Kjarninn - 10.10.2013, Qupperneq 50

Kjarninn - 10.10.2013, Qupperneq 50
07/07 kjarninn viðtal Annars eru þetta karlmenn sem sitja og spila leiki, skoða tölur og línurit, tala saman og borða. Ég fæ ekki að sjá sjálfa hönnunardeildina vegna leyndarinnar sem hvílir yfir ferlinu en þar eru flestir líka karlmenn. Þetta skýrir kannski hvers vegna auðvelt er að selja hugmyndir sem ganga út á að allt sé stærra, hraðara eða háværara en áður. Þetta er enn sem komið er karlaheimur. „Ég vinn 90% bara með karlmönnum og allir yfirmennirnir eru karlar en það eru margir staðir miklu verri en Svíþjóð.“ Sigurlína tekur sérstaklega fram að þrátt fyrir að kynjahlutfallið sé ójafnt eigi konur fullt erindi í þennan heim. Vinnan sé skemmtileg og henti konum alveg jafn vel og körlum. Enda séu sífellt fleiri konur að hasla sér völl í þessum geira. gríðarleg áhersla á árangur Ég kemst líka að því að sagan um borðtennisborðið er sönn. „Ég held að það hafi verið borðtennisborð hjá öllum tölvuleikjafyrirtækjum sem ég hef unnið hjá. Það er mikill fókus á stemmningu. Það var þannig hjá CCP, þegar ég vann hjá Massive og líka hér hjá DICE. Það er í eðli sínu mjög gaman að búa til tölvuleiki og það eru margir sem vinna hérna með mikla sköpunarhæfileika, fólk sem býr til flotta list. Borðtennisborð, billjardborð og spilakassar eru ákveðin yfirlýsing um að við vinnum ekki hjá tryggingafélagi eða við þunga alvarlega vinnu. Við gefum okkur líka tíma til að leika okkur. En þetta er orðinn einhvers konar staðal búnaður hjá afþreyingarfyrirtækjum og kannski ekkert öðruvísi en að vera bara með ljósritunarvél.“ Á sama tíma er gerð þung krafa um afköst, sérstaklega þegar tugir milljarða eru í spilunum. „Battlefield er svo stórt og þekkt merki og það eru svo margir sem vilja vinna hérna. Sumt af besta fólkinu í bransanum vinnur með mér. Það þýðir líka að pressan er mikil.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.