Kjarninn - 14.11.2013, Page 19
blockbuster
bandaríska myndbandaleigukeðjan Block-buster var gímald á sínum markaði árum
saman. Fyrsta leigan var opnuð í Texas árið 1985
og vöxturinn næstu tvo áratugina var ævintýra-
legur. Upphaflega var um að ræða keðju hefð-
bundinna myndbandaleiga víðs vegar um
heiminn en síðar bættist við DVD-póstþjónusta,
streymiþjónusta og rekstur kvikmyndahúsa. Á
aldamótaárinu 2000 skrifaði Blockbuster meira
að segja undir tuttugu ára breiðbandssamning
við hið alræmda fyrirtæki Enron, en samkvæmt
honum átti að byggja upp VOD-þjónustu. Þetta
skilaði litlu öðru en nokkrum stjórnendum En-
ron í fangelsi. Þessi skandall virtist þó ekki ætla
að há Blockbuster. Þegar best lét, árið 2004,
störfuðu þar 60.000 manns og samsteypan rak
yfir níu þúsund verslanir.
Á undanförnum árum hefur molnað hratt
undan rekstri Blockbuster. Samkeppni við
efnisveitur á borð við Netflix og Redbox hefur
leikið viðskiptamódel keðjunnar grátt og
tekjur hennar drógust saman á ljóshraða.
Hinn 23. september 2010, sex árum eftir að
umsvif keðjunnar voru sem mest, sótti Block-
buster um greiðslustöðvun. Dish Network
keypti hræið af fyrirtækinu og þær 1.700
verslanir sem enn voru starfandi úr þrota-
búinu í apríl 2011.
Síðan hefur hvorki gengið né rekið og
nokkur hundruð verslunum verið lokað á
hverju ári. Í síðustu viku, tæpum níu árum
eftir að veldi Blockbuster var sem mest, var
tilkynnt að síðustu sjoppunum yrði lokað.
Orrustan væri einfaldlega töpuð.
07/07 kjarninn ViðSKipTi