Kjarninn - 10.10.2013, Page 36

Kjarninn - 10.10.2013, Page 36
05/05 kjarninn Danmörk olli vonbrigðum. Stjórnendur vonuðust eftir aukinni veltu, fjögurra til sex prósenta aukningu, en í ljós kom að í stað aukningar hafði veltan dregist saman um nær átta prósent. Þrátt fyrir þetta segjast stjórnendurnir bjartsýnir. Ástæða þeirrar bjartsýni tengist einkum aukinni bílasölu víða um heim, en B&O hefur um skeið verið í náinni samvinnu við nokkra bílaframleiðendur, einkum framleiðendur dýrari bíla. Að undanförnu hefur orðið mikil aukning í sölu bílahljóm- tækja frá B&O nefnt Automotive, og þann garð ætlar fyrir- tækið í auknum mæli að rækta, sagði forstjórinn á frétta- mannafundi fyrir nokkrum dögum. Þá hyggur B&O á mikla markaðssókn í Asíu, einkum Kína. Þar er ætlunin að opna fimmtíu verslanir á næstu mánuðum, en áherslan verður fyrst og fremst á Play-vörulínuna. Þótt þær vörur gefi minna af sér en hinar dýrari sem B&O framleiðir vonast stjórnendur til að aukin sala bæti það upp og helst gott betur. Hvort sú verður raunin er engin leið að segja til um. Þegar Danir eru beðnir að nefna dæmigerð dönsk vöru- merki eru nokkur nöfn sem oftast heyrast. LEGO er oftast nefnt, svo koma nöfn eins og Tuborg, Carlsberg, Lurpak (smjör), Álaborgarákavíti, Danfoss, B&O, Georg Jensen og Royal Copenhagen. „Þetta er félagsskapur sem við viljum gjarna vera í áfram,“ sagði forstjóri B&O á áðurnefndum fréttamannafundi. Víst er að flestir eða allir Danir geta tekið undir þessi orð forstjórans en fyrirtækið verður að finna nýjar leiðir til að auka söluna, að öðrum kosti er framtíðin óviss.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.