söngraddir. Rúnar segir það hafa verið mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að starfa með dætrum sínum á plötunni og tón- leikunum. „Þær syngja bak- og aðal- raddir með mér. Þær eru skapandi og það er skemmtilegt að vinna með þeim eins og öllu þessu fólki sem skipar hljómsveitina. Það eru örugglega allir í bandinu yngri en ég en ég hef sótt svo- lítið í að vinna með yngra fólki í tónlist. Að öðrum aldursskeiðum ólöstuðum er oft meiri gerjun hjá yngra fólkinu þótt það sé ekki algilt.” Lára Rúnarsdóttir hefur gefið út þrjár plötur og Rúnar segist hafa samið nokkur lög með henni áður en henni tókst að hasla sér völl í tónlistinni. „Ég hjálpaði henni kannski svolítið að kom- ast í gang og Margrét kemur svo í kjöl- far systur sinnar og hefur tekið við af henni sem söngkona í hljómsveitinni Lifun.“ Rúnar tók sér góðan tíma í gerð Falls en hann segir hug- myndavinnuna í upphafi alltaf vera skemmtilegasta hlutann í sköpunarferli hljómplötu. Miley tekur ekki afstöðu í skilnaði Hannah Montana-stjarnan Miley Cyrus ætlar ekki að taka afstöðu í skilnaði for- eldra sinna. Heimildir herma að henni sé illa brugðið en ætli að halda tilfinn- ingum sínum fyrir sig og halda hlutleysi í deilum foreldra sinna. Faðir Miley, Billy Ray Cyrus, hefur farið fram á sameiginlegt forræði yfir þremur börnum hans og Tish, móður söngkonunnar. Hjónin eiga einnig tvö sjálfráða börn. Slash hættir við skilnað Slash, gítarleikari hinnar fornfrægu rokksveitar Guns N´Roses hefur aftur- kallað beiðni um skilnað frá Perlu Ferrar, eiginkonu sinni til níu ára. Rokkhundurinn lagði fram beiðni um skilnað fyrir tveimur mánuðum vegna ósættanlegs ágreinings en er nú hættur við allt saman. Slash og Perla gengu í hjónaband árið 2001 og saman eiga þau tvo syni, 8 og 4 ára. Fyrir rúmu ári þakkaði Slash Perlu og fjölskyldunni að hann hefði náð að róa sig og losa sig frá þeim hörðu efnum sem hann hafði notað um langt árabil. Kim í hljóðveri Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian er í miklum ham um þessar mundir og nú berast þær fregnir úr herbúðum hennar að hún hyggist feta í fótspor stallsystur sinnar, Paris Hilton, með því að gefa út hljómplötu. Hún hefur verið í hljóðveri með stjörnu- framleiðandanum Terius Nash sem hefur gert lög fyrir ekki minni stjörnur en Rihanna og Beyoncé.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.