Kjarninn - 14.11.2013, Side 25

Kjarninn - 14.11.2013, Side 25
13/13 kjarninn KANADA Á meðan húsnæðisverð í miðbænum hækkar jafnt og þétt hrökklast hinir efnaminni út í úthverfin þar sem fátækt og glæpatíðni eykst með ári hverju. Toronto hefur verið skipt í tvo menningarheima; úthverfin og miðborgina – sem auglýst er í glanstímaritum og dregur að ferðamenn. Í fljótu bragði mætti draga þá ályktun að Ford-þjóðin sé svo gegnumsýrð af neysluhyggju og veraldlegum gæðum að hún skilji á milli persónunnar og stjórnmálamannsins. Á meðan stjórnmála- maðurinn haldi sköttum í lágmarki skipti engu hvort hann reyki krakk og berji konuna sína. Svo er hins vegar ekki, því fylgjendur Fords eru að stórum hluta minnihlutahópar með takmarkaðar tekjur. Þeir kjósa Ford vegna þess að þeir telja sig ekki eiga samleið með þeim þriðjungi íbúa Toronto sem býr miðsvæðis og vill setja umhverfis- og samgöngumál á oddinn í skipulagi borgarinnar. Ford-þjóðinni er alveg sama um orðspor Toronto því hún upplifir Toronto vera alveg sama um sig. stéttaskipting og samskiptaleysi Vandamálið í Toronto er mun stærra og alvarlegra en einn krakkreykjandi borgarstjóri og einnig mun flóknara en svo að sameining eða sundrung sveitarfélaga fái það leyst. Vandi Toronto felst í stéttaskiptingu og samskiptaleysi sem skipt hefur milljónasamfélagi í tvær andstæðar fylkingar, litaðar af kynþáttafordómum og virðingarleysi hvor í garð annarrar. Á meðan beinist kastljós fjölmiðla nær eingöngu að sorglegri hegðun borgarstjórans sem hefur enga stjórn á sjálfum sér, hvað þá Toronto-borg.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.