Kjarninn - 10.10.2013, Page 87

Kjarninn - 10.10.2013, Page 87
03/05 kjarninn KviKmyndir W. O liver Stone er mjög upptekinn af ósagðri sögu Bandaríkjanna. Hann hefur oft valið sér forseta sem miðpunkt í kvikmyndum sínum sem eiga að sýna þessa ósögðu hlið. Þessi formúla gekk ágætlega í JFK og Nixon. Þegar Stone tilkynnti að hann ætlaði sér að gera kvik- mynd um George W. Bush bjuggust flestir að þessi umdeild- asti forseti allra tíma myndi fá útreið. Stone hafði enda gagn- rýnt forsetann töluvert í aðdraganda þess að hann ákvað að gera mynd um hann. Myndin, sem kom út árið 2008, varð hins vegar tvennt: ákaflega flöt og hrikalega asnaleg. Hún var flöt vegna þess að hún er eiginlega alls ekkert gagnrýnin heldur frekar eins og illa leikin heimildarmynd sem almannatengslalið Bush hafi skrifað. Auðvitað er látið í það skína að Bush sé forheimskur og geti varla talið upp að tíu, en það þarf ekkert leikna bíó- mynd til að láta fólk fá þá upplifun. Bush sjálfur opinberaði hana margoft í eigin persónu. Myndin er síðan hrikalega asnaleg vegna þess að leikararnir sem leika persónur sem flestir þekkja úr fréttum samtímans eru ekkert líkir þeim og eiga í stökustu vandræðum með að ná töktum þeirra. Verstur allra er gæðaleikarinn Josh Brolin, sem leikur forsetann. Frammistaða hans er átakanleg. Myndin náði þó, líkt og margar aðrar hræðilegar myndir, að klóra sig upp í smávægilegan ágóða. 59% Einkunn Rotten Tomatoes Smelltu til að horfa á stikluna

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.