Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 53
02/05 kjarninn Heimilisfjármál
gleymist oft að stjórnmálamenn hafa það ekki í hendi
sér hver kaupmáttur launanna er hjá fólki, nema að mjög
takmörkuðu leyti.
Of sjaldan er rætt um það að fólk ræður kaupmætti launa
sinna í vissum skilningi. Alveg eins og almenningur verður
að geta gert þá kröfu til stjórnmálamanna og almanna-
stofnana að vel sé farið með almannafé (láni til dæmis ekki
500 milljónir evra til banka á sama tíma og neyðarrétti er beitt
gegn þeim, eins og gert var 6. október 2008) verður hann að
reyna að haga fjármálum sínum þannig að tekjur dugi fyrir
gjöldum. Annars fer illa.
Þetta er ekkert lítið mál, þvert á móti. Alls konar óvissu-
þættir geta grafið undan rekstri heimilisins, eins og mikil
verðbólga og óvænt áföll.
Þrátt fyrir þetta er hægt að gera ýmislegt sem minnkar
óvissuna, dregur úr líkum á því að illa fari.
Ég er áhugamaður um heimilisrekstur og hér að neðan
eru nokkur heilræði þegar kemur að því að minnka útgjöld,
sem hafa reynst mér og mínum vel.
1. Takmarkaðu notkun á bíl eins og kostur er. Bíll er dýr í
rekstri í hlutfalli við heildarveltu venjulegs heimilishalds. Ég
kynntist því að vera með þungan bílrekstur þegar við hjónin
bjuggum í Kópavogi, ég vann í Hádegismóum og konan mín
¯ 5H\NMDY¯NI\ULUW¨SXPŭPP£UXP D²KHI²LPDUJ-
ERUJD²VLJD²QRWD6WU¨WµHQYDUHUŭWWÀDUVHPÀD²ÀXUƀLD²
koma syni okkar á leikskóla samhliða vinnuferðunum. Nú
nokkrum árum síðar erum við þannig staðsett, í 105 Reykja-
vík, að tæplega þrír kílómetrar eru til vinnu fyrir hvort okkar.
Við tókum ákvörðun um að sleppa því að nota bílinn alveg í
þessar ferðir til að spara. Ég labba til og frá vinnu en konan
KOH\SXU\ŭUOHLWW JQ¨D²IDUDPH²V\QLRNNDUWYR¯VNµODQD
sína, leikskóla og grunnskóla, áður en ferðinni er framhaldið.
0«UUHLNQDVWWLOD²YL²VS¸UXPU¯ŮHJD À¼VXQGNUµQXUPH²
þessu fyrirkomulagi á mánuði. Bensínkostnaður lækkar auð-
vitað mikið en það munar ekki síður um viðhaldið. Viðhald á
bílum er lúmskur kostnaðarliður í heimilis bókhaldi. Því