Kjarninn - 10.10.2013, Page 28

Kjarninn - 10.10.2013, Page 28
S tyrkleiki Ísland felst í því hvað við eigum orðið hæfileikaríka leikmenn. Gæðin hjá sumum okkar leikmönnum eru slík að ég man bara ekki eftir að hafa séð slíkt lengi og þegar þau eru til staðar eigum við alltaf séns gegn hvaða liði sem er. Lars er af gamla skólanum. Taktíkin 4-4-2 er hans barn og það eru álíka jafn miklir möguleikar að hann breyti 4-4-2 eins og að Ísrael og Palestína semji um frið. Einnig hefur hann það sem allir góðir þjálfarar hafa; heppni. Hefur einhver spáð í það að Jóhann Berg hefði aldrei spilað hægri kant gegn Sviss nema af því að Birkir er betri varnarmaður vinstra megin þar sem mesta hætta Svisslendinga var? Ég held ekki. Annað atriði; ef Ísland hefði ekki verið að tapa í hálfleik 3-1 á móti Sviss hefði taktíkinni aldrei verið breytt. Ég sagði áðan að Lars væri þjálfari af gamla skólanum. Ástæðan er einföld; hann er með tvo tæklara í miðjustöðunni frekar en tæklara og góðan fótbolta- mann. Fótbolti fer að mestu fram á miðjunni. Það sem Spán- verjar áttuðu sig á er að það er betra að hafa leikmenn sem geta haldið bolta og spilað en að hafa menn sem eru varnar- sinnaðir, það er tæklarar. Auðvitað verða menn að bíta frá sér og eins og menn sáu er Gylfi engin gunga þegar kemur að því að láta finna fyrir sér. Gylfi hefði aldrei fengið að spila þarna og þá meina ég aldrei nema af því að við höfðum engu að tapa á móti Sviss. Það gekk upp. Gylfi átti síðan einhvern magnaðasta leik hjá miðjumanni í íslenska liðinu sem sést hefur á Laugardalsvelli í leiknum gegn Albaníu. Núna get ég ekki hugsað mér að sjá liðið spila nema að hafa Aron og Gylfa á miðjunni. Það er eitthvað sem segir mér að Heimir Hallgríms eigi meiri þátt í þessum árangri en marga grunar. Heimir sýndi það með Eyjamönnum að hann er klókur þjálfari og undirbýr lið sín vel. Það sem ég var hrifnastur af við hann var að hann vill spila fótbolta. Eiður er síðan endurfæddur, að spila loksins með alvöru fótboltamönnum, verst að hann er ekki 30 ára. Það er unun að horfa á Eið með þessa stráka inni á vellinum Fótbolti Arnar Gunnlaugsson 02/04 kjarninn fótbolti

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.