Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 16
02/06 kjarninn Efnahagsmál
M
ikið hefur verið rætt um það í fjölmiðlum, á
vettvangi stjórnmálanna og víðar að kröfu-
hafar Glitnis og Kaupþings, auk fulltrúa
þeirra í slitastjórnum þessara risavöxnu
þrotabúa, séu tilbúnir að gera Seðlabanka
eða stjórnvöldum einhvers konar tilboð til að leysa úr þeim
vanda sem eignir þeirra í íslenskum krónum valda íslenskum
fjármálastöðugleika. Við blasir enda að kröfuhafarnir fá ekki
að skipta þessum eignum í erlendan gjaldeyri hjá Seðlabank-
anum og hverfa frá. Íslendingar eiga einfaldlega ekki gjald-
eyri til að skipta þeim tæplega 400 milljörðum krónum sem
um ræðir til að slíkt væri gerlegt.
Þeir sem stýra hinu svokallaða óformlega kröfuhafaráði
búanna tveggja hafa, ásamt slitastjórn Glitnis, leitað eftir
samtali við Seðlabankann eða forsvarsmenn ríkisstjórnar-
innar til að leggja til lausnir sínar á þessum vanda. Í fram-
haldinu vonast þeir til að fá að klára nauðasamninga sem
beðið hafa afgreiðslu í um ár og fá greitt út úr búunum.
Þessar umleitanir hafa gengið vægast sagt illa.
Viðræðum hafnað
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði
í viðtali við Kjarnann 22. ágúst síðastliðinn að það væru
sameiginlegir hagsmunir kröfuhafa og íslenskra stjórnvalda
að leysa úr þessum vandkvæðum þannig að hægt yrði að
afnema gjaldeyrishöft. „Þess vegna finnst mér tilefni til að
gera ráð fyrir því að kröfuhafarnir muni vilja leggja fram
lausn. Þeir þurfa að sýna frumkvæði í þessu. Ég geri ráð fyrir
að kröfuhafarnir séu að meta stöðu sína og hvað sé raunhæft.
Vonandi gerist það fljótlega,“ sagði Sigmundur Davíð.
Slitastjórn Glitnis sendi fimm dögum síðar erindi á
Sigmund Davíð, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahags-
ráðherra og Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Í því kom
fram að kröfuhafar væru tilbúnir til viðræðna um hvað þyrfti
að gera til að leyfa þeim að klára nauðasamninga sína.
Seðlabankinn svaraði erindinu mánuði síðar. Í svarinu
sagði meðal annars að „þó nákvæmri greiningu sé ekki lokið
efnahagsmál
Þórður Snær Júlíusson
thordur@kjarninn.is