Kjarninn - 14.11.2013, Qupperneq 21

Kjarninn - 14.11.2013, Qupperneq 21
09/13 kjarninn KANADA Þrátt fyrir að krakkreykingamyndbandið hafi ekki enn borist fyrir sjónir almennings hefur Ford viðurkennt verknaðinn og sagt hann hafa átt sér stað í ölæði. Raunar hefur Ford ítrekað borið fyrir sig ölæði þegar ýmis umdeild mál honum tengd hafa komið upp, en ferill hans sem stjórnmálamaður hefur óneitanlega verið skrautlegur í gegnum tíðina. Hlaut rúmlega 47 prósent atkvæða Rob Ford hefur verið borgarfulltrúi úthverfisins Etobicoke síðan árið 2000 og gegnt embætti borgarstjóra síðan í október 2010 eftir að hafa hlotið rúmlega 47 prósent atkvæða. Sem borgarfulltrúi lagði hann einkum áherslu á að reisa verslunar miðstöðvar og stórar matvöruverslanakeðjur vítt og breitt um kjördæmi sitt, sem og að draga úr hlunnindum opin berra starfsmanna og auka löggæslu. Sem borgarstjóri hefur hann lagt megináherslu á að starfa í þágu skatt- greiðenda, einkum og sér í lagi bíleigenda. Meðal fyrstu verka hans var að afnema ýmis gjöld og reglugerðir sem forveri hans í starfi, David Miller, hafði komið á til að sporna við síaukinni bílaumferð í borginni. Ford hefur einnig sagt upp fjölda opinbera starfsmanna með ýmiss konar einkavæðingar- aðgerðum, einkum í tengslum við þrif og sorphirðu. Allt frá árinu 2006, þegar Ford var vísað út af íshokkíleik vegna dólgsláta, hafa hneykslismál af ýmsum toga fylgt Ford eins og skugginn. Í maí 2008 kærði eiginkona hans hann fyrir líkamsmeiðingar og hótanir og árið 2010 kom á daginn að hann hafði verið handtekinn fyrir ölvunarakstur og varð- veislu fíkniefna í Florida árið 1999. Í öllum tilvikum neitaði Ford sök en neyddist síðan til að játa upp á sig sökina þegar sönnunargögn í formi lögregluskýrslna, ljósmynda og mynd- skeiða litu dagsins ljós. Hann hefur reyndar alla tíð neitað ásökunum eiginkonu sinnar um heimilisofbeldi en málið var að endingu látið niður falla og þau eru enn gift. Smelltu til að horfa á myndband af Rob Ford að reykja krakk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.