Kjarninn - 14.11.2013, Síða 21
09/13 kjarninn KANADA
Þrátt fyrir að krakkreykingamyndbandið hafi ekki enn borist
fyrir sjónir almennings hefur Ford viðurkennt verknaðinn og
sagt hann hafa átt sér stað í ölæði. Raunar hefur Ford ítrekað
borið fyrir sig ölæði þegar ýmis umdeild mál honum tengd
hafa komið upp, en ferill hans sem stjórnmálamaður hefur
óneitanlega verið skrautlegur í gegnum tíðina.
Hlaut rúmlega 47 prósent atkvæða
Rob Ford hefur verið borgarfulltrúi úthverfisins Etobicoke
síðan árið 2000 og gegnt embætti borgarstjóra síðan í
október 2010 eftir að hafa hlotið rúmlega 47 prósent atkvæða.
Sem borgarfulltrúi lagði hann einkum áherslu á að reisa
verslunar miðstöðvar og stórar matvöruverslanakeðjur vítt
og breitt um kjördæmi sitt, sem og að draga úr hlunnindum
opin berra starfsmanna og auka löggæslu. Sem borgarstjóri
hefur hann lagt megináherslu á að starfa í þágu skatt-
greiðenda, einkum og sér í lagi bíleigenda. Meðal fyrstu verka
hans var að afnema ýmis gjöld og reglugerðir sem forveri
hans í starfi, David Miller, hafði komið á til að sporna við
síaukinni bílaumferð í borginni. Ford hefur einnig sagt upp
fjölda opinbera starfsmanna með ýmiss konar einkavæðingar-
aðgerðum, einkum í tengslum við þrif og sorphirðu.
Allt frá árinu 2006, þegar Ford var vísað út af íshokkíleik
vegna dólgsláta, hafa hneykslismál af ýmsum toga fylgt Ford
eins og skugginn. Í maí 2008 kærði eiginkona hans hann
fyrir líkamsmeiðingar og hótanir og árið 2010 kom á daginn
að hann hafði verið handtekinn fyrir ölvunarakstur og varð-
veislu fíkniefna í Florida árið 1999. Í öllum tilvikum neitaði
Ford sök en neyddist síðan til að játa upp á sig sökina þegar
sönnunargögn í formi lögregluskýrslna, ljósmynda og mynd-
skeiða litu dagsins ljós. Hann hefur reyndar alla tíð neitað
ásökunum eiginkonu sinnar um heimilisofbeldi en málið var
að endingu látið niður falla og þau eru enn gift.
Smelltu til að horfa á
myndband af Rob Ford
að reykja krakk