Kjarninn - 10.10.2013, Síða 81
02/05 kjarninn Karolina fund
Ú
lfur Eldjárn er 37 ára tónskáld frá Reykjavík og
þriggja barna faðir, sem hefur stundað tón-
smíðar eins lengi og hann man eftir. Hann er
um þessar mundir að gefa út aðra hljómplötu
sína, „Ash“, sem er kvikmyndatónlist úr sam-
nefndri bíómynd. Hann er einnig að hópfjármagna nýjasta verk
sitt, Strengjakvartettinn endalausa, í gegnum Karolina Fund.
Þú ert tónlistarmaður. Í samfélagi þar sem næstum því allir eru
tónlistarmenn, listamenn, ljósmyndarar, hvernig er það?
„Ég veit ekki hvort það er satt að næstum því allir séu tón-
listarmenn eða listamenn. Í sumum samfélögum spilar tónlistin
miklu stærra hlutverk en á Íslandi. En ég held að það sé að
mörgu leyti ótrúlega gott að vera tónlistarmaður á Íslandi. Hér
hafa alltaf verið ótrúlega litlir veggir á milli ólíkra tónlistar-
tegunda og þess vegna eru allar aðstæður til að mynda svona
suðupott, sem sýður upp úr annað slagið. En það sem gerir Ís-
land líka sérstakt er hversu lítinn tónlistararf við eigum. Þegar
við byrjum að eignast okkar fyrstu alvöru tónskáld á 20. öldinni
á ennþá eftir að gera svo margt sem hefur verið gert milljón
sinnum áður í löndum með tónlistarhefð. Og það er ennþá
þannig að þú getur verið fyrstur til að gera eitthvað í íslensku
tónlistarlífi. Það er mjög góð orka sem fylgir því, held ég.“
Hefur íslensk náttúra haft áhrif á tónlistina þína?
„Mér hefur aldrei fundist það beint, en margir, sérstaklega
fólk frá öðrum löndum, segjast sjá fyrir sér íslenskt landslag
þegar þeir hlusta á tónlistina mína. Það segir manni hvað tónlist
er stórkostleg, því þú getur séð fyrir þér það sem þú vilt. Sumir
sjá liti og hreyfingu á meðan aðrir sjá landslag og náttúru.
Hins vegar var ég núna rétt að gefa út tónlist sem ég samdi
fyrir heimildarmyndina Ösku, sem fjallar um eftirmál eldgos-
anna á Íslandi 2010-2011 og áhrif þeirra á íbúa í nágrenni þeirra.
Þar hefur náttúran auðvitað mjög mikil og bókstafleg áhrif á
það sem ég er að semja.“
Hvernig mundir þú flokka tónlistina þína? Er þetta klassísk
tónlist?
„Ég fæst ekki við eina ákveðna tegund tónlistar heldur er stöð-
ugt að blanda einhverju saman og þess vegna er ég ekki
Karolina fund