Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 28

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 28
S tyrkleiki Ísland felst í því hvað við eigum orðið hæfileikaríka leikmenn. Gæðin hjá sumum okkar leikmönnum eru slík að ég man bara ekki eftir að hafa séð slíkt lengi og þegar þau eru til staðar eigum við alltaf séns gegn hvaða liði sem er. Lars er af gamla skólanum. Taktíkin 4-4-2 er hans barn og það eru álíka jafn miklir möguleikar að hann breyti 4-4-2 eins og að Ísrael og Palestína semji um frið. Einnig hefur hann það sem allir góðir þjálfarar hafa; heppni. Hefur einhver spáð í það að Jóhann Berg hefði aldrei spilað hægri kant gegn Sviss nema af því að Birkir er betri varnarmaður vinstra megin þar sem mesta hætta Svisslendinga var? Ég held ekki. Annað atriði; ef Ísland hefði ekki verið að tapa í hálfleik 3-1 á móti Sviss hefði taktíkinni aldrei verið breytt. Ég sagði áðan að Lars væri þjálfari af gamla skólanum. Ástæðan er einföld; hann er með tvo tæklara í miðjustöðunni frekar en tæklara og góðan fótbolta- mann. Fótbolti fer að mestu fram á miðjunni. Það sem Spán- verjar áttuðu sig á er að það er betra að hafa leikmenn sem geta haldið bolta og spilað en að hafa menn sem eru varnar- sinnaðir, það er tæklarar. Auðvitað verða menn að bíta frá sér og eins og menn sáu er Gylfi engin gunga þegar kemur að því að láta finna fyrir sér. Gylfi hefði aldrei fengið að spila þarna og þá meina ég aldrei nema af því að við höfðum engu að tapa á móti Sviss. Það gekk upp. Gylfi átti síðan einhvern magnaðasta leik hjá miðjumanni í íslenska liðinu sem sést hefur á Laugardalsvelli í leiknum gegn Albaníu. Núna get ég ekki hugsað mér að sjá liðið spila nema að hafa Aron og Gylfa á miðjunni. Það er eitthvað sem segir mér að Heimir Hallgríms eigi meiri þátt í þessum árangri en marga grunar. Heimir sýndi það með Eyjamönnum að hann er klókur þjálfari og undirbýr lið sín vel. Það sem ég var hrifnastur af við hann var að hann vill spila fótbolta. Eiður er síðan endurfæddur, að spila loksins með alvöru fótboltamönnum, verst að hann er ekki 30 ára. Það er unun að horfa á Eið með þessa stráka inni á vellinum Fótbolti Arnar Gunnlaugsson 02/04 kjarninn fótbolti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.